Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Page 19

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Page 19
17 Bjarni Jónsson DISCOGRAPHIA LUMBALIS. Verkur í mjóbaki er algengur, stundum fylgir honum þjótaugarverkur. Eftir að Mixter & Barr í Boston sýndu fram á, að fótarverkurinn getur orsakast af því að þófakjarni (nucleus pulposus) þrýstist inn í mænugang gegnum rifu á trefjabaug (annu- lus fibrosus) og þrýstir á taug, þá fóru margir að halda að vandinn væri leystur, að með aðgerð á hryggþófa mætti lækna bæði verk í baki og fæti. Því miður er málið ekki svo einfalt. „The underlying cause of low back pain is still not knovvn“, sagði Hirsch:i 1959 og má vera að aldrei sé ein orsök að verki, heldur samspil margra. Þetta er algengur kvilli. í Svíþjóð var gerð athugun á 2000 manns og höfðu 65 af hundraði bakverk. Enginn munur var þar á erfiðismönnum og hinum, sem stunduðu léttari störf (Hirsch3) Nachemson & Morris13 telja nægar stoð- ir renna undir þá skoðun, að verkir í mjóbaki og þjótaug stafi oftast af breyting- um í neðstu hryggþófum. Þó hrörnunar- breytingar verði í öllum hryggþófum þá komi verkir aðeins þar, sem mest mæðir á. Þeir mældu þrýsting í neðstu þófun- um og fundu meðal annars, að ef hryggjar- liðir voru festir saman að aftan (posterior fusion) var þrýstingur í þófunum á milli þeirra eftir festinguna, ennþá 70 af hundr- aði af því sem vera ætti, án festingar og er það hugsanleg skýring á því, að ekki lagast bakverkir alltaf við festingu þó um þófahrörnun sé að ræða. Sé þrýstingur aukinn i hryggþófa með því að dæla vökva inn í kjarnann, má stundum framkalla mjóbaksverk (Hirsch43), ef hrörnunarbreytingar eru í kjarnanum og getur það með öðru bent á, að bakverkur eigi oft eða oftast nær upptök sín í hryggþófa. Ef trefjabaugur er brostinn og hluti kjarnans kominn inn í mænugang, getur líka komið þjótaugar- verkur við innspýtinguna. Nú liggur í augum uppi, að þrýstingur á taug getur eða hlýtur að valda verkjum, sem svara til taugasvæðisins, en hvort þrýstingur á aðra hluti í mænugangi gætu orsakað líkan verk var ekki vitað. Fyrir því gerðu Smyth & Wright10 tilraunir á 37 sjúklingum, sem þeir skáru vegna rót- arverkja. Eftir að hafa létt af þrýstingi á taugina þræddu þeir þráðarlykkju undir hana og tóku báða enda út um sárið. Eins lögðu þeir lykkju í trefjarbaug, gulband, hryggtindaband og mænubast og fóru eins með endana. Þegar fótaverkurinn var horf- inn, og það var oftast fljótlega eftir aðgerð, toguðu þeir í lykkjurnar. Þegar togað var í taugina kom ætið sár fótaverkur eins og verið hafði. Þegar togað var í trefjabaug kom bakverkur, en tog í hinar lykkjurnar þrjár gaf ekki verki. Sýnist af þessu, að fótarverkur komi fyrir þrýsting á taug, en bakverkur vegna þrýst- ings á trefjabaug. En í þófakjarna eiga engir verkir upptök, því hann er tauga- laus (Hirsch4). Er þetta haft fyrir sann- indi hjá flestum ef ekki öllum, sem fást við aðgerðir á hrygg. Þjótaugarverkur orsakast væntanlega æ- tíð af þrýstingi á taugarót og oftast nær er um að kenna þófakjarna, sem hefur brotist inn í mænugang. En fleira getur valdið þrýstingnum. Hjá 842 sjúklingum fann Macnab11 að ekki var um að ræða hryggþófahlaup (disc herniation) í mænugangi hjá 68 þeirra — 8 af hundraði — sem allir höfðu ótvíræð einkenni um rótarþrýsting. Hjá 50 af þessum sjúklingum fundust aðrar ástæður fyrir rótarþrýstingnum: 1) Ögn úr þófakjarna hafði ýtst út í

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.