Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Side 25

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Side 25
23 hryggtinda er merkt á sjúklinginn og sam- síða henni 8 cm til hægri er dregin önnur lína. í skyggningu eru föll þriggja neðstu hryggþófanna í mjóbaki merkt á sjúkling- inn. Ástungustaðirnir eru þar sem þessar þverlínur skera áðurnefnda línu 8 cm frá miðlínu. Smitgát er með sama hætti og tíð- kast við aðgerðir á skurðstofu (mynd 1). Við ástunguna er notuð Nordenströms nál, sem er 18,5 cm að lengd og 1 mm í ytra þvermál. Hún er örlítið grennri en nálar þær, sem Nordby notar. Fyrst er stungið á hryggþófanum L4-L5. Stungið er inn undir 45° horni við lóðrétt plan og fylgst með hreyfingu nálarinnar og legu hennar í sjónvarpi. Þegar nálin fer gegnum trefja- baug finnst greinileg mótstaða. Þessu næst er stungið á þófanum L5-S1. Nálinni er nu beint 45° ventralt og 30° caudalt. Að lok- um er stungið á þófanum L3-L4 á sama hátt og þófanum L4-L5. Áður en skugga- efni er sprautað inn, eru teknar myndir í 2 hornréttum plönum, til þess að ganga úr skugga um, að nálarnar liggi rétt. Meglumin Amidotrisoas (Angiografin) er notað sem skuggaefni. Megluminsam- bandið var valið af þeirri ástæðu að það veldur minni ertingu en natriumsamband- ið, sé því sprautað utan við æðar. Heil- brigður hryggþófi tekur ekki við meiru en Vz—1 ml af skuggaefni, en hrörnaður hryggþófi getur tekið nokkra ml.. Á deildinni hafa til þessa verið gerðar discografiur á 18 sjúklingum, samtals sprautað í 45 hryggþófa. Hryggþófana L3- L4 og L4-L5 var oftast auðvelt að stinga í. Hryggþófinn L5-S1 reyndist stundum erf- iður vegna þess að breyta þurfti stefnu nál- arinnar til þess að komast hjá mjaðma- kambi, stórum þvertindi eða liðtindi. Stungan er óþægileg fyrir sjúklinginn og margítrekaðar tilraunir til ástungu voru ekki gerðar. í 3 tilíellum tókst ekki að stinga á þessum hryggþófa. Hér að framan var á það minnst, að sárs- aukatilfinning sú, sem sjúklingarnir finna, þegar sprautað er skuggaefni í hryggþófa- kjama, hefði upplýsingagildi. Sé lagt mik-

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.