Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Side 20

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Side 20
18 hryggjai'liðagatið (foi'amen intei'- vertebrale). 2) Liðbogarót þrýsti á rót. 3) Liðtindur (processus ai'ticularis) þrýsti á rót. 4) Þrengsli í mænugangi, m.a. orsökuð af beingarði (osteophyt), á brún hryggjai'liðs 5) Þófakjarni hafði pressast út úr þófa utan við liðgat. í 18 tilfellum fannst ekkert og voru þær aðgerðir flestar gerðar áður en hann hóf eins gagngera leit að rótarþrýstingi eins og síðar varð. Til viðbótar má nefna þrengt liðgat og stóra rótai'bláæð, sem fyllir út í gatið. Þrýsting á taug má oftast nær greina við skoðun. Ber þá hæst verkinn, en ekki er hann einhlítur til greiningar því fleira getur valdið líkum verkjum og skal ekki annað nefnt hér en blóðrásartruflanir í ganglim. Hafi þrýstingur staðið nokkurn tíma minnkar leiðni í tauginni. Kemur það fram sem skyntruflanir á húð, minnkun á vöðvakrafti og daufari sinaviðbrögð. Sé vandlega skoðað og boi'nir saman ganglim- ir, má langoftast greina þrýsting með skoð- un einni saman. En ekki verður af henni ráðið hvað veldur þrýstingnum. Af þeim sökum hafa menn leitað annarra ráða til þess að finna hvar þi'ýstingurinn er eða hvort um hann sé að ræða. Er þá langoft- ast leitað á náðir myelographiu, annað- hvort með Pantopaque og líkum efnum eða vatnsleysanlegum skuggagjöfum. Hafa vatnslevsanlegu efnin rutt sér mjög til rúms á Norðurlöndum, en verið lítt eða ekki notuð í Bandaríkjunum, svo mér sé kunnugt. Ekki getur m.velographia sýnt annað en fyi'irferðaraukningu og er sú fyrirferð að vísu langoftast þófahlaup í neðsta hluta lendahryggjar. Miög er misjafnt hve menn telja þessa rannsókn örugga. Hefi ég heyrt, að vatnsleysanleg efni gefi rétt svar í 99% tilfella. Þykir mér það æði ríflegt, ekki sist ef litið er á reynslu Macnab11 af þófa- hiauoi og þrýstingi á taugarót, en aðrir segja myelographiu gefa rétt svar frá 67% til 92% (Ford & Key1), og svíkur hún raun- ar á báða vegu, bæði að þófahlaup sést þar, sem það finnst ekki við aðgei'ð og ekkert sést þar, sem aðgerð leiðir það i ljós. Nú er myelographia ekki öldungis hættulaus. Þó geislalæknar og taugalæknar flestir telja hana saklausa, þá hefur verið lýst skúmsbólgu (arachnoiditis) og jafnvei þverlömun eftir þá rannsókn (Smith & Brown13, Hurteau & al.8 og Howland & al.T). Og sjálfum er mér í minni, svo fersku, eftir aldai'þriðjung, útlit á mænutagli (cauda equina) eftir joðmyelographiu, að ég hefi haft beyg af því alla tíð síðan að spýta ertandi efni inn í mænusekk. Hefi ég því aldrei notað myelographiu til grein- ingar á þjótaugaverk, nema að grunur hafi leikið á, að um æxli væri að ræða. Fyrir nærri þremur áratugum var byrj- að á annarri aðferð til þess að gera sér hugmynd um hryggþófa og þá sérstaklega kjai'nann (nucleus pulposus). Var það sænskur maður, Lindblom8 10, sem tók upp á að spýta skuggaefni inn í þófann. Ekki hefur þessi rannsóknaraðfei'ð náð almennri útbreiðslu, en þó liggja fyrir frá- sagnir af henni bæði með (Massie & Stevens1-) og móti (Holt°). Massie segir: ,,It was concluded that discography is highly informative and that it provides the surgeon with confidence in the knowledge of existing lesions not otherwise obtainable". Iiolt gerði discographiu á 30 sjálfboða- liðum í fangelsi á aldrinum 21 til 41 árs og hafði enginn af þeim kvartað um bak- verk. Hann fann hröi'nunarbi’eytingar í hi'yggþófa hjá 37 af hundraði af þeim og fannst þá ekki mikið til um þessa aðferð til þess að greina orsakir mjóbaksverkjar. Víst er það, að ekki er allur vandi leystur með discographiu. En þeir sem nota hana telja hana gott hjálparmeðal (Goldner2, Wiltse17 og Nordby14) og þó fleiri þófar sýni hrörnunarbreytingar en þeir, sem gefa einkenni, þá er hitt talið víst, að ef kjarni er eðlilegur þá er ekki um að ræða hlaup frá honum eða þrýsting. Og fyrir þá, sem fást við chemonucleolysis er disco- graphia ómissandi. Sumarið 1974 fylgdist ég um tíma með þeim aðgerðum hjá Dr. Huddlestone á1 Massachusetts General Hospital í Boston Þær voru þar á tilraunastigi og chymopa- pain ekki á mai'kaðnum. Veit ég ekki hvoi't

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.