Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Page 12
10
aðal þjóðhollra manna að hugsa fyrst um ai-
menningsheill.
Sé þetta haft að leiðarljósi, þá hef ég þá
von og þá trú, að stjórn spítalans ráði því
stóra eins og það væri smátt, að Landakots-
spítali eigi langa æfi fyrir höndum, að hann
standi nú við upphaf glæsilegrar þroska-
brautar.
HÁTÍÐARFYRIRLESTUR
1 tilefni 75 ára afmœlis St. Jósefsspítala, Landakoti bauð spítal-
inn prófessor R. Hermon Dowling hingað til þess aö halda fyrir-
lestur á einum hinna vikulegu frœðslufunda. Var fyrirlesturinn
mjög vel sóttur og hafði öllum lœknum á höfuðborgarsvœðinu verið
boðið að hlýða á fyrirlesturinn.
1 grein þeirri, sem hér fylgir á eftir hefir prófessor Dowling dregið
saman meginatriði fyrirlestursins.
Prófessor R. Hermon Dowling, M.D., F.R.C.P., lauk læknanámi við
Queen’s University í Belfast 1959 og breska lyflœknaprófinu 1962.
Eftir að hafa lokið upphafi sérnáms í Belfast starfaði hann um 10
ára skeið með prófessor C. C. Booth við Royal Postgraduate Medical
School (Hammersmith Hospital) í London. 1966—1968 starfaði
prófessor Doivling að rannsóknum með Dr. Donald Small og Prof-
essor Franz Ingelfinger við Boston University and Medical School.
Eftir það hóf hann aftur störf við Hammersmith Hospital þar til
hann var ráðinn til að setja á stofn méltingarfræðideild við Guy’s
Hospitál and Medical School 1974.
Hann varð prófessor árið 1975. Hann er höfundur fjölmargra vís-
indaritgerða í frœðigrein sinni og er þekktastur fyrir rannsóknir
sínar á mjógirnissjúkdómum og efnahvörfum gállsýru.