Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Side 48
46
Hörður Þorleifsson
AUTOTRANSPLANTATIO CORNEO-SCLERALIS
Sjúkrasaga*
Hornhimnuflutningur er á engan hátt
nýstárleg aðgerð, þar sem fengin er horn-
himna frá látnum manni. Sjaldgæfara er,
að græðsluþeginn geti sjálfur gefið sér
hornhimnu og enn sjaldnar hornhimnu
ásamt hluta af hvítu.
Hér á eftir verður lýst þannig tilfelli.
87 ára karl, sem gekkst undir autotrans-
plantatio corneo-scleralis á hægra auga í ágúst
1977. (Sjá litmynd bls. 56).
Við skoðun hjá undirrituðum 1967 var hægra
augað eðlilegt, en vinstra augað alblint af
gláku með mjög háum augnþrýstingi. Mikil
gláka í móðurætt og hafði móðir hans verið
bb'nd í 50 ár.
I október 1974 fékk hann randsár (Mooren’s
ulcus) á hægri hornhimnu. Stækkaði það jafnt
og þétt þrátt fyrir stöðugar tilraunir til að
græða það, utan sjúkrahúss og innan:
Hann var á augndeild Landakotsspítala í 25
vikur i 5 áföngum frá ianúar 1975 til apríl
1977. Greri sárið að mestu á milli, en tók sig
ávallt upp og skreið yfir alia hornhimnuna
og hafði lokið því í apríl 1977. Hornhimnuvef-
urinn eyddist nær gersamlega, svo eftir stóð
aðeins hunn, ógegnsæ og æðarik bandvefs-
himna. Þar með var hann orðinn blindur og
skvnjaði aðeins ljós án staðsetningar. Verkir
og önnur óþægindi hurfu jafnframt.
Við endurteknar ræktanir frá auganu meðan
á siúkdómnum stóð fundust aðeins staf. coag.
neg. og í eitt skipti E. coli og strept.non-
hæmol.
I byr.iun meðferðar var sjónin 6/30 vegna
drers (cataracta).
Einnig hafði hann væg merki um gamla
litubólgu með samvöxtum miili litu og auga-
steins kl. 6-9.
Mikill bjúgur var á vinstri hornhimnu vegna
glákuþrýstings, sem var yfir 50 mm Hg og i
desember 1976 var far>ð að meðhöndla þrýst-
inginn í von urn að fá heila hornhimnu til
fyrirhugaðs flutnings vfir á hæera augað. bar
sem sýnt bótti, að hæ^ra augað mvndi blindast
fvrr en siðar. Gekk vel eð halda vinstri horn-
himnu hreinni með isopto-carpine dreypingu.
Þegar hann var orðinn blindur fór að bera
á auknum sljóleika og rueli á köflum og varð
hann erfiður í hjúkrun. Féllst hann fúslega á.
* Frá augndeild Landakotsspitala.
að gerð væri tilraun til að bæta sjónina með
aðgerð, þótt honum væru ekki gefnar miklar
vonir.
Hinn 12. ágúst var gerður í svæfingu horn-
himnu-hvítu-flutningur (autotransplantatio
corneo-scleralis) á 16 mm hatti. Fyrir aðgerð
var augnþrýstingur lækkaður með acetazol-
amidi og meðan á aðgerð stóð fékk hann
mannitol i.v.
Slimhúð vinstra auga var klippt 6 mm aftan
við hornhimnu og flegin frá allan hringinn að
hornhimnubrún (limbus). Þá var skorið með
16 mm höggpípu (frá G.J. Fossberg) gegn um
hvítu umhverfis hornhimnu og hattur, 16 mm
í þvermál, losaður frá, hornhimnan öll kringd
með 2 mm hvítubrún. Vinstra augað var þvi-
næst fjarlægt. Slímhúðin á hægra auga var
klippt og losuð á sama hátt, markað fyrir með
höggpípunni, en skurðurinn gerður með
Beaver-hníf og bognum hornhimnuskærum.
Hatturinn var siðan losaður frá fellingabaugn-
um (corpus cilliare). Fleigur var klipptur úr
litu kl. 12 (sektor iridektomia) og 3 randstæð
lituhögg (iridotomia) að neðanverðu. Klippt
var upp í hringvöðva ljósops kl. 6 og losað um
samvexti við augastein. Hatturinn frá vinstra
auga var síðan saumaður á hægra augað að
hálfu leyti áður en augasteinninn var tekinn
með frystli og alls saumaður með 25 saumum
Virgin silk 8-0 og svörtu silki 7-0 haldsaumum.
Ekki vottaði fyrir framfalli á glervökva, blæð-
ing vart sjáanleg og engar aðrar ögranir.
Slímhúð var saumuð 6 mm aftan við horn-
himnubrún með plain-collagen 6-0 hnútasaum-
um. Gefið inj. ampicillin og vítaminsprautur,
B og C. næstu dagana eftir aðgerð og dreypt
á augað atropini x 2 og chloramphenicoli x 2.
Viku eftir aðgerð var gefið ultralan x 2 i stað
chloramphenicols. Þá var byrjaður æðainnvöxt-
ur i slimhúð. Hornhimnan var nokkuð skyggð
fyrstu vikuna en var orðin tær eftir 10 daga.
Hann útskrifaðist eftir 29 daga frá aðgerð
með sj-^n 3/60 með bráðabirgðagleraugum. Þá
var framhólf djúpt, fínt ar án fruma, en lita
var gróin við glervökvaflöt á sama stað og
samvöxtur var fyrir aðgerð. Góð innsýn til
augnbotns, sem var eðlilegur. Var látinn nota
atrooin og ultralan áfram.
Hálfum mánuði eftir útskrift var sjónin 6/24,
6 díoptríu sjónskekkja (astigmatismus). Hann
las N8. sem er venjulegt dálkaletur í dagblöð-
um. Augnþrýstingur var 9 mm Hg.
Þremur mánuðum eftir aðgerð hafði hann
hætt við augndropana, þar eð hann þoldi illa