Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Síða 42

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Síða 42
40 auga og beitir aðferð, sem hann var vanur að gera: hann gerir lituhögg og „Graefe’s mod. perifer linear extractio“. Tókst sú aðgerð vel. Fimm dögum síðar reynir Björn að nema brott augasteininn á hægra auga, án þess að gera lituhögg, en hann náði ekki haldi á steininum og týndist hann í glervökva. Nokkrum dögum síðar náðist augnsteinninn þó við illan leik. Er sjúk- lingur fór til síns heima hafði hún fengið sæmilega sjón á það auga, sem fyrr var skorið og gat lesið með + 13.0 gleri. Sjá 1. sögu. Lá hún 11 daga á spítalanum og var dvalarkostnaður kr. 16.50. Annar sjúklingur Björns á Landakoti var 38 ára gamall karlmaður til heimilis á Patreksfirði. Var hann lagður inn 27. des. 1902. Hafði hann fyrir rúmu ári fengið heimakomu í andlit með þeim afleiðingum að drep kom í augnalok vinstra auga, sem úthverfðust og gat sjúklingur því ekki lokað auganu og var það að kalla bert. Hafði myndazt sár á glæru af þeim sök- um. í klórcformsvæfingu er gerður húðflutn- ■ingur af framhandlegg á bæði augnalok a.m. Krause. Þpss háttar -aðgerðjr voru þá sjaldgæfar á Norðurlöndum. Wolfe og Krause lánað- ist fyrstum manna að flytja húð í fullri þykkt úr einum stað á annan árið 1875. Að mánuði liðnum fer sjúklingur heim og eins og stendur í dagbókinni: „gróinn. bætur þykkar, einkum sú efri, en eru að þynnast“. Er þetta efalaust fyrsta lýtaað- gerð, sem gerð er á spítalanum. Sjá 2. sögu. Björn er frumkvöðull húðflutninga hér á landi. Gerði hann allmargar slikar að- gerðir með góðum árangri, en fyrstu að- gerðina af þessu tagi sem vitað er um gerði hann árið 1894. Fyrstu glákuaðgerðina gerir Björn á Landakoti 2. sept. 1903. Gerir hann lituhögg (iridectomia) á glákublindu auga vegna verkja, en þrýstingur lækkaði ekki og var augað tekið eftir 3 vikur. Sjá 3. sögu. Næsta glákuaðgerð er skráð 9. sept. 1903 á 64 ára gamalli konu frá Víðidalstungu, sem var orðin blind á öðru auga og með skert sjónsvið og háþrýsting með regnboga- sjón á hinu. Sjá 4. sögu. Beitir hann sömu aðferð þ.e. lituhöggi, sem var eina aðgerðin, sem þekktist við giáku á þeim tíma, ef undan er skilinn hvítuskurður (sclerotomia), en Björn hætt- ir að beita þeirri aðgerð árið 1896, er hann sá að hún bar ekki tilætlaðan árangur. Nokkru áður (1894) byrjaði hann á litu- höggi, sem bar aðeins árangur, ef veita myndaðist, en það var sjaldan. Þar sem lituhöggið var gagnslítið við hægfara gláku framkvæmir Björn tiltölulega fáa gláku- skurði, unz han byrjar að gera litustag (iridencleisis), sem er veituskurður og reyndist farsæl glákuaðgerð og var þeirri aðferð mikið beitt á Landakoti næstu sex áratugina. Árið 1909, síðasta árið, sem Björn lifði gerbreyttist aðstaða hans til greiningar hægfara gláku, því þá fær hann augn- þrýstingsmæli (Schiötz tonometer), sem gerir honum fært að greina þennan lævisa sjúkdóm af meira öryggi og mun fyrr en þegar hann þurfti eingöngu að styðjast við augljós einkenni. Þriðja marz þetta sama ár gerir hann veituskurð, litustag (iridencleisis a.m. Holth), sem er fyrsta raunhæfa aðgerðin við hægfara gláku er gerð var hér á landi. Ekki er vitað hvar Björn gerði þessa að- gerð. Sjúklingurinn er hvorki lagður inn á Landakot né Franska spítalann, þar sem Björn gerði stundum aðgerðir. Fyrs’ta litu- stagið á Landakoti gerir Björn 23. marz 1909, á 61 árs gömlum Reykvíking. Sjá 5. sögu. Beitir Björn nú eingöngu litustagsað- fe.ðinni við hægfara gláku og þá fáu mán- uði, sem hann á eftir ólifaða gerir hann 20 slíkar aðgerðir á Landakotsspítala. Holth’s aðgerðinni er lýst í 6. sögu. Tekið er fram að tíu dögum eftir aðgerðina er kominn „stór ödemkúfur yfir örinu“, sem sýnir að veitan er opin og aðgerðin hef- ur borið tilætlaðan árangur. Þann 14. sept. 1909 gerir Björn nýja glákuaðgerð, sem kennd er við Borthen augnlækni í Bergen. Má merkilegt heita að Björn gerir þessa aðgerð ári áður en henni er lýst í fagtímariti. Aðgerðin er fólgin í því að draga lituna undir augn- slimhúðina án þess að klippt sé upp i hana (iridotasis). Aðgerð við bráðagláku gerir Björn í Landakoti 5. sept. 1905 á 27 ára gamalli konu í Reykjavík. Sjá 7. sögu. Gerir hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.