Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Blaðsíða 50

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Blaðsíða 50
48 Hörður Þorleifsson AUGNÞRYSTINGUR ISLENDINGA MÆLDUR MEÐ „APPLANATIONS“-AUGNÞRÝSTINGSMÆLI. KYNNING. Augnþrýstingsmæling er nauðsynlegur liður í augnskoðun til að finna gláku og fylgjast með henni. Gláka er sjaldgæf und- ir fertugu. Þess vegna hefur þorri augn- lækna þá reglu að mæla augnþrýsting hjá öllum, sem náð hafa fertugu og koma til augnskoðunar. Sciötz-augnþrýstingsmælirinn var alls ráð- andi þar til fyrir rúmum 20 árum, en þá kom á markað svokallaður applanations- tonometer, kenndur við höfund sinn, Gold- mann, þekktan, svissneskan augnlækni. Augnþrýstingsmælir Goldmann’s mælir þann þrýsting, sem þarf til þess að fletja miðju hornhimnu augans, svæði, sem er 3.06 mm í þvermál. Með þessari aðferð er mjög óverulega hreyft við innra jafnvægi í vökvakerfi augans. Röskunin verður að- eins 0.5 microlítri í samanburði við 15—20 microlítra röskun við eldri aðferðina, sem Schiötz-augnþrýstingsmælirinn byggist á. Veggur augans, hornhimna og hvíta, er mismunandi stinnur hjá einstaklingum, en það truflar mun minna niðurstöður þrýst- ingsmælingar með applanations aðferðinni, sem nú er almennt viðurkennd nákvæm- asta mælingaraðferðin í daglegu augnlækn- augnlæknisstarfi. Þessari grein er ætlað að kynna niður- stöður mælinga á augnþrýstingi, sem grein- arhöfundur gerði í venjulegri augnskoðun á ellefu ára tímabili, 1965—1976. AÐFERÐ OG EFNIVIÐUR. Augnþrýstingsmælingarnar voru allar gerðar seinni hluta dags á sama hátt. Aug- un vcru deyfð með Novesine 0.4% augn- dropum og þrýstingurinn mældur með augnþrýstingsmæli Goldmann’s á rauf- lampa (slit lamp 900 frá Haag-streit, Bern). Mælirinn er kvarðaður með mælistrikum fyrir hverja 2 mm Hg og er álesturinn tal- inn gefa 1 mm Hg nákvæmni. Þeir, sem höfðu þekkta gláku eða voru skoðaðir vegna bráðra augnsjúkdóma eða slysa, eru ekki taldir með í grein þessari. Mælingarnar ná yfir 4462 einstaklinga (8924 augu), 1748 karla (3496 augu) og 2714 konur (5428 augu) 40 ára og eldri. Miðað við skýrslur um fólksfjölda á ís- landi árið 1971 (á miðju athugunartímabil- inu) er hér um að ræða 6.76% íslendinga á þessum aldri, 5.41% karla og 8.06% kvenna. Fimmtungur þeirra var mældur frá 2—10 sinnum á umræddu tímabili og meðaltal mælinga skráð. TAFLA I DREIFING AUGNA EFTIR AUGN- ÞRÝSTINGI OG ALDRI *LDUfl\ <10 10-14 14-19 20-24 25-29 30-34 35-39 140 ALLS 40-49 36 1357 1424 63 7 2 1 2 2694 50-59 22 1134 1175 95 8 6 2 2 2444 60-69 24 716 915 143 16 5 4 13 1836 70-79 23 486 659 139 23 13 8 15 1366 80- 19 135 161 41 14 5 2 7 384 ALLS 126 3828 4334 481 68 31 17 39 8924 NIÐURSTAÐA. Taflan sýnir niðurstöður mælinganna. Enginn marktækur munur (significant difference at the 5% level) var á meðal- augnþrýstingi kvenna frá 40—59 ára og frá 70 ára aldri. Óverulegur, en þó marktækur munur var á augnþrýstingi annarra aldurshópa og óx heldur með hækkandi aldri. Lægstur var meðalaugnþrýstingur karla 40—49 ára, 14.30 mm Hg, en 14.62 mm Hg fyrir allan aldurshópinn, 99.4 mældust undir 22 mm Hg. Meðalaugnþrýstingur karla var 15.08
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.