Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1999, Side 83

Læknablaðið - 15.12.1999, Side 83
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 1009 Ársþing Skurðlæknafélags íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags íslands árið 2000 verður haldið á Hótel Sögu fimmtudaginn 6. og föstudaginn 7. apríl. Ágrip erinda berist fyrir 1. febrúar 2000. Þau ágrip sem samþykkt verða af vísindanefnd félaganna til flutnings á þinginu verða birt í Læknablaðinu. Ágripin skulu send með tölvupósti sem viðhengi til Gunnhildar Jóhannsdóttur, sjá netfang að neðan. Ágrip sem ekki er unnt að senda þannig skulu send á disklingi til ritara þingsins. Við lok þingsins verða verðlaun afhent fyrir bestu erindin eins og veriö hefur. • Eftirtalin atriði komi fram í þeirri röð sem hér segir: Titill ágrips, nöfn og vinnustaður höfunda, inngangur, efniviður og aðferðir, niðurstöður og ályktanir. • Nafn flytjanda skal feitletrað. • Hámarkslengd ágripa er 1800 letureiningar (characters). • Höfundar skulu láta þess skýrt getið hvaða útbúnað í fundarsal þeir óska eftir að nota við flutning erindisins. Nánari upplýsingar um þingið veita: Hannes Petersen Sjúkrahúsi Reykjavíkur Eiríkur Jónsson Sjúkrahúsi Reykjavíkur Helgi H. Sigurðsson Landspítalanum Þorsteinn Jóhannesson Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði Aðalbjörn Þorsteinsson Landspítalanum Felix Valsson Landspítalanum Sveinn Geir Einarsson St. Jósefsspítala, Hafnarfirði Einar Einarsson Lækningu, Lágmúla Ritari þingsins er Gunnhildur Jóhannsdóttir, handlækningadeild Landspítalans, sími: 560 1330, bréfsími: 560 1329, netfang: gunnhild@rsp.is Heilsustofnun NLFÍ Læknir óskast til afleysinga Læknir óskast til starfa við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Um er að ræða 12 mánaða afleysingastöðu sérfræðings sem möguleiki er að framlengja til lengri tíma. Æskilegt er að viðkomandi sé sérfræðingur í endurhæfingar-, hjarta-, gigt- eða taugalækningum. Þá gæti staðan verið tilvalin fyrir reyndan heimilislækni, sem vill breyta til um tíma, með áhuga eða reynslu í endurhæfingu og meðferð stoðkerfisvandamála. Heilsustofnun er staðsett í friðsælu og fallegu umhverfi. í stofnuninni er starfandi framsæk- ið teymi fagfólks sem notar það besta úr hefðbundinni læknisfræði og náttúrulækningum til endurhæfingar og forvarna gegn sjúkdómum. Vinnuandi er eins og best verður kosið. Staðan er laus eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar veitir Guðmundur Björnsson yfir- læknir í símum 483 0300 og 581 1821.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.