Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1999, Side 60

Læknablaðið - 15.11.1999, Side 60
904 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Högni Óskarsson Eftirskjálftar aðalfundar 1999 Árið sem er að líða hefur einkennst jarðfræðilega af tvennu, bið eftir Suðurlands- skjálfta og enn meiri bið eftir Kötlugosi. Sumir höfðu svip- aðar væntingar til aðalfundar LI. En eins og í jarðskorpunni, þá gerðist lítið. Fyrsti eftirskjálfti Ekki er laust við að áleitnar spurningar hafí leitað á hug- ann eftir lok aðalfundar LÍ í síðasta mánuði. Ein slík snýst um það hvort aðalfundir valdi því hlutverki sem þeim er ætlað, það er að móta stefnu félagsins í heilbrigðismálum og standa vörð um hagsmuni félagsmanna. Eftir að hafa setið flesta aðalfundi síðast- liðinn áratug þá er ég farinn að hallast að þeirri skoðun að hvorki aðalfundir né læknafé- lagið í núverandi mynd valdi hlutverkinu. Þó ber að geta þess að stjórn og nefndir hafa unnið að mörgum málum, stundum tekist frábærlega, stundum ekki. Tæplega 20 ályktunartillög- ur lágu fyrir aðalfundi, og hálfur tugur bættist við á fund- inurn. Tillögurnar fjölluðu um hin aðskiljanlegustu mál, flest sjálfsögð, sem stjórn ætti að leysa innan þess ramma, sem henni er settur; önnur sem hafa verið samþykkkt aftur og aftur, án þess að gára lygnt yfirborð stjórnsýslunnar. Einnig voru tvö stórmál til af- greiðslu. Sextán tillagnanna voru samþykktar, nokkrum vísað til stjórnar og aðrar guf- Högni Óskarsson. uðu upp. Er ég viss um að enginn fundarmanna man um hvað þær snerust eða veit um afdrif þeirra. í stað þess að taka fyrir meginþema, sem ræða má af einhverju sem nálgast djúphygli, þá varð að- alfundurinn, eins og svo margir áður, útþynntur efnis- lega, kraftlítill, leiðinlegur og órökvís. Lítum á stóru málin. Spenna hafði byggst upp fyrir gagnagrunnsmálið, ekki síst fyrir það frumkvæði stjórnar að leggja fram ályktunartil- lögu um að gagnagrunnslögin stönguðust á við siðareglur lækna. I greinargerð var ekki að fínna nein haldbær rök þessu til stuðnings. Talsmenn tillögunnar staðhæfðu að hún bryti í bága við alls kyns siða- reglur og lög, án rökstuðn- ings. Það var heldur neyðar- legt fyrir stjórnina, að fyrr á fundinum staðfestu fulltrúar World Medical Association að vinnsla heilsufarsupplýsinga eins og fram á að fara í gagna- grunni væri í samræmi við samþykktir WMA. Tillaga stjórnar kom breytt úr milli- nefnd og hljóðaði efnislega á þá leið, að gagnagrunnslög- unum væri áfátt í því að þar væri ekki ákvæði um upplýst samþykki. Var sú tillaga sam- þykkt (19:7). Viðbótartillaga um að þetta skyldi einnig eiga við um aðra gagnagrunna var felld (19:12). Rök Þorgeirs Ljósvetningagoða um að ein lög skyldu gilda fyrir alla í þessu landi voru þorra fundar- manna greinilega ekki kær. Setur þetta nýkjöma stjórn í vanda. Önnur viðbótartillaga var einnig felld (15:10). Hún var samorða stefnu sem stjórn LI mótaði í byrjun maí þess efnis, að gerð yrði krafa um umfjöllun og samþykki tölvu- nefndar og vísindasiðanefndar fyrir rannsóknum í gagna- grunni ef ekki yrði af upplýstu samþykki. Að lokum var til- laga undirritaðs samþykkt um að stjórn LI fylgdist með að farið yrði að íslenskum lögum og alþjóðasamþykktum við framkvæmd laga um miðlæg- an gagnagrunn (20:2). Fyrir utan mótsögnina í efnislegri niðurstöðu fundar, það er að bæði beri að fara eft- ir gildandi lögum og reglum og eins eftir sérkröfum sem snerta aðeins einn gagnagrunn af mörgum, þá er það einnig áhyggjueíni hve lítil þátttaka var í atkvæðagreiðslum. Hlaut fyrri tillagan stuðning 19 af rúmlega 50 atkvæðisbærum fulltrúum, sú seinni 20.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.