Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Blaðsíða 5

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Blaðsíða 5
3 Bjarni Jónsson HÁTÍÐARRÆÐA Á 75 ÁRA AFMÆLI ST. JÓSEFS- SPÍTAIA, LANDAKOTI, 16 OKTÓBER 1977. Herra forseti Íslands, virðulega forsetafrú, Góðir gestir. Ef þú sinnir þvi smáa eins og það væri stórt, mun þér hlotnast sú náð að ráða því stóra eins og það væri smátt. Á þessum 16. degi októbermánaðar minn- umst vér þess, að á þeim degi fyrir 75 árum var vígður spítali í Landakoti. Systur af reglu heilags Jósefs reistu þann spítala og ráku fram að árslokum næstliðnum og enn hafa þær að nokkru hönd í bagga. háttur systranna í heilbrigðismálum íslend- inga er stór. Enn hefur enginn hópur af jafnri stærð lagt eins mikið af mörkum til spítala- rcksturs á þessu landi. Vantar þar mikið á og verður það afrek væntanlega seint jafnað. Það er upphaf þessa máls, að 1896 komu fjórar reglusystur til Reykjavíkur í þeim til- gangi að sinna sjúkum. Þær lögðu frá Kaup- inhöfn þ. 14. júlí og tóku land hér þ. 24. sama mánaðar. Stunduðu þær heimahjúkrun framan af og mun hafa verið ofarlega í huga þeirra að hjálpa holdsveikum. Rennir það stoðum undir þá skoðun, að á sama ári kom pater Jón Sveinsson, S.J., af stað fjársöfnun með ávarpi í frakkneskum blöðum og skyldi fónu varið til byggingar spítala fyrir holds- veika á íslandi. En þó þær byrjuðu á heima- hiúkrun gátu þær fljótlega skotið skjólshúsi yfir sjúklinga, en þó aðeins að sumri til. 1859 komu hingað til lands tveir prestar til þess að vera sálnahirðar franskra sjómanna, sem voru margir hér við land. Keypti ka- þólska kirkjan þá Landakotseignina og árið eftir reisti séra Bernhard þar kapellu. Dvald- ist hann stutt en séra Baldvin var hér í 15 ár. Kapellan, lágreist hús, var notuð til tíða- halds fram eftir ári 1897, en þá var byggð stærri kirkja austar í túninu og stóð hún þar þangað til 1929, að steinkirkjan reis, sem nú stendur á Landakotshæð. Þá var gamla kap- ellan rifin, en kirkjan frá 1897 flutt á grunn hennar og er nú æfingahús íþróttafélags Reykjavíkur. Á Antoniusdag 1897 — það gæti verið 13. júní — skrifar séra Johannes Frederiksen: ,,En ny Kirke er snart under Tag her i Reykjavík og den gamle Kirke er nödtörftigt indrettet til Sommerhospital". Hafa þá syst- urnar verið byrjaðar á spítalarekstri fyrir 80 árum, þó í smáum stíl væri. Áætlanir systranna um smíði holdsveikra- spítala urðu að engu, því danskir Oddfellow- ar urðu fyrri tii og gáfu landinu spítala, sem reistur var í Laugarnesi 1898 og stóð þar, þangað til hann brann á stríðsárunum í hönd- um setuliðsins. Systurnar lögðu ekki hendur í skaut, þó holdsveikir þyrftu ekki þeirra hjálp. Spítalamál landsins voru í ólestri og höfðu aldrei komist á neinn rekspöl, þótt læknar hefðu uppi raddir um þörf fyrir spítala og þöríin fyrir kennsluspítala yrði brýn eftir 1876, þegar læknaskóli var settur á stofn. Má segja, að síðari helming 19. aldar hafi cpítalamálin staðið í þófi. Læknar sóttu á, en valdstjórnin sat á höndum sér. Hóflega skulum vér nútímamenn áfellast ráðamenn þcirrar tíðar. Þjóðin var örsnauð og enginn skilningur á því, að læknisverk gætu skilað arði í beinhörðum peningum með færri veikindadögum, aukinni starfs- orku og lengdri æfi vinnandi manna. Árið 1901 var svo komið, að fyrir alþingi lá frumvarp um landsspítala með 24 rúmum og var áætlaður kostnaður 100 þúsund krón- ur. Ekki voru þingmenn á eitt sáttir. Þá barst þeim bréf frá St. Jósefssystrum. Buðust þær til þess að reisa spítala með 35 rúmum. Skyldi öllum læknum heimilt að stunda þar sjúklinga. Ættu allir að eiga þar athvarf án tillits til trúarskoðana og ekkert mvndi gert til þess að hafa áhrif á sjúklinga í þeim efnum. En því var þetta sagt skýrum orðum, að margir óttuðust þá pápísku. Skyldi spítalinn vera að öllum búnaði eftir kröfum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.