Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1999, Qupperneq 16

Læknablaðið - 15.12.1999, Qupperneq 16
954 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Tafla II. Niðurstöður ómskoðana í utanlegsþykkt á íslandi 1985-1994. Ár 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 Heildarfjöldi þykkta 71 95 113 124 147 144 156 171 137 113 Beðið um ómun 15 32 53 54 83 98 102 129 102 83 Neikvæð niðurstaða 6 22 27 23 46 40 29 49 30 24 Blóð eða vökvi í grind 4 4 6 8 12 17 24 16 17 16 Grunur um utanlegsþykkt 0 3 3 4 6 25 33 38 20 18 Greinileg utanlegsþykkt 1 0 4 4 4 4 2 12 14 9 Talið fósturlát 3 4 5 6 7 6 3 3 6 3 Vökvafyllt holrúnt, þykkni eða fyrirferð í eggjaleiðara 2 4 6 8 8 6 8 9 12 5 aðgerð 1-10 árum áður. Aðgerðirnar voru í 21 tilfelli brennsla á eggjaleiðurum í kviðsjárað- gerð með og án þess að eggjaleiðari væri tekinn sundur um leið, í tveimur undirbinding og klipping við opna aðgerð og í fjórum ásetning sílíkonhrings. Alls var gerð á þessu tímabili 2281 ófrjósemiaðgerð og hlutfallið á utan- legsþykktum eftir ófrjósemiaðgerð því 1,1%. Fjórar konur höfðu farið í endurtengingu eftir ófrjósemiaðgerð og fengu sfðan utanlegsþykkt. Beðið var um ómskoðun til að greina stað- setningu þykktar í 59,2% tilfella. Ómunin var neikvæð hjá 39,4%. Ómskoðun var notuð í vaxandi mæli eftir því sem tækjakostur og kunnátta starfsmanna batnaði, einkum á seinna fimm ára tímabilinu. Niðurstaða ómskoðana er sýnd í töflu II. Á fyrra tímabilinu 1985-1989 var gerð skoðun hjá 31,5% kvennanna, en á seinna tímabilinu hjá 68,4%. Þar sem skoðunin gaf grun um utanlegsþykkt var lýst blóði eða vökva í grindarholi hjá 16,7% kvennanna, grun um utanlegsþykkt (afbrigðilegt úlit vefja í grind) í 19,8% tilfella, greinilegri utanlegs- þykkt í 7,7% og skugga eða vökvafylltu hol- rúmi í grind í 8,9%. í 6,6% tilfella var ranglega talið að um fullkomið eða ófullkomið fósturlát væri að ræða (fellibelgsþykknun í legslímunni var talin vera eðlileg slímhúð). Blóð og vökvi í kvið greindist á fyrra fimm ára tímabilinu í 27,2% jákvæðra tilfella, en á því síðara í 72,8%. Grun um utanlegsþykkt samkvæmt óm- skoðun var lýst á fyrra tímabilinu í 10,6% til- fella, en 1990-1994 í 89,3% tilfella. Greinileg ummerki um þykkt utan legs sáust á fyrri hluta tímabilsins í 24% tilfella og 1990-1994 í 76% tilfella. í þeim tilfellum þar sem grunsemdir vöknuðu við ómun sást vökvafyllt holrúm eða fyrirferð í eða við eggjaleiðara hjá 41% á fyrra tímabilinu, en 60% á seinna tímabilinu. Röng greining, þannig að utanlegsþykkt var ekki tal- in til staðar þótt svo væri í reynd, var álíka al- geng öll árin; í um 50% tilfella 1985-1989 og um 42% 1990-1994. Konur sem höfðu sögu um ófrjósemi og eggjaleiðarabólgu voru alls 331. Af þeim höfðu 133 aldrei fætt áður en þær fengu utanlegs- þykktina, 124 höfðu fætt eitt barn, 64 konur tvö og 10 þrjú eða fleiri. í 212 tilfellum hafði konan orðið þunguð með lykkju (22%). Flestar af þessum konum höfðu haft lykkjuna um nokkum tíma, oftast eitt til tvö ár. Utanlegsþykkt á eggjastokkum fannst ein- ungis í átta tilfellum (0,63%) og dreifðust kon- urnar nokkuð jafnt á tímabilinu, ein hvert árið 1985, 1987, 1988, 1990 og 1992, en þrjár 1994. Þrjár þeirra voru með lykkju við greiningu. Tvær konur fengu kviðarholsþungun. Jákvæð ræktun fyrir klamýdíu trakómatis fannst einungis hjá 10 konum af 1050 þar sem sýni virtist hafa verið tekið, en ekki var hægt að meta með vissu hve oft var tekin klamýdíu- ræktun þar sem aðeins var haldið til haga já- kvæðum svörum. Hér er lýst nokkrum óvanalegum sjúkratil- fellum til að sýna á hve fjölbreyttan hátt utan- legsþykkt getur birst og vandamál orðið í greiningu og meðferð sjúkdómsins. Átta staðfestar utanlegsþykktir hjá sömu konu Konan varð fyrst þunguð 23 ára 1980, en fósturlát varð eftir stutta meðgöngu. Tveimur árum síðar varð hún þunguð aftur og utanlegsþykkt greindist í hægri eggjaleiðara við kviðspeglun og opna skurðaðgerð. Þykktin var fjarlægð úr leiðaranum með litlum skurði (salpingotomia). Sama ár gaf kviðspeglun til kynna að báðir eggjaleiðarar væru lokaðir, en rönt- genmynd sýndi opnun hægra megin. Hálfu ári síðar fannst utanlegsþykkt í hægri eggjaleiðara og við nýja opna skurðaðgerð var hluti eggjaleiðarans tek- inn. Enn leið hálft ár en þá þurfti bráða skurðaðgerð til að fjarlægja utanlegsþykkt úr vinstri eggjaleiðara. Tæplega ári síðar, 1984, var gerð smásjáraðgerð á eggjaleiðurum með losun samvaxta og endurteng- ingu og lagfæringu á hægri eggjaleiðara. Þessu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.