Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1999, Page 55

Læknablaðið - 15.12.1999, Page 55
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 985 dauðsfallinu, þó það sé ekki víst. Þetta eru flokkar II, VI og VIII, en hér á landi eru aðeins 12% burðarmálsdauðatilfella í þeim hópum. Til samanburðar sýndu Langhoff-Roos og sam- starfsmenn, sem notuðu sömu flokkun árið 1991, að 21,2% tilfella í Danmörku og 15% til- fella í Svíþjóð komu úr þessum flokkum (11). í flokki II (andvana fæðing vaxtarskerts ein- bura eftir 28 vikna meðgöngu eða lengri) voru 16 börn (10,1%) en flestum þessum dauðsföll- um mætti forða með árvekni í mæðravernd og bættri fósturgreiningu. Einungis dóu þrjú böm í fæðingu (flokkur VI) á fimm ára tímabilinu. Þess ber þó að geta að nokkur börn fæddust nánast lífvana vegna alvarlegrar fósturköfnunar í fæðingu, voru lífguð við en dóu innan viku. Þau falla því í flokk XI, sem taldi alls fimm börn. Ekkert barn var í flokki VIII (dauðsfall fyrirbura innan við 34 vikna meðgöngu og Apgar stig 7 eða meira eftir fimm mínútur), sem er þriðji flokkurinn þar sem hugsanlegt er að afstýra dauðsfalli. Stærsti hópurinn ev flokkur III, andvana fæð- ing eftir 28 vikna meðgöngu eða meira. Þar voru 44 böm sem hvorki vom vansköpuð né vaxtarskert og hefðu vegna meðgöngulengdar átt góða möguleika á að lifa, hefðu þau fæðst lifandi. Þess dauðsföll voru annað hvort óút- skýrð eða vegna „slyss“ svo sem klemmu á naflastreng eða fylgjuloss án annarra áhættu- þátta. Mjög erfitt eða illmögulegt er að sjá fyrir og afstýra þessum dauðsföllum, að minnsta kosti með þeim aðferðum sem við búum yfir nú. Flokkur IV (andvana fæðing einbura fyrir 28 vikna meðgöngu) taldi 21 barn. í nágrannalöndum okkar eru þessar fæðingar taldar til fósturláta og var svo gert hérlendis þar til nýlega (1994). Erfitt er einnig að afstýra þessum dauðsföllum, til dæmis getur verið tor- velt að greina vandamál eins og vaxtarskerð- ingu svo snemma. Auk þess er oft tvíbent að ljúka meðgöngu svo snemma þó svo að áhættu- þættir greinist. Þetta hefur þó verið að breytast ört með bættum lífslíkum fyrirbura og er því full ástæða til að skrá og rannsaka þessi dauðs- föll. Athyglisvert er að nær helmingur allra burðarmálsdauðatilfella (41,1%) töldust til ofangreindra tveggja „illviðráðanlegra“ flokka (III og IV). Síðastnefndi flokkur andvana fæðinga voru fjölburar, flokkur V. Flest börnin dóu vegna fylgjuvandamála sem eru oftast afleiðing fjöl- burameðgöngu, ýmist vegna óeðlilegra æða- tengsla í fylgju (twin-to-twin transfusion) eða vaxtarskerðingar (disconcordant twins). Flokkur XII eru dauðsföll nýbura fyrir 28 vikna meðgöngu. Tveir þriðju þeirra barna sem dóu á fyrstu viku voru í þessum hópi, það er 29 af 44 börnum (65%). Flest þessara barna voru ekki lífvænleg (meðganga innan við 24 vikur) og endurlífgun því ekki reynd. Mjög fá börn voru í öðrum flokkum barna sem dóu í fyrstu viku, það er VIII-XI (15 börn alls í fjórum flokkum), nema í flokki I (meðfæddir gallar). Þrettán börn með fósturgalla dóu á fyrstu viku og eitt fæddist andvana. Flestir gallarnir greindust ekki fyrr en við fæðingu en í tveimur tilvikum hafði fósturgallinn greinst á með- göngu. Flokkur I er þó miklu minni hér (8,9%) en var árið 1991 í Svíþjóð (22,8%) og Dan- mörku (25,2%) (11). Þetta má eflaust að mestu leyti þakka betri fósturgreiningu víðast hvar á landinu. Þó að burðarmálsdauði á Islandi sé með því allra lægsta sem þekkist er samt nauðsynlegt að þeir sem vinna að mæðravernd, fæðingum og umönnun nýbura haldi vöku sinni. Nauðsyn- legt er að gera sér grein fyrir hvaða hópa barna við missum til þess að geta markvisst bætt þjónustuna við barnshafandi konur og börn þeirra og þar með árangurinn. Hin nýja flokk- unaraðferð kemur þar að góðum notum og auð- veldar samanburð á milli samfélaga og innan hvers samfélags á mismunandi tímum. Ahuga- vert yrði að beita flokkuninni áfram á næstu öld og sjá þannig hvemig okkur miðar. Þakkir Sérstakar þakkir fá Jóhann Heiðar Jóhanns- son sérfræðingur í meinafræði og Guðrún Garðarsdóttir ritari fæðingarskráningarinnar. HEIMILDIR 1. Snædal G, Biering G, Sigvaldason H. Fæðingar á íslandi 1972-81. 2. grein. Burðarmálsdauði. Læknablaðið 1982; 68: 303-4. 2. Biering G, Snædal G, Sigvaldason H, Ragnarsson J, Geirs- son RT . Size at birth in Iceland. Acta Paediatr Scand 1985; Suppl. 319: 68-73. 3. NOMESCO. Births and infant mortality in the Nordic countries. Copenhagen: Nordic Medico-Statistical Com- mittee (NOMESKO); 1993: 39. 4. WHO. Intemational Statistical Classification of Diseases and Related Health Problems. Tenth Revision. Geneva: WHO; 1993 (2): 129-34. 5. Wigglesworth JS. Monitoring perinatal mortality - a patho- logical approach. Lancet 1980; ii: 684-6. 6. Cole SK, Hey EN, Thomson AM. Classifying perinatal death; an obstetric approach. Br J Obstet Gynaecol 1986; 93: 1204-12.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.