Læknablaðið - 15.12.1999, Page 84
1010
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI
Yfirlæknar
Lausar eru til umsóknar tvær stöður yfirlækna við svæfinga- og gjörgæsludeild. Störfunum
fylgir vaktaskylda og þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta.
Góð vinnuaðstaða og tækjakostur eru á svæfinga- og gjörgæsludeild. Framkvæmdar eru
3.500 skurðaðgerðir á ári að meðaltali. Deildin veitir einnig þjónustu við verkjameðferð við
fæðingar og vegna langvarandi verkja. Á gjörgæsludeild eru um 450 innlagnir á ári að með-
altali. Deildin hefur einnig umsjón með vöknun. Starfinu fylgir umsjón með daglegum rekstri
á gjörgæsludeild, eftirlit með tækjabúnaði og skráningakerfi deildarinnar og kennsla og
þjálfun heilbrigðisstarfsfólks innan sjúkrahússins.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum sjúkrahúslækna. Nánari upplýsingar gefur
Girish Hirlekar, yfirlæknir svæfinga- og gjörgæsludeiidar í síma 463 0100.
Umsóknir ásamt upplýsingum um námsferil, fyrri störf og reynslu í kennslu og vísindastörf-
um, sendist á þar til gerðum eyðublöðum í tvíriti til Þorvaldar Ingvarssonar, framkvæmda-
stjóra lækninga, fyrir 20. desember næstkomandi.
Öllum umsóknum um störfin verður svarað.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
- reyklaus vinnustaður -
Heimasíða
Læknafélags
Islands
http://www. icemed. is
Á heimasíðu Læknafélags íslands er meðal annars að finna upplýsingar um
stjórn LÍ og heiðursfélaga, lög félagsins, Codex Ethicus, ýmis önnur lög og
reglugerðir er lækna varðar, samning sjúkrahúslækna, úrskurð Kjaranefnd-
ar, gjaldskrá heilsugæslulækna, starfsemi skrifstofu LÍ, sérgreina- og
svæðafélög lækna, Læknablaðið, læknavefinn, læknaskrár, Fræðslustofnun
lækna, Orlofsnefnd læknafélaganna, Lífeyrissjóð lækna auk þess sem vísað
er í margvíslegar tengingar á netinu sem geta komið sér vel.