Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 8
948 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 gæðaeftirlit varðandi fæðingar, þar sem reynt er að flokka og skoða orsakir barnadauða í móðurkviði og á fyrstu viku eftir fæðingu, en sá tími er gjarnan talinn tengjast sjúkdómum í meðgöngu og í fóstri eða vandamálum í fæð- ingunni sjálfri. Unnið er að allmörgum öðrum rannsókna- verkefnum, meðal annars á sviði erfðarann- sókna á meðgönguháþrýstingi og á legslímu- flakki í samvinnu við Islenska erfðagreiningu. Samstarfsverkefni eru í gangi með aðilum á hinum Norðurlöndunum í gegnum norrænu fæðingarskráninguna og norræn samtök fæð- inga- og kvensjúkdómalækna um athugun á of- beldi gegn konum. An rannsókna og tengsla við Háskóla Islands getur svo stór deild eins og Kvennadeildin ekki sýnt þann þrótt sem hún þarf að viðhafa gagnvart samfélaginu. Nú er auk þess að hefjast nýtt samstarf við heilsu- gæsluna, því um áramót mun mæðraverndin færast frá Kvennadeildinni yfir í heilsugæsluna í nýja Miðstöð mæðraverndar þar sem leitast verður vð að efla fræðslu, rannsóknir og for- ystu á landsvísu í umönnunarmálum þungaðra kvenna. Starf Kvennadeildar Landspítalans verður að hafa fjölbreyttan bakgrunn á öllum meginsvið- um fæðinga- og kvensjúkdómafræða, ef takast á að halda forystuhlutverkinu. Sumir hafa stundum óttast að vissir hlutir í starfi Kvenna- deildarinnar og þróunarstarf þar, svo sem á sviði getnaðarvarnaráðgjafar, muni draga úr þörf á slíkri ráðgjöf á einkastofum lækna eða í heilsugæslu. Hið sama hefur gilt um aðra þætti kvensjúkdómafræða og jafnvel á sviðum eins og mæðravernd og fósturgreiningu. Slíkt er misskilningur. Reynslan sýnir að aukin forysta frá Kvennadeildinni þýðir aukna eftirspurn á þjónustu og öfugt. Eftir 50 ár er staða Kvennadeildar Landspít- alans í þjóðfélaginu sterk. I raun má furðu gegna hversu vel okkur hefur tekist upp. þrátt fyrir að læknalið deildarinnar hafí lengst af og einnig nú verið aðeins helmingur eða um 2A af því sem algengt er á svipuðum háskólasjúkra- húsum annars staðar á Norðurlöndunum. Mið- að við hin Norðurlöndin og reyndar Vestur- Evrópu er deildin okkar miðlungi stór háskóla- deild. Það ætti að vera keppikefli íslenskra stjórnvalda að búa sem best að deildinni í mönnun, tækjum og búnaði. Nýbygging deild- arinnar, sem svo var kölluð, er nú orðin aldar- fjórðungs gömul, barn síns tíma og mörgu þarf að breyta. Þótt rýmki um, þegar langþráður nýr barnaspítali verður tekinn í notkun, þá vantar nú að byggja við og breyta Kvennadeildinni þannig að hún svari þörfum nútímans og fram- tíðar. Bæta þarf við „nýju álmuna“ og koma upp nútímalegu anddyri deildarinnar, þar sem áhersla verður lögð á móttöku þeirra sem þang- að sækja og fræðslu um kvennaheilbrigði. Á nýrri öld þarf deildin að verða enn öflugri vett- vangur forystu, bæði gagnvart læknum, ljós- mæðrum og öðru heilbrigðisstarfsfólki, en ekki síst gagnvart almenningi. í 50 ár hefur verið barist fyrir úrbótum á þessu sviði, oft með góð- um árangri og miklu hefur verið áorkað, og baráttunni lýkur aldrei. Sigurður S. Magnússon prófessor, sem svo mörgum er minnisstæður, hafði það að leiðarljósi að berjast fyrir bættum hag íslenskra kvenna á sínum starfsvettvangi og hvarvetna. „Það á að gera allt fyrir íslenskar konur,“ sagði hann. Þann arf höfum við, starfs- fólkið á Kvennadeildinni og læknar deildarinn- ar, í heiðri. Reynir Tónias Geirsson HEIMILDIR 1. Sigurðsson K. Leghálskrabbameinsleit á Norðurlöndum til 1995. Könnun á nýgengi og dánartíðni, markaldri og bili milli skoðana. Læknablaðið 1999; 85: 862-72.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.