Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Síða 9

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Síða 9
7 Þegar systrum fækkaði var erfitt að fá hjúkrunarfólk. Hjúkrunarskólinn var of lítill, en orsakir þess skulu ekki raktar hér. Systurnar skiluðu tvöföldum vinnudegi við það, sem hjúkrunarfræðingum er nú ætlað og sumar meiru. Þær voru vinnufúsar og kvörtuðu aldrei, en mannlegum mætti eru sett takmörk. Hér varð að finna ráð. Hug- myndir höfðu komið fram um sjúkraliða og var Ragnheiður læknir Guðmundsdóttir upp- hafsmaður að þeim. Reim var fálega tekið af mörgum. En 1. október 1965 var hafin kennsla sjúkra- liða hér í spítalanum, bæði verkleg og bók- leg. Fljótlega urðu fleiri til þess að ganga í sporin og nú leikur ekki á tveim tungum, að ekki væri hægt að reka spítala landsins án þeirra. Það er ýmislegt fleira, sem þessi spítali hefur átt frumkvæði að og forgöngu um á þeim þremur aldarfjórðungum, sem liðn- ir eru síðan timburhúsið reis hér á hjáleigu frá Reykjavík, en ekki skal ég þreyta áheyr- endur með þeirri upptalningu. -----— • --------- Fyrsta priorinna St. Jósefssystra hér var systir Louise des Anges, franskrar ættar; hún hvarf héðan 1907. Þá tók við systir Victoria, hún var af þýsku bergi brotin, eins og flestar þær systur, sem hér hafa starfað. Hún var priorinna til 1919 og aftur frá 1924 og til dauðadags 1938. 1919—1924 var systir Gudula priorinna systranna. 1938 tók við systir Flaviana og gegndi þeim störfum þar til 1958. Þá tók við systir MiIdegard, sem enn er priorinna. Það hefur fallið í hennar hlut að veita forstöðu spítal- anum á þeim tíma, sem hann hefur tekið út mestan þroska, en jafnframt átt við mesta erfiðleika að etja og harðast í vök að verjast. Skurðstofur spítalans hafa lengst af verið burðarás hans. Þrjár systur hafa ráðið þar ríkjum í 75 ár: Systir Elisabeth, sem kom hingað 1897, veitti forstöðu skurðstofu til 1907. Þá tók við systir Matthildur og gegndi því starfi til 1942. Systir Gabrielle kom hing- að til lands 1937 og tók við skurðstofustjórn 1942. Hún hefur gegnt því starfi óslitið þar til á þessu ári. I hennar tíð hefur orðið bylt- ing í skurðstofuvinnu og aðgerðatækni, frá vinnu á einni stofu og upp í heila hæð. í upphafi hafði hún eina aðstoðarkonu en nú starfa 23 á skurðstofum spítalans, auk lækna og nema. Hún hefur vaxið með starfinu og aldrei var svo mikið lagt á grannar herðar hennar að hún ekki lyfti því. Ég skal ekki nefna fleiri nöfn, en allar eru mér systurnar minnisstæðar og þess verðugar að þeim væru gerð skil. En því verður auðna að ráða. Þegar minnst er afmælis spítalans má ekki láta lækna hans og þeirra starfs með öllu ógetið. Við spítalann hafa starfað frá upphafi til þessa dags alls 76 læknar auk kandidata og ungra manna í námsstöðum. I upphafi var öllum læknum opið að stunda hér sjúklinga og notuðu flestir læknar bæjarins sér af því, að einhverju leyti, en brátt urðu það fáir ein- ir, sem báru hitann og þungann af spítala- starfinu. Þar kom og að nýir tímar kröfðust þess, að læknar sérhæfðu sig til spítala- starfa og eftir 1932 hefur enginn læknir kom- ið að spííalanum, nema hann væri sérfróður í einhverri grein læknisfræðinnar. Voru þá rærri ícsknar við spítalann að tiltölu við sjúk- linga en voru framan af, en unnu þá um leið meira af starfi sínu innan veggja hússins og nú er svo komið, að allir læknar spítalans hafa spítalavinnu að aðalstarfi og raunar eina, því önnur vinna þeirra er svo nátengd spítalastarfinu, að ekki verður á milli greint. Er sú þróun góð og hefði mátt koma fyrr en raun varð á, en að það drógst var fyrir orsak- ir, som læknar réðu ekki við. í upphafi lagði hver læknir stund á allar greinar læknisfræðinnar. Hann gerði skurð- aðgerðir á sjúklingum sínum, fékkst við lyf- læknismeðferð, kvensjúkdóma og slys jöfn- um höndum, svo nokkuð sé nefnt. Smám saman komst á verkaskipting, sumir fengust við handlækningar, aðrir lyflækningar, meiri var skiptingin ekki framan af. Þetta hefur tekið miklum breytingum. Nú eru í spítalanum: Augndeild, Barnadeild, Handlæknisdeild og Lyflæknisdeild. Innan þessara deilda eru svo læknar með þrengri sérsvið, en samvinna milli allra lækna spítalans er mjög náin. Munu fáir sjúklingar vistaðir hér, svo að ekki skoði þá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.