Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1999, Side 27

Læknablaðið - 15.12.1999, Side 27
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 963 Table I. Main characteristics of women in the misoprostol and dinoprostone groups. Misoprostol (n=51) Dinoprostone (n=60) Age (mean) 29.8 28.4 Gravidity (mean) 2.5 1.98 Parity (mean) 0.94 0.68 Gestational age (days) 287.8 287.6 Bishop score (mean) 2.9 3.1 Table II. Mode of delivery t in study groups. Misoprostol Dinoprostone (n=51) (n=60) n <%) n (%) Vaginal* 40 (78.4) 45 (75) Spontaneous 31 41 Vacuum 7 4 Forceps 2 0 Cesarean section 11 (21.6) 15 (25) Fetal distress 5 5 Disproportion 4 6 Arrest disorder 2 3 Other 0 1 * p=0.84 Efniviður og aðferðir Rannsóknin var framskyggn hendingarvals- rannsókn og bæði lyfín voru sett hátt í leggöng, aftan við legháls (posterior fornix vaginae). Mísóprostól (Cytotec®) töflumar voru skornar í tvennt í apóteki Landspítalans þannig að hálf tafla innihélt um 100 mcg. Frá 1.2.1997 til 1.11.1998 voru allar konur sem komu til fram- köllunar fæðingar metnar með tilliti til þátttöku í rannsókninni. Skilyrði fyrir þátttöku voru; full meðganga (yfír 37 vikur), einburi, höf- uðstaða, heilir belgir, leghálshæfni (Bishop score (7)) innan við 5 og fósturhjartsláttarrit með hröðunum (reactive). Kona var útilokuð frá þátttöku ef áður hafði verið framkvæmd að- gerð á legi svo sem keisaraskurður eða ef vöðvahnútur hafði verið fjarlægður, lega fóst- urs var óstöðug eða sitjandi, ef fóstur var vaxt- arseinkað eða með óeðlilegt fósturhjartsláttar- rit, ef um fjölburameðgöngu var að ræða og ef frábending var gegn notkun prostaglandín efna, svo sem alvarlegur astmi, gláka eða hjarta- og æðasjúkdómur. Hendingarval var gert samkvæmt slembiúr- taki og sett í tölumerkt þykk umslög merkt 1- 140. Eftir að gengið var frá þátttöku var næsta númeraða umslag tekið. Engin kona hætti við þátttöku en 11 konur féllu úr mísóprostólrann- sóknarhópnum vegna of hagstæðs legháls (n=9) eða vegna þess að legvatn var farið (n=2). Ein kona féll úr dínóprostónhópnum vegna farins legvatns. Fimmtíu og ein kona fékk mísóprostól og 60 konur fengu dínóprostón. Hóparnir voru sambærilegir með tilliti til aldurs, fjölda þungana og fæðinga, meðgöngu- lengdar og leghálshæfni (tafla I). Konur sem fengu mísóprostól fengu einu sinni 100 mcg ('A töflu) aftan við legháls klukk- an 22. Konur sem fengu dínóprostón fengu 3 ing aftan við legháls klukkan 22 og aftur klukk- an 06 daginn eftir. I báðum hópum var belgja- rof gert um leið og hægt var eða við 1 sm út- víkkun legháls og ekki síðar en við 5 sm út- víkkun. Allar konur voru metnar klukkan 10 daginn eftir upphaf framköllunar fæðingar til að meta framgang og rjúfa belgi, ef hægt var. Ef þörf var á örvun sóttar, var notað oxýtócín í stigvaxandi skömmtum. Upphafsskammtur var 0,04 mU/mínútu og síðan aukið eftir þörfum í allt að 20 mU/mínútu, þar til hæfílegum leg- samdráttum var náð. Fósturhjartsláttur og leg- samdrættir voru skráð í eina klukkustund fyrir og eftir lyfjagjöf og síðan samfellt eftir að sótt var hafin. Hjartsláttarrit taldist óeðlilegt ef fram kom viðvarandi hæging hjartsláttar (brady- cardia), hröðun hjartsláttar (tachycardia) eða viðvarandi seinar og breytilegar dýfur. Mat á tíðni og lengd legsamdrátta var skráð og hraðtaktur (tachysystole) í legvöðva skráð ef meira en fimm samdrættir komu á 10 mínút- um í 20 mínútur samfleytt og ofspenna (hyper- tonus) í legvöðva ef einn samdráttur stóð í meira en tvær mínútur. Aðalviðmiðun rannsóknarinnar var tíma- lengd frá framköllun fæðingar að fæðingu. Aðrar viðmiðanir voru; þörf á örvun sóttar með oxýtócíni, fæðingarmáti, ástand barns við fæð- ingu metið með Apgar einkunn við eina og fímm mínútur og tíðni hraðtakts og ofspennu í legvöðva. Við styrkleika (power) útreikninga var geng- ið út frá niðurstöðum Sanchez-Ramos og fé- laga (2) um mun á tímalengd frá framköllun fæðingar að fæðingu milli mísoprostóls og dínóprostóns. Miðað var við skekkju I (error) við 5% og styrkleika 80%. Miðað við þessar forsendur þurfti að minnsta kosti 65 konur í hvorn hóp. Notað var kí-kvaðratspróf, t-próf, Mann-Whitney U og nákvæmnipróf Fishers, eftir því sem við átti. Einnig var Kaplan-Meier aðferðin notuð til að reikna „cumulative birth rate“. Marktektarkrafa (signifícance level) var p<0,05. Rannsóknin var samþykkt af siðanefnd

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.