Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1999, Síða 66

Læknablaðið - 15.12.1999, Síða 66
996 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Heilbrigðistækni í örum vexti Össur hf. Náið samstarf við lækna er afar mikilvægur þáttur í þróun fyrirtækisins - segja þeir Gunnar Skúlason og Hilmar Bragi Janusson Læknablaðið hóf í nóvember umfjöllun um starfsemi fyrirtækja í heilbrigðisgeiranum og heldur henni nú áfram. Sjónarhornið er þátttaka Iækna í þróun og starf- semi fyrirtækja sem að verulegu leyti byggjast á læknis- fræðilegri þekkingu eða starfi lækna. Nú er röðin komin að sjálfu stórveldinu á sviði heilbrigðistækni hér á landi, stoðtækjafyrirtækinu Össuri hf. Gunnar Skúlason (til vinstri) og Hilmar Bragi Janusson með fram- leiðsluvörur Össurar. Stoðtækjafyrirtækið Öss- ur hf. er eitt þeirra fyrir- tækja sem hefur náð umtals- verðum árangri á alþjóða- vettvangi með tækninýjung- ar sem eiga uppruna sinn í þörfum heilbrigðiskerfisins. Flaggskip fyrirtækisins er sílikonhulsa fyrir gervilimi sem hefur bætt til muna stöðu þeirra sem verða fyrir aflimun og möguleika þeirra á að geta lifað venjulegu lífi í samfélaginu þrátt fyrir fötl- un sína. Össur verður að teljast fremur rótgróið fyrirtæki á ís- lenskan mælikvarða því það var stofnað árið 1971 af Öss- uri Kristinssyni stoðtækja- fræðingi í samvinnu við nokk- ur samtök fatlaðra. Arið 1984 keypti fjölskylda Össurar öll hlutabréfin og á síðasta áratug hefur fyrirtækið breyst úr litlu stoðtækjaverkstæði í hátækni- fyrirtæki á alþjóðamarkaði. Starfsmenn eru um 125 tals- ins, þar af 110 hér á landi en aðrir starfsmenn eru á sölu- skrifstofum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þótt Össur hf. hafi haslað sér völl á heilbrigðissviði hef- ur fyrirtækið aldrei haft lækni sem fastráðinn starfsmann. Það mun þó fljótlega breytast ef marka má tvo af framá- mönnum fyrirtækisins sem Læknablaðið hitti að máli á dögunum í höfuðstöðvunum að Grjóthálsi 5 í Reykjavík. Þeir Hilmar Bragi Janusson þróunarstjóri og Gunnar Skúlason forstöðumaður inn- anlandsdeildar sögðu að fyrir- tækið hefði alla tíð haft náið samstarf við lækna og að það væri afar mikilvægt fyrir þró- un þess. Læknar í lykilhlutverki „Við höfum alltaf starfað náið með læknum að ýmsum þróunarverkefnum, bæði hér á landi en þó aðallega erlendis. Mest höfum við unnið að slík- um verkefnum með læknum í Svíþjóð og þá sérstaklega við háskólana í Hasleholm/Kristi- anstad og Jönköping, en einn- ig í Danmörku, Bretlandi og Bandarikjunum. Nú er að hefjast rannsókn í Hollandi þar sem læknir sem tilnefndur er af hollenska ríkinu hefur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.