Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Qupperneq 19

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Qupperneq 19
17 Bjarni Jónsson DISCOGRAPHIA LUMBALIS. Verkur í mjóbaki er algengur, stundum fylgir honum þjótaugarverkur. Eftir að Mixter & Barr í Boston sýndu fram á, að fótarverkurinn getur orsakast af því að þófakjarni (nucleus pulposus) þrýstist inn í mænugang gegnum rifu á trefjabaug (annu- lus fibrosus) og þrýstir á taug, þá fóru margir að halda að vandinn væri leystur, að með aðgerð á hryggþófa mætti lækna bæði verk í baki og fæti. Því miður er málið ekki svo einfalt. „The underlying cause of low back pain is still not knovvn“, sagði Hirsch:i 1959 og má vera að aldrei sé ein orsök að verki, heldur samspil margra. Þetta er algengur kvilli. í Svíþjóð var gerð athugun á 2000 manns og höfðu 65 af hundraði bakverk. Enginn munur var þar á erfiðismönnum og hinum, sem stunduðu léttari störf (Hirsch3) Nachemson & Morris13 telja nægar stoð- ir renna undir þá skoðun, að verkir í mjóbaki og þjótaug stafi oftast af breyting- um í neðstu hryggþófum. Þó hrörnunar- breytingar verði í öllum hryggþófum þá komi verkir aðeins þar, sem mest mæðir á. Þeir mældu þrýsting í neðstu þófun- um og fundu meðal annars, að ef hryggjar- liðir voru festir saman að aftan (posterior fusion) var þrýstingur í þófunum á milli þeirra eftir festinguna, ennþá 70 af hundr- aði af því sem vera ætti, án festingar og er það hugsanleg skýring á því, að ekki lagast bakverkir alltaf við festingu þó um þófahrörnun sé að ræða. Sé þrýstingur aukinn i hryggþófa með því að dæla vökva inn í kjarnann, má stundum framkalla mjóbaksverk (Hirsch43), ef hrörnunarbreytingar eru í kjarnanum og getur það með öðru bent á, að bakverkur eigi oft eða oftast nær upptök sín í hryggþófa. Ef trefjabaugur er brostinn og hluti kjarnans kominn inn í mænugang, getur líka komið þjótaugar- verkur við innspýtinguna. Nú liggur í augum uppi, að þrýstingur á taug getur eða hlýtur að valda verkjum, sem svara til taugasvæðisins, en hvort þrýstingur á aðra hluti í mænugangi gætu orsakað líkan verk var ekki vitað. Fyrir því gerðu Smyth & Wright10 tilraunir á 37 sjúklingum, sem þeir skáru vegna rót- arverkja. Eftir að hafa létt af þrýstingi á taugina þræddu þeir þráðarlykkju undir hana og tóku báða enda út um sárið. Eins lögðu þeir lykkju í trefjarbaug, gulband, hryggtindaband og mænubast og fóru eins með endana. Þegar fótaverkurinn var horf- inn, og það var oftast fljótlega eftir aðgerð, toguðu þeir í lykkjurnar. Þegar togað var í taugina kom ætið sár fótaverkur eins og verið hafði. Þegar togað var í trefjabaug kom bakverkur, en tog í hinar lykkjurnar þrjár gaf ekki verki. Sýnist af þessu, að fótarverkur komi fyrir þrýsting á taug, en bakverkur vegna þrýst- ings á trefjabaug. En í þófakjarna eiga engir verkir upptök, því hann er tauga- laus (Hirsch4). Er þetta haft fyrir sann- indi hjá flestum ef ekki öllum, sem fást við aðgerðir á hrygg. Þjótaugarverkur orsakast væntanlega æ- tíð af þrýstingi á taugarót og oftast nær er um að kenna þófakjarna, sem hefur brotist inn í mænugang. En fleira getur valdið þrýstingnum. Hjá 842 sjúklingum fann Macnab11 að ekki var um að ræða hryggþófahlaup (disc herniation) í mænugangi hjá 68 þeirra — 8 af hundraði — sem allir höfðu ótvíræð einkenni um rótarþrýsting. Hjá 50 af þessum sjúklingum fundust aðrar ástæður fyrir rótarþrýstingnum: 1) Ögn úr þófakjarna hafði ýtst út í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.