Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1999, Qupperneq 60

Læknablaðið - 15.11.1999, Qupperneq 60
904 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Högni Óskarsson Eftirskjálftar aðalfundar 1999 Árið sem er að líða hefur einkennst jarðfræðilega af tvennu, bið eftir Suðurlands- skjálfta og enn meiri bið eftir Kötlugosi. Sumir höfðu svip- aðar væntingar til aðalfundar LI. En eins og í jarðskorpunni, þá gerðist lítið. Fyrsti eftirskjálfti Ekki er laust við að áleitnar spurningar hafí leitað á hug- ann eftir lok aðalfundar LÍ í síðasta mánuði. Ein slík snýst um það hvort aðalfundir valdi því hlutverki sem þeim er ætlað, það er að móta stefnu félagsins í heilbrigðismálum og standa vörð um hagsmuni félagsmanna. Eftir að hafa setið flesta aðalfundi síðast- liðinn áratug þá er ég farinn að hallast að þeirri skoðun að hvorki aðalfundir né læknafé- lagið í núverandi mynd valdi hlutverkinu. Þó ber að geta þess að stjórn og nefndir hafa unnið að mörgum málum, stundum tekist frábærlega, stundum ekki. Tæplega 20 ályktunartillög- ur lágu fyrir aðalfundi, og hálfur tugur bættist við á fund- inurn. Tillögurnar fjölluðu um hin aðskiljanlegustu mál, flest sjálfsögð, sem stjórn ætti að leysa innan þess ramma, sem henni er settur; önnur sem hafa verið samþykkkt aftur og aftur, án þess að gára lygnt yfirborð stjórnsýslunnar. Einnig voru tvö stórmál til af- greiðslu. Sextán tillagnanna voru samþykktar, nokkrum vísað til stjórnar og aðrar guf- Högni Óskarsson. uðu upp. Er ég viss um að enginn fundarmanna man um hvað þær snerust eða veit um afdrif þeirra. í stað þess að taka fyrir meginþema, sem ræða má af einhverju sem nálgast djúphygli, þá varð að- alfundurinn, eins og svo margir áður, útþynntur efnis- lega, kraftlítill, leiðinlegur og órökvís. Lítum á stóru málin. Spenna hafði byggst upp fyrir gagnagrunnsmálið, ekki síst fyrir það frumkvæði stjórnar að leggja fram ályktunartil- lögu um að gagnagrunnslögin stönguðust á við siðareglur lækna. I greinargerð var ekki að fínna nein haldbær rök þessu til stuðnings. Talsmenn tillögunnar staðhæfðu að hún bryti í bága við alls kyns siða- reglur og lög, án rökstuðn- ings. Það var heldur neyðar- legt fyrir stjórnina, að fyrr á fundinum staðfestu fulltrúar World Medical Association að vinnsla heilsufarsupplýsinga eins og fram á að fara í gagna- grunni væri í samræmi við samþykktir WMA. Tillaga stjórnar kom breytt úr milli- nefnd og hljóðaði efnislega á þá leið, að gagnagrunnslög- unum væri áfátt í því að þar væri ekki ákvæði um upplýst samþykki. Var sú tillaga sam- þykkt (19:7). Viðbótartillaga um að þetta skyldi einnig eiga við um aðra gagnagrunna var felld (19:12). Rök Þorgeirs Ljósvetningagoða um að ein lög skyldu gilda fyrir alla í þessu landi voru þorra fundar- manna greinilega ekki kær. Setur þetta nýkjöma stjórn í vanda. Önnur viðbótartillaga var einnig felld (15:10). Hún var samorða stefnu sem stjórn LI mótaði í byrjun maí þess efnis, að gerð yrði krafa um umfjöllun og samþykki tölvu- nefndar og vísindasiðanefndar fyrir rannsóknum í gagna- grunni ef ekki yrði af upplýstu samþykki. Að lokum var til- laga undirritaðs samþykkt um að stjórn LI fylgdist með að farið yrði að íslenskum lögum og alþjóðasamþykktum við framkvæmd laga um miðlæg- an gagnagrunn (20:2). Fyrir utan mótsögnina í efnislegri niðurstöðu fundar, það er að bæði beri að fara eft- ir gildandi lögum og reglum og eins eftir sérkröfum sem snerta aðeins einn gagnagrunn af mörgum, þá er það einnig áhyggjueíni hve lítil þátttaka var í atkvæðagreiðslum. Hlaut fyrri tillagan stuðning 19 af rúmlega 50 atkvæðisbærum fulltrúum, sú seinni 20.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.