Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1999, Page 66

Læknablaðið - 15.12.1999, Page 66
996 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Heilbrigðistækni í örum vexti Össur hf. Náið samstarf við lækna er afar mikilvægur þáttur í þróun fyrirtækisins - segja þeir Gunnar Skúlason og Hilmar Bragi Janusson Læknablaðið hóf í nóvember umfjöllun um starfsemi fyrirtækja í heilbrigðisgeiranum og heldur henni nú áfram. Sjónarhornið er þátttaka Iækna í þróun og starf- semi fyrirtækja sem að verulegu leyti byggjast á læknis- fræðilegri þekkingu eða starfi lækna. Nú er röðin komin að sjálfu stórveldinu á sviði heilbrigðistækni hér á landi, stoðtækjafyrirtækinu Össuri hf. Gunnar Skúlason (til vinstri) og Hilmar Bragi Janusson með fram- leiðsluvörur Össurar. Stoðtækjafyrirtækið Öss- ur hf. er eitt þeirra fyrir- tækja sem hefur náð umtals- verðum árangri á alþjóða- vettvangi með tækninýjung- ar sem eiga uppruna sinn í þörfum heilbrigðiskerfisins. Flaggskip fyrirtækisins er sílikonhulsa fyrir gervilimi sem hefur bætt til muna stöðu þeirra sem verða fyrir aflimun og möguleika þeirra á að geta lifað venjulegu lífi í samfélaginu þrátt fyrir fötl- un sína. Össur verður að teljast fremur rótgróið fyrirtæki á ís- lenskan mælikvarða því það var stofnað árið 1971 af Öss- uri Kristinssyni stoðtækja- fræðingi í samvinnu við nokk- ur samtök fatlaðra. Arið 1984 keypti fjölskylda Össurar öll hlutabréfin og á síðasta áratug hefur fyrirtækið breyst úr litlu stoðtækjaverkstæði í hátækni- fyrirtæki á alþjóðamarkaði. Starfsmenn eru um 125 tals- ins, þar af 110 hér á landi en aðrir starfsmenn eru á sölu- skrifstofum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þótt Össur hf. hafi haslað sér völl á heilbrigðissviði hef- ur fyrirtækið aldrei haft lækni sem fastráðinn starfsmann. Það mun þó fljótlega breytast ef marka má tvo af framá- mönnum fyrirtækisins sem Læknablaðið hitti að máli á dögunum í höfuðstöðvunum að Grjóthálsi 5 í Reykjavík. Þeir Hilmar Bragi Janusson þróunarstjóri og Gunnar Skúlason forstöðumaður inn- anlandsdeildar sögðu að fyrir- tækið hefði alla tíð haft náið samstarf við lækna og að það væri afar mikilvægt fyrir þró- un þess. Læknar í lykilhlutverki „Við höfum alltaf starfað náið með læknum að ýmsum þróunarverkefnum, bæði hér á landi en þó aðallega erlendis. Mest höfum við unnið að slík- um verkefnum með læknum í Svíþjóð og þá sérstaklega við háskólana í Hasleholm/Kristi- anstad og Jönköping, en einn- ig í Danmörku, Bretlandi og Bandarikjunum. Nú er að hefjast rannsókn í Hollandi þar sem læknir sem tilnefndur er af hollenska ríkinu hefur

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.