Læknablaðið - 15.12.1999, Síða 76
1004
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Klínískar leiðbeiningar
Tillögur Fagráðs Læknafélags íslands
Fagráð Læknafélags ís-
lands hefur undanfarið fjallað
um gerð klínískra leiðbein-
inga. Fagráðið hefur sett sig í
samband við sérgreinafélög
læknafélaganna og óskað eftir
hugmyndum þeirra og sam-
starfi. Mikilvægt er að
Læknafélag Islands hafi frum-
kvæði og sé virkur þátttakandi
í þessu máli. Þar sem verkefni
það sem hér um ræðir verður
óhjákvæmilega stórt í sniðum
verður að fjármagna það og
veita því fast heimili til lengri
tíma. Fagráðið telur að land-
læknisembættið geti verið
ákjósanlegur samstarfsvett-
vangur í þessum málum, en að
heilsugæsla, sérfræðingar og
sjúkrahús hafi einnig öfluga
aðila er vinni að framgangi
málsins. Hér á eftir fylgja
hugmyndir fagráðsins um
hvernig gerð klínískra leið-
beininga verði best fyrir kom-
ið í framtíðinni. Hugmyndir
þessar voru kynntar á fræðslu-
fundi LÍ þann 9. janúar 1999,
formannaráðstefnu læknafé-
laganna 15. júní 1999 og á
aðalfundi LÍ 8. október síðast-
liðinn. Jafnframt hafa þær
verið kynntar stjórn LÍ, skrif-
stofustjóra Heilbrigðisráðu-
neytisins, formönnum lækna-
ráða sjúkrahúsanna, auk þess
sem þær hafa verið ræddar á
sérstökum fundi með núver-
andi landlækni.
Tillögur um
framtíðarskipulag á
gerð klínískra
leiðbeininga
Landlæknisembættið stofni
svið sem hefði yfirumsjón
með gerð klínískra leiðbein-
inga. Þar verði læknir í fullu
starfí, en honum til aðstoðar
verði bókasafnsfræðingur og
aðferðafræðingur.
* Leitað verði til heilsugæsl-
unnar og sérgreinafélag-
anna um tilnefningu full-
trúa sem ynnu að gerð leið-
beininganna. Með því er
lögð áherslu á mikilvægi
þess að þeir sem koma til
með að vinna með leiðbein-
ingarnar komi að gerð
þeirra.
* Mikilvægt er að þeir sem
taka að sér gerð leiðbein-
inganna fái laun fyrir störf
sín.
* Gerð verði tímaáætlun um
samantekt og samningu
leiðbeininganna, kynningu,
eftirlit og endurmat. Fram
fari endurskoðun á leið-
beiningunum með reglu-
legu millibili.
* Innleiðsla leiðbeininganna
byggist á því að þeim yrði
dreift til allra heilsugæslu-
stöðva, sem og sjúkrahúsa
og sérfræðinga eftir því
sem við á. Jafnframt yrðu
þær aðgengilegar á vefsíðu.
Yrðu þær þannig alltaf að-
gengilegar og auðvelt að
gera breytingar.
* Meta þarf árangur leiðbein-
inganna reglulega. Kanna
þarf hvort raunverulega sé
unnið eftir þeim og að þær
skili því sem til var ætlast.
* Til greina kemur að sam-
vinna verði við gæðaráð
sjúkrahúsa og heilsugæslu-
stöðva um gerð, innleiðslu,
eftirlit og endurskoðun
leiðbeininganna.
* Leggur Fagráðið til að yfir
þessu heildarverkefni verði
einhvers konar stýrihópur
eða samstjórn, með til
dæmis tveimur fulltrúum
landlæknis, einum fulltrúa
frá Tryggingastofnun ríkis-
ins og tveimur fulltrúum frá
LÍ.
* Hlutverk Fagráðs LÍ verði
fyrst og fremst að vera ráð-
gefandi aðili.
18. október 1999
Pálmi V. Jónsson formaður
Jóhann Agúst Sigurðsson
Sigðurður Olafsson
Þorvarður R. Hálfdánarson
Þórður Þórkelsson