Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Side 44
42
hann fór til Hafnar að afloknu embættis-
prófi árið 1901.
Andrés aflaði sér staðgóðrar menntunar
í augnlækningum á árunum 1907—1910.
Stundaði hann nám í Lundúnum, Kaup-
mannahöfn, Osló og Vínarborg.
Sjúkraskrár Andrésar hafa ekki varð-
veitzt, svo að lítið er vitað um sjúklinga
hans, en í sjúklingadagbók St. Jósefsspítaia
eru skráðir sjúklingar þeir, sem hann legg-
ur inn á spítalann, þau tæp þrettán ár,
sem hann starfar í Reykjavík.
Fyrsta sjúkling sinn leggur Andrés inn
á Landakotsspítalann 11. maí 1910, 53 ára
karlmann frá Patreksfirði með hægfara
gláku. Gerir hann á honum frárennslis-
aðgerð, þá fyrstu sinnar tegundar hér á
landi, gluggskurð í hvítu með lituhöggi
(sclerectomia ad modum Lagrange)- Frans-
maðurinn Félix Lagrange (1857—1928)
kom fyrstur fram með þessa aðgerð við
hægfara gláku um svipað leyti og Holth
með litustagið og Elliot með hvítuborunina
(trepanatio corneo-scleralis ad modum
Elliot), sem Andrés tekur upp árið 1914.
Báðar þessar aðferðir hafa náð mikilli út-
breiðslu og þá einkum hvítuborunin.
í 1. töflu er greint frá helztu augnaðgerð-
um, er Andrés gerir á Landakoti. Af 427
sjúklingum, sem hann leggur inn á spítal-
ann er enginn sjúkdómsgreining í sjúk-
lingadagbókunum á 89 sjúklingum, né held-
ur hvaða aðgerð er gerð, eins og kemur
fram í töflunni.
Taflan gefur þó góða mynd af því, hvaða
augnaðgerðir voru tíðastar. Eru glákuað-
gerðir lang algengastar eða 195 af bók-
færðum aðgerðum. Andrés leggur Lag-
range aðferðina á hilluna árið 1914 og not-
ar síðan eingöngu aðferð Elliots og fær
að því er virðist betri árangur með henni,
enda fjölgar glákuaðgerðum hans eftir það.
í tíð Björns Ólafssonar er tárapoki ekki
t.ekinn vegna bólgu og ígerðar í tárapoka.
Andrés kemur heim með nýja aðferð við
þessum kvillum. Hann nemur burtu tára-
pokann og gerir hann a.m.k. 25 slíkar að-
gerðir.
Skjálgaðgerðir hans eru fáar. Gerir hann
yfirleitt sinaskurð, stundum framdrátt á
vöðva. Hann segir og frá styttingu á ytri
réttilvöðva og lengingu á þeim innri. Flest-
ar skjálgaðgerðir gerði hann á ungu fólki.
Ekki veit ég hverskonar dreraðgerðir
hann gerði, því í spítaladagbókunum er
aðeins getið um „cataract operatio" og
eru 53 bókfærðar þau ár sem hann starf-
aði.
Augnaloksaðgerðir gerir Andrés mjög
fáar. Aðeins tvær aðgerðir eru skráðar
vegna úthverfingar augnaloks og engar
meiri háttar skapnaðaraðgerðir.
Aðgerð, sem vert er að minnast á, er
burtnám aukatárakirtla (gl. lacrimalis
accessoriae) vegna tárarennslis eftir brott-
nám tárapoka. Gerir hann þessa aðgerð
a.m.k. tvisvar sinnum
Einnig gerir hann lituhögg til þess að
mynda nýtt ljósop, en sjúklingur hafði
vagl á glæru í því tilviki.
Til lyflæknismeðferðar á spítalanum á
vegum Andrésar voru sjúklingar með eft-
irfarandi sjúkdómsgreiningu: Neuritis op-
tica, iridocyclitis, iritis rheumatica, iritis
tuberculosa, ulcus serpens, keratitis og
keratitis parenchymatosa.
Fyrstu augniæknarnir urðu ekki lang-
lífir. Andrés dó aðeins 47 ára gamall 9.
febrúar 1923 á Landakotsspítala eftir mjög
þunga legu.
Að honum látnum skrifar landlæknir,
Guðmundur Björnsson, í Lögréttu m.a.:
„ . . . og mér er nær að halda að enginn
íslendingur sakni þessa manns eins sárt og
einmitt þeir sem bezt kunnu manninn að
meta, en það vorum við læknar landsins.
. . . A.F. var einn af fyrstu lærisveinum
mínum og Guðmundar Magnússonar og var
okkur báðum ljóst, að við höfðum þar gott
mannsefni um að fjalla . . . Það er víð-
kunnugt að Andrés gamli Fjeldsted var
mesti listamaður, einkanlega á tréskurð.
Og það má vel vera föðurarfur, að hugur
Andrésar unga snerist snemma að þeirri
grein læknisfræðinnar, sem var einna list-
fengust, en það eru augnlækningar.
Andrés var mikill maður vexti og prýði-
lega vaxinn. Hann var göfugmenni og
scmadrengur. Það er hart að missa slíka
menn á bezta aldri. En það er gott að
hafa átt þá, því að það eru þesskonar menn,
sem hafa verið líf og sál, sómi og styrkur
okkar litlu þjóðar frá því hún var í heim-
inn borin“. (Lögrétta XVIII 4.—5. tbl.).
Er Andrés dó var annar augnlæknir fyr-
ir í Reykjavík, Helgi Skúlason, er hafði