Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Side 10

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Side 10
8 íleiri cn einn læknir. Það er liðin tið, að nokkur læknir ráði við öll svið læknisfræð- innar, samvinna og hópstarf er óumflýjanleg nauðsyn, ef sjúklingar eiga að fá þá þjónustu sem þeim ber. Nú vinna við spítalann 25 sérfræðingar og 9 ungir læknar í námsstöð- um, auk þeirra sérfræöinga utan sjúkrahúss- ins, sem kallaðir eru til ráðuneytis, þegar þurfa þykir. Auk þessara klinisku deilda eru svo stoð- deildir: Endurhæfingardeild, Gjörgæsludeild, Rannsóknadeild, Röntgendeild og Svæfingadeild. Ein er sú deild, sem vér höfum engan að- gang að, það er langlegudeild. Margt gamalt fólk kemur hingað bráðveikt, en þegar ráðið hefur verið við þann sjúk- dóm hefur það engan stað að fara á. Sumir sem slasasi' liggja lengi, en gætu verið á hjúkrunarheimili mest af legutímanum. Mun láta nærri, að hér séu oft um 20 slíkir sjúk- lingar. Meðallegudagafjöldi á sjúkling í spít- alanum er 14 dagar. Það þýðir, að liggi sjúk- lingur í eitt ár gætu 26 sjúklingar legið í hans rúmi, væri hægt að vista hann annars- staðar. Hefði spítalinn aðgang að langlegu- deild mætti taka við um það bil 500 fleiri bráðveikum sjúklingum á ári, en nú er unnt og legudagur á langlegudeild myndi kosta þjóðfélagið miklu minna. ------ © -------- Áður á tíð greiddu sjúklingar lækni sín- um fyrir vcrk hans. Voru þeir misjafniega búnir að standa straum af þeim kostnaði og mun innheimta margra lækna hafa tekið mið af því. 1936 voru almannaíryggingar lciddar í lög ó landi hér og tóku þá tryggingarnar við grciðsluskyldunni. Sjúkratryggingar eru óhjákvæmileg nauð- syn, ef allir ciga að njóta þeirrar þjónustu, som læknar geta veitt. Við þær framfarir scrn orðið hafa í læknisfræði á síðari tím- um er spítalavinna orðin svo dýr, að einung- is fáir auðmenn gætu veitt sér þann munað að lcggjast í sjúkrahús ef sjúklingar ættu að greiða fyrir það úr eigin vasa. Almannatrygg- ingar eiga að hafa það sjónarmið eitt að vcita meðlimum sínum þá bestu þjónustu, sem kostur er. Það hefur forráðaniönnum trygginga stundum gleymst allar götur frá því að sjúkratryggingar voru settar á á Þýska- landi á dögum jarnkanslarans. Það var þessi gleymska valdamanna, sem nærri hafði riðið spítalanum að fullu. Spítölum landsins var greitt ákveðið gjald á legudag. Það gjald nægði þeim hvergi nærri fyrir kostnaði. Ríki og sveitarfélög greiddu hallann af sínum stofnunum, en systurnar áttu enga leið í vasa skattborgarans. Þær hertu mittisólina, þær hertu hana inn að hrygg. Læknum á þessum spítala var þá greidd þóknun fyrir hvern dag, sem sjúklingur lá í spítalanum og þeir skiptu henni með sér. Þessi þóknun var miðuð við, að spítalavinn- an væri aukastarf, að læknarnir ynnu fyrir sér með heimilislækningum eða á annan hátt. Læknum á Landspítala voru hins vegar greidd föst laun, en ekki voru þau hærri en svo, að flestir þeirra stunduðu heimilislækningar jafnframt. Með vaxandi verðbólgu lækkuðu þessar greiðslur til Landakotsspítala og urðu ekki nema nafnið tómt. Spítalinn tók vaktir til jafns við aðra spítala borgarinnar en eng- ar greiðslur komu fyrir það. l-lversvegna lögðu systurnar ekki árar í bát þegar þær vissu aldrei hvort þær hefðu íil næsta máls? Af hverju hættu læknar ekki að nota mest af starfsorku sinni á spítalan- um, þegar þeir fengu ekki fyrir það greitt? Samstarf systra og lækna hefur alla tíð vcrið eins og best verður á kosið. Ég held, að læknar hafi alla þá tíð, sem ég þekki til, frekar litið á systurnar sem systur sínar en eins og óviðkomandi fólk, sem ynni við sömu stofnun. Þetta var líkt og fjölskylda eða ættbálkur, sem sneri bökuni saman, þegar að var sótt. Það vildi enginn fella flaggið. Ef skipið átti að sökkva þá skyldi fáninn vera við hún. Læknar spítalans greiddu um þessar mund- ir laun eins af þremur kandidötum, sem unnu við spítalann. Laun kandidata hækkuðu, greiðslur til lækna stóðu í stað og þar kom, að greiðslur til lækna við spítalann hrukku ekki fyrir einum kandidatslaunum. Þegar læknar þurftu að greiða fyrir að fá að vinna þar, þá sauð upp úr. Þá varð það úr árið 1965, að yfirvöld féllust á að standa undir halla- rekstri þessa spítala eins og annarra, en það skyldi koma á móti, að spítalinn greiddi læknum sínum laun.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.