Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1999, Side 28

Læknablaðið - 15.12.1999, Side 28
964 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Cumulative birth rate Fig. 1. Cumulative birth rate in hours after induction oflabor with misoprostol and dino- prostone. Table III. Complications in labor in the study groups. Misoprostol Dinoprostone Significance n=51 n=60 P % % Fetal Distress 35.3 27.7 0.5 Meconium 41.0 20.5 0.06 Tachysystole 59.6 18.6 <0.001 Table IV. Apgar scores of infants at one andfive minutes by study group. Misoprostol Dinoprostone Significance n=51 n=60 P mean (SD) mean (SD) All births 1 min. 6.6 (2.2) 7.6 (1.3) 0.048 5 min. 8.5 (1.5) 9.1 (0.9) 0.037 Vaginal births 1 min. 6.9 (2.0) 7.6 (1.2) 0.114 5 min. 8.6 (1.6) 9.0(0.9) 0.214 Landspítalans og Tölvunefnd og upplýst sam- þykki þátttakenda var fengið. Niðurstöður Tímalengd frá upphafi framköllunar fæðing- ar að fæðingu var 548 mínútur (bil 173-1.185 mínútur) hjá konum sem fengu mísóprostól en 1.048 mínútur (bil 200-1.778 mínútur) hjá kon- um sem fengu dínóprostón (p<0,05). Helming- ur kvennanna sem fengu mísóprostól fæddu innan átta klukkustunda en helmingur kvennanna sem fékk dínóprostón fæddi innan 18Mklukkustundar (mynd 1). Framköllun fæðingar tókst hjá öllum konunum og 78% þeirra sem fengu mísóprostól fæddu um leggöng en 74,5% þeirra sem fengu dínóprostón (tafla II). Ekki var marktækur munur á tíðni keisaraskurða milli hópanna og ábendingar fyrir aðgerð voru svipaðar. Tíðni inngripa með töng eða sogklukku var meiri hjá konum sem fengu mísóprostól, eða hjá níu af þeim 40 sem fæddu um leggöng samanborið við hjá fjórum af konunum 45 í dínó- prostónhópnum. Ekki var unnt að meta slíkan undirhóp töl- fræðilega. Tvær tangarfæðing- ar voru í mísóprostólhópnum, í bæði skiptin til að stytta annað stig fæðingar hjá konum með meðgöngueitrun. Sex af sjö sogklukkufæðingum í mísóprostólhópnum og tvær af fjórum í dínóprostónhópnum voru vegna fósturstreitu, en aðrar vegna langdregins annars stigs fæðingar. Merki um fósturstreitu og barnabik í legvatni komu fram ámóta oft í báðum hópunum. Hins vegar var hraðtaktur í legvöðva mun algengari meðal kvenna sem fengu mísóprostól saman- borið við dínóprostón (tafla III). í hvorugum hópnum varð ofspenna í legvöðva. Þörf var á frekari örvun sóttar með oxýtócíni hjá 40% kvenna sem fengu mísóprostól saman- borið við 71% kvenna sem fengu dínóprostón (p<0,01). Apgar einkunn við eina og fimm mínútur var lægri hjá bömum kvenna sem fengu mísó- prostól, samanborið við börn kvenna sem fengu dínóprostón (tafla IV). Ef börn fædd með keisaraskurði voru frátalin var enginn munur á Apgar einkunn milli hópanna. Umræða Algengi framköllunar á fæðingu hefur undan- farin ár verið um það bil 12% á Kvennadeild Landspítalans. A Vesturlöndum er tíðni fram- köllunar fæðinga á bilinu 10-25% og ekki er að finna samdóma álit (concensus) um hvað sé

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.