Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1999, Side 70

Læknablaðið - 15.12.1999, Side 70
998 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 / haust kom 50 manna hópur belgískra og hollenskra lœkna og stoðtœkjafrœðinga í heimsókn til að kynna sér starfsemi Össurar hf, auk þess sem þeir hlýddu á fyrirlestra tim þœr lausnir sem fyrirtœkið hefur þróað. legt með læknastéttinni að það er í langflestum tilvikum milliliður á milli þeirra og notenda tækjanna. Svo til alls staðar í heiminum tekur ríkið eða aðrar opinberar stofnanir þátt í kostnaði við stoðtæki, mismikinn að vísu. Þeir Gunnar og Hilmar segja það með ólíkindum hversu mikill munur er á skipulagi heil- brigðiskerfisins í hinum ýmsu löndum. Hvarvetna þurfa framleiðendur stoðtækja að afla tækjum sínum viðurkenn- ingar stjórnvalda og þar sé sinn háttur hafður á í hverju landi. Þeir nefna dæmi af skipu- lagi mála í Svíþjóð en þar er stoðtækjaframleiðendum út- hlutað ákveðnum svæðum eða lénum þar sem þeir hafa einka- rétt á að starfa. Verkstæðin og þjónustan er þá inni á sjúkra- húsunum eða í nánum tengsl- um við þau þótt um einka- rekstur sé að ræða. „Hér á landi störfum við hins vegar í samkeppnisum- hverfi,“ segir Gunnar. „Við þurfum að keppa við önnur fyrirtæki um verkefni fyrir heil- brigðisstofnanir sem bjóða þau út. Þetta hefur áhrif á samstarf okkar við lækna því þeir eiga erfiðara með að bindast einu ákveðnu fyrirtæki og taka upp fast samstarf við það, slíkt telst beinlínis óeðlilegt. I næsta útboði getur verið að annað fyrirtæki fái verkefnið.“ Hilmar bætir því við að þetta geti hal't áhrif á samfell- una í þjónustunni við notend- ur, þar hafi sænska kerfið vinn- inginn. A hinn bóginn þýði þetta að fyrirtækin hér á landi þurfi að vera vakandi og fylgj- ast vel með þróuninni til þess að eiga möguleika í sam- keppninni. Nýtum sérhæfínguna betur Það er á þeim að heyra að hér á landi þurfi að bæta skipulag endurhæfmgar. Það hafi raunar staðið til um nokk- urt skeið að koma á fót lands- miðstöð endurhæfmgar og að þeir bíði eftir að það verði að veruleika. „Það hefði verið okkur styrkur í þróunarstarf- inu ef kerfið hefði verið virk- ara. Fyrir vikið höfum við þurft að leita meira til annarra landa eftir sérfræðiþekkingu,“ segir Hilmar. Þeir segja líka að skortur á skipulagi komi í veg fyrir að sérhæfing lækna nýtist sem skyldi. „Sérhæfingin hefur verið að aukast mikið í lækna- vísindum og margir læknar hafa kosið að sérhæfa sig á sviði bæklunarskurðlækninga og þess sem kallað hefur verið „bio-mekanik“. Við finnum fyrir auknum áhuga lækna á þessum greinum. En á hinn bóginn söknum við þess að þessum aðgerðum sé ekki beint inn á ákveðna staði þannig að sömu mennimir annist þær sem flestar. Fyrir vikið dreifast þær of mikið og sérhæfingin nýtist ekki,“ segir Hilmar. Þeir taka fram í lokin að samstarf Össurar hf. við lækna hafi alla tíð verið mjög gott og að áhugi lækna hafi aukist á framleiðslu og þjón- ustu fyrirtækisins. „Áður var þetta þannig að við leituðum til þeirra en nú leita þeir til okkar í æ ríkari mæli,“ segja þeir og bæta því við að hér á landi séu til læknar sem eru í fremstu röð í sinni grein og við þá sé gott og ánægjulegt að eiga samskipti. -ÞH

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.