Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1999, Page 61

Læknablaðið - 15.12.1999, Page 61
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 991 „Hvorki pyntingar né sársaukinn sem heltekur líkama minn munu þagga niður í mér ... En þögnin sem þú viðheldur mun hægt og hljótt uppræta mig að eilífu.“ People Against Torture, Kenya „Frelsi frá pyntingum eru grundvallarmannréttindi.“ Inge Genefke „Rannsóknir á fórnarlömbunt pyntinga hafa sýnt fram á mikið þunglyndi og kvíða. Streituröskun eftir áfall (Post Traumatic Stress Disorder - PTSD) og persónubreytingar eft- ir hræðilega lífsreynslu eru skildgreind sem beinar afleiðing- ar pyntinga í skilgreiningu ICD 10 á geð- og atferlisröskun- um. (F-62 varanlegar persónubreytingar sem ekki eru af völd- um heilaskaða og -sjúkdóms.) Við verðum að undirstrika að hvað pyntingar varðar er ekki unnt að aðgreina sálræn einkenni frá árásunum á líkamann og hugann - jafnvel eftir að sýnileg ör eða merki hafa horfið.“ Delon Human, Inge Genefke. Joint statement on how to diagnose torture victims. Torture 1999; 9:83. legum aðferðum öllu í senn. Frumkvöðlarnir í baráttu gegn pyntingum skilgreindu ekki aðeins afleiðingar pyntinga heldur einnig markmiðið með þeim og hverjir eru í áhættu- hópi, hverjir eiga helst á hættu að lenda í höndum pyntara og hvers vegna. Pyntingum er ekki beitt á tilviljanakenndan hátt, þær eru skipulagt valdatæki stjórn- valda. Þeir sem fyrstir verða fyrir barðinu á pynturum ein- ræðisstjórnkerfa eru einstak- lingar sem berjast fyrir al- mennum inannréttindum, svo sem félagafrelsi og málfrelsi. Vinnubrögð pyntaranna eru ekki heldur tilviljanakennd. Pyntarar eru valdir af kost- gæfni, þeir eru sérþjálfaðir og læra fljótt hver af öðrum. Að vera pyntari er ákveðin starfs- grein. Teikningar þeirra sem lent hafa í klóm pyntara sýna að aðferðirnar eru einkennilega keimlíkar hvort heldur þeim hefur verið beitt í Suður-, Mið- eða Norður-Ameríku, Evrópu, Asíu eða Afríku. Niðurstöður kannana ineðal flóttamanna sem leitað hafa hælis í Skandinavíu sýna að 20-30% þeirra hafa verið pyntaðir í heimalöndunum. Þessir einstaklingar þarfnast sérhæfðrar, skipulagðrar að- stoðar til þess að komast út úr vítahring afleiðinga pyntinga sem eru bæði líkamlegar, sál- rænar og félagslegar. En það er samt hægt að hjálpa þeim út úr vítahringn- um. Starf litla læknahópsins danska sem nú hefur breiðst um allan heim hefur sýnt það og sannað. Mikilvægast af öllu í barátt- unni gegn pyntingum er samt umtalið, að brjóta niður þagn- armúrinn sem viðheldur pynt- ingunum, að afhjúpa þau stjómvöld sem byggja vald sitt meðal annars á pynting- um: að þola ekki að pyntingar viðgangist, það er málið. -bþ- HEIMILDIR: Torture: never more 26 June. Copenhag- en: IRCT; 1998. Torture 1999; 9: no. 3. Victims of torture. IRCT; 1999 Athugið að beinn sími Læknablaðsins „564 4104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.