Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Síða 29

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Síða 29
27 Guðjón Lárusson, Halldór Steinsen og Þórður Þórðarson KRANSÆÐASTÍFLA Á LANDAKOTSSPÍTALA. 10 ára yfirlit (1966—1975). INNGANGUR. Á undanförnum árum hafa hjartasjúk- dómar verið allmikið í sviðsljósinu, bæði meðal lærðra og leikra. Svo virðist sem hrörnunarsjúkdómar í æðakerfi fari vax- andi og sá þeirra, sem veldur flestum dauðsföllum, kransæðastífla, hefur mesta athygli vakið. Á þessu sama tímabili hefur fleygt fram tækniþróun, sem gerir nú flest- um spítölum bæði mögulegt og nauðsynlegt að nota meðfærileg, einföld tæki, til að greina hjartsláttartruflanir á byrjunarstigi og breyta þeim með raflosti og/eða lyfjum. Á sjúkrahúsum í stórum löndum hafa lengi verið til vissar deildir, sem sinna sér- verkefnum, svo sem eftirmeðferð heila- skurðsjúklinga eða hjartagæzludeildir, er annast gæzlu sjúklinga eftir hjartaupp- skurði. Um 1962 fara að ryðja sér til rúms hugtökin gjörgæzludeild (intensive care unit) og hjartagæzludeild (coronary care unit). Af öllu þessu leiðir, að mjög mikið hefur birzt i læknaritum undanfarinn áratug um árangur af notkun þessara tækja, lyfja og deilda, ekki sízt til að réttlæta þann kostn- að, sem þeim fylgir. Því liggja nú fyrir allverulegar upplýs- ingar um dánartölur við bráða kransæða- stíflu i mörgum löndum, bæði fyrir og eft- ir komu gjörgæzlu- og/eða hjartagæzlu- deilda. Á fslandi hefur þegar birzt skýrsla Borg- arspitalans um árin 1958—1966 (9) og tvær skýrslur frá Landspítala um árangur við þennan sjúkdóm fyrir og eftir opnun hjartagæzludeildar (11, 12). Eftirfarandi skýrsla er tekin saman um sjúklinga, sem hafa verið vistaðir á Landa- kotsspitala vegna þessa sjúkdóms eða feng- ið hann meðan þeir voru vistaðir þar á árunum 1966-—1975. Athugun þessi hófst fyrir nokkrum árum, til þess að fá nokkurt yfirlit yfir árangur af meðferð þessara sjúklinga, en fljótt var ákveðið að gæta jafnframt að því, hvort veruleg breyting hefði orðið á afdrifum þeirra með tilkomu gjörgæzludeildar á spítalanum í byrjun árs 1971. Var því ákveðið, að athugunin næði yfir 5 árin fyrir og 5 árin eftir opnun gjör- gæzludeildarinnar. Á Landakotsspítala eru rúm fyrir 150 sjúklinga (fyrir utan barnadeild) með al- menna lyflæknis- og handlæknissjúkdóma auk augnsjúkdóma. Sjúkdómaskrá er sam- eiginleg fyrir allar deildir og nær því at- hugunin til allra sjúklinga, sem þessi grein- ing hefur verið gerð hjá, á spítalanum, en ekki bara þeirra, sem lagðir hafa verið inn á lyflæknisdeild hans. Fylgt hefur verið alþjóðlegu sjúkdóms- greiningaskránni og hafa verið teknar fram allar sjúkraskrár, er höfðu númerið 420 á árunum 1966—1970, en númerið 410 frá þeim tíma. Að minnsta kosti tveir höfund- anna hafa farið sameiginlega yfir allar sjúkraskrár þeirra, sem létust og allir höf- undar hafa farið sameiginlega yfir þær sjúkraskrár, þar sem greining hefur orkað tvímælis. SJÚKDÓMSGREINING Skilyrði fyrir sjúkdómsgreiningu hafa verið þessi: 1. Brjóstverkur í meira en 15 mínútur — eða lungnabjúgur (oedema pulmonum) án áðurþekkts lokugalla — eða lost án gruns um acut hypovolemiu eða eitrun. 2. Hvatahækkun upp fyrir þau normal- gildi, sem rannsóknastofan gefur. 3. Hjartarafrit með tilheyrandi Q-breyting- um og/eða ST-segment hækkunum, sem hverfa og mynda T-inversionir í að minnsta kosti tveimur af tólf standard leiðslum. 4. Krufning. Þessi skilyrði voru tekin upp eftir C. Wilhelmsson (13) með nokkrum breyting-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.