Læknablaðið - 15.12.1999, Qupperneq 58
988
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Umræða og fréttir
Læknafélag Reykjavíkur 90 ára
Undanfarnar vikur hefur
þess verið minnst á margvís-
legan hátt að Læknafélag
Reykjavíkur varð 90 ára þann
18. október síðastliðinn. í
októberhefti Læknablaðsins
stiklaði Arni Björnsson á
stóru í sögu félagsins auk þess
sem birtar voru myndir af öll-
um formönnum LR frá upp-
hafi. Þá ritaði formaður LR,
Ólafur Þór Ævarsson, rit-
stjórnargrein í blaðið í tilefni
afmælisins.
Stjórn LR beindi einnig
sjónum út á við og efndi til
viðamikilla fræðslufunda fyrir
almenning um ýmislegt það er
tengist heilsu og heilsufars-
vandamálum. Fundirnir voru
haldnir í húsnæði læknasam-
takanna í Hlíðasmára 8 og
voru vel sóttir. Fjallað var um
vefjagigt og síþreytu, reyking-
ar og æðaskemmdir, skaðleg
áhrif sólargeisla, heilabilun og
önnur geðræn vandamál hjá
öldruðum, mengun og lungna-
sjúkdóma, tíðahvörf og breyt-
ingaskeið kvenna og offítu og
leiðir til megrunar. Greinilegt
var að fólk kunni vel að meta
þessa nýbreytni í starfi félags-
ins.
Afmælisveislunni lauk síð-
an með lista- og menningar-
degi sem haldinn var laugar-
daginn 20. nóvember í Sókn-
arsalnum í Skipholti. Umsjón
með menningardagskránni
höfðu þau Hákon Hákonar-
son, Runólfur Pálsson, Sigríð-
Magnús Jóhannsson við smíðaverk sitt Virginall, sem er nákvœm
eftirlíking af ítölsku 17. aldar liljóðfœri. Smíði hljóðfœrisins stóð yfir
í 10 ár og mun hafa tekið Magnús um 1800 klukkustundir. Eiginkona
Magnúsar, Elín Guðmundsdóttir, lék fyrir gesti á hljóðfœrið.
ur Dóra Magnúsdóttir
og Þórólfur Guðna-
son. Þarna gat að líta
og heyra fjölbreyti-
legustu afurðir úr frí-
stundastarfi lækna og
maka þeirra. Mynd-
list af ýmsum toga,
útskurður, vefnaður,
smíðagripir, jafnvel
heilu hljóðfærin, tón-
list leikin og sungin
auk hins talaða máls.
Áður en formaður
LR Ólafur Þór Ævars-
son setti veisluna lék
Haukur Heiðar Ing-
ólfsson af fingrum fram.
Veislunni lauk um kvöldið
með borðhaldi og þótti mönn-
um afmælisbamið hafa staðið
sig allvel, miðað við aldur.
Stjórn Lœknafélags Reykjavíkur býður
gesti velkomna til kvöldfagnaðar, frá
vinstri talið: Runólfur Pálsson, Margrét
Georgsdóttir og Ólafur Þór Ævarsson.
-bþ-
Ljósm.: Inga Sólveig
Friðjónsdóttir.