Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Síða 27
DV Helgarblað Föstudagur 11. maí 2007 27 arðaloforðum með öllum þeim samningum sem hafa verið undir- ritaðir frá áramótum,“ bendir hún á. „Auðvitað allt með fyrirvara um samþykki Alþingis, en það er búið að skuldbinda næstu ríkisstjórn mikið. Ég er mjög sátt við að vera að hætta í stjórnmálum og það er nota- legt að hætta sáttur. Samfylkingin er á góðu róli, er komin til að vera og í mínu kjördæmi eru afburða ein- staklingar sem ég hef mikla trú á. Björgvin og Lúðvík með reynsluna, Róbert og Guðný fersk og flott.“ Þegar Margrét talar um alþingis- menn segir hún alltaf „við“ en ekki „þeir“. Þar sem hún hefur afgerandi skoðanir á því hvernig breyta má viðhorfi almennings til þingsins liggur beinast við að spyrja hana hvort hún hafi ef til vill hugsað sér að gerast markaðsstjóri Alþingis? „Nei, ekki aldeilis!“ svarar hún. „Þá hefði ég verið þingmaður áfram og sótt um að verða forseti þings- ins. Það er mjög langt í að ég fari á eftirlaun og þótt biðlaun alþingis- manns séu vissulega betri en marg- ur verkamaðurinn hefur, þá hyggst ég ekki vera á þeim heldur fara út á vinnumarkaðinn. Mig langar að takast á við eitthvað sem er krefj- andi. Heilbrigðismálin hafa heill- að mig sem og fangelsismálavinna með börn og unglinga.“ „Mér finnst gaman að öllu kynn- ingarstarfi þannig að tækifærin eru óteljandi. Mér hefur dottið í hug að opna ráðgjafarstofu og aðstoða fólk við hvernig á að komast gegnum kerfið, enda þekki ég vel til þeirra mála eftir störf mín sem alþingis- maður. En ég kvíði ekki framtíðinni. Ef mér bjóðast ekki verkefni þá bý ég þau til. Mér leiðist aldrei.“ Margrét Frímannsdóttir er mik- il manneskja. Burtséð frá hvar fólk stendur í pólitík er alveg víst að margir munu sakna hennar af Alþingi, jafnt almenningur sem starfsfólk þingsins, sem flutti henni kveðjusöng á Stokkseyri. „Þau höfðu breytt textanum við Braggablús og sungu til mín Möggublús. Málverkið sem þau gáfu mér heitir „Byr undir báða vængi“ og svo gáfu þau mér ynd- islega plöntu. Og nei, ég gat ekki haldið aftur af tárunum. En það eru hins vegar ekki tíðindi þótt ég tár- ist. Ég græt ef ég sé eitthvað fallegt eða horfi á sorglega bíómynd... Ég er tilfinningavella!“ annakristine@dv.is „Það er alveg ljóst að Alþingi þarf að draga úr neikvæðu umræðunni, opna jafnvel störf þingsins þannig að fólk geti fylgst með nefndarfundum nema þegar fjallað er um mál sem varða einstaklinga eða önnur trúnaðarmál.” Fædd í Reykjavík 29. maí 1954. Kjörforeldrar: Frí- mann Sigurðsson (f. 20. okt. 1916, d. 5. apríl 1992) yf- irfangavörður á Litla-Hrauni og Anna Pálmey Hjart- ardóttir (f. 29. jan. 1910) húsmóðir, amma Margrétar. Foreldrar: Hannes Þór Ólafsson (f. 22. febr. 1931, d. 29. maí 1982) og Áslaug Sæunn Sæmundsdóttir (f. 22. ágúst 1936). Fyrrverandi eiginmaður (3. júní 1972) Baldur Birg- isson (f. 30. ágúst 1952) skipstjóri. Þau skildu. Börn Margrétar og Baldurs: Áslaug Hanna (1972), Frímann Birgir (1974). Eiginmaður (12. ágúst 1990) Jón Gunnar Ottósson (f. 27. nóv. 1950) náttúrufræðingur, forstjóri Náttúru- fræðistofnunar Íslands. Stjúpbörn Margrétar og börn Jóns Gunnars: Auður (1973), Rannveig (1978), Ari Klængur (1980). Margrét lauk gagnfræðaprófi og landsprófi frá Gagnfræðaskóla Selfoss. Auk þess stundaði hún nám í öldungadeild Fjölbrautaskóla Suðurlands. Störf hjá Hraðfrystihúsi Stokkseyrar, verslunarstörf. Kennari við grunnskóla Stokkseyrar, leiðbeinandi við félags- málaskóla UMFÍ. Stjórnmálaferill: Alþingismaður Suðurlandskjördæmis 1987-2003 (Alþýðubandalag og Samfylking), alþingismaður Suðurkjördæmis síðan 2003 (Samfylking). Varaþingmaður Suðurlandskjördæmis frá í októb- er 1983 og frá október 1984 til janúar 1985. Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1988- 1992. Formaður þingflokks Samfylkingarinnar 2004- 2006. Fjárlaganefnd 1991-1995 og 2001-2003, heilbrigðis- og trygginganefnd 1993-1995 og 1996-1998 og 2001- 2004, landbúnaðarnefnd 1995-1996 og 2005-2006, menntamálanefnd 1995-1996, utanríkismálanefnd 1996-2000 (varformaður 1996-1998), umhverfisnefnd 1998-1999, efnahags- og viðskiptanefnd 1999-2001, félagsmálanefnd 2003-2004, sérnefnd um stjórnar- skrármál 2005-2006. Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 1996-2004 og 2005-, Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 1991-1999, Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2003- 2004. Oddviti Stokkseyrarhrepps 1982-1990. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1988-1990. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1989 og 1990. Í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna 1993-1995. Í stjórn og formaður kjördæmisráðs Alþýðubanda- lagsins á Suðurlandi. Í stjórn Alþýðubandalagsins 1983-1987. Formaður Alþýðubandalagsins 1995 fram að stofn- un Samfylkingarinnar. Talsmaður Samfylkingarinnar í kosningunum 1999. Varaformaður Samfylkingarinnar 2000-2003. Margrét Sæunn FríMannSdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.