Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Síða 30

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Síða 30
28 um hvað snertir þá hvata sem mældir voru og eins var ekki krafizt, að brjóstverkur hefði byrjað innan 48 klukkustunda. Af skilyrðum 1—3 var krafizt að minnsta kosti tveggja. Þessi skilyrði fyrir greiningu eru alþekkt úr læknaritum (1, 6, 10i). RANNSÓKNIN. Ákveðið var að skrásetja aldur og kyn- skiptingu, legutímann, hversu lengi verkur hafði staðið fyrir komu á spítalann, hvort sjúklingurinn fékk hita, hjartarafritsbreyt- ingar og hvatahækkanir. Varðandi áhættuþætti var athugað, hvort viðkomandi hefði áður haft kransæðastíflu, háþrýsting, sykursýki, fjölskyldusögu um kransæðasjúkdóm, hækkun á fituefnum í blóði eða notað tóbak. Varðandi meðferð var athugað, hvort viðkomandi hefði fengið blóðþynningu, meðferð við óreglulegum hjartslætti, losti, endurlífgun og svo hver urðu afdrif hans. MUMBER OF PATIENTS FIG. 1 PATIENTS BY YEAR AND SEX Vitað var — og kom raunar í ljós — að um sumt af þessu mundu ekki fást mark- tækar niðurstöður vegna ónógra upplýs- inga og/eða smæðar hópsins. Rannsóknin beindist þó aðallega að því að gefa svar við eftirfarandi spurningum: 1. Er aukning á fjölda þessara sjúklinga á tímabilinu? 2. Hvernig skiptast þeir eftir aldri og kyni? 3. Hvert er heildardánarhlutfallið og hvernig skiptist það eftir aldri og kyni? 4. Er marktækur munur á dánarhlutfalli fyrir og eftir opnun gjörgæzludeildar? 5. Er sambærileg útkoma við spítala hér- lendis og erlendis? Á þessu 10 ára tímabili hafa þessi sjúk- lingar verið stundaðir af 5 læknum, sem allir eru sérfræðingar í lyflæknisfræði. Hver sjúklingur hefur sama lækninn alla spítalavistina, en að sjálfsögðu eru kallað- ir til sérfræðingar í undirgreinum eftir þvi sem þörf er á. Mynd 1 sýnir fjölda sjúklinga á ári og skiptingu þeirra eftir kyni. Á töflunni sést, að um nokkuð stöðuga aukningu er að ræða og er hún nær öll hjá karlmönnum. Sjúk- lingafjöldinn var 569, en 9 sjúklingar komu tvisvar á spítalann og er hver lega talin sér. Er því heildartalan 577 sjúk- lingar, þar af 403 karlmenn og 174 kon- ur. Á fyrra 5 ára tímabilinu voru skráðir 211 sjúklingar, en á því síðara 366 sjúk- lingar. Á fyrra 5 ára tímabilinu voru þess- ir sjúklingar 1,3% af heildarinnlögnum á spítalann (meðtalin barnadeild) og á seinna 5 ára tímabilinu 1,8%. Mynd 2 sýnir skiptingu eftir aldri og kyni. Flestir karlmannanna eru milli 60— 69 ára, en tíðnin hjá konum nær hámarki áratug síðar. Konur yfir áttrætt eru líka fleiri en karlar. Yngsti sjúklingurinn var 28 ára, sá elzti 91 árs. Hjartarafrit hafa verið gerð hjá 568 sjúk- lingum og voru talin sýna ákveðnar breyt- ingar hiá 522 eða 92%. Hjá 9 sjúklingum var hjartarafrit ekki tekið. í þessari at- hugun var ekki gáð að hvar hjartadrepið var staðsett. -J.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.