Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Side 54

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Side 54
52 andi, en meðhöndla hann að öðru leyti eins og eðlilegt barn. Sjúklingur kom í eftirlit 4 vikum eftir að- gerð og hafði hann verið frískur og ekkert borið á neinum erfiðleikum við kyngingu og engin einkenni verið frá öndunarfærum. Hann var þó í grennra lagi, hafði lagt dálítið af og blóðrauði var í lægra lagi, 11,5 gm% og var hann settur á járn. 1 ágústlok 1977 var tekin röntgenmynd af vélinda með skuggaefni. Fram kemur greinileg útvikkun á efsta hluta vélindans, með þrengingu einmitt á þeim stað, sem ótilinn hafði verið. Útvíkkun sést bæði á myndum framanfrá og frá hlið og er mjög grunsamlegt að hér sé um stricturu að ræða, en þó skal tekið fram að á einni myndinni virð- ist slímhúð á þessum stað vera eðlileg. Nú, fimm mánuðum eftir aðgerðina, er drengurinn hraustur, hann dafnar vel, þyngist eðlilega og ekkert hefur borið á kyngingarörð- ugleikum og hann hefur engin einkenni frá öndunarfærum og hafa því frekari rannsóknir verið látnar bíða um sinn. Engin vitneskja er um það hversu lengi ótilinn hafði verið þarna eða hvaðan hann var kominn, en líklega hefur hann verið á þessum stað í nokkrar vikur (eða jafnvel mánuði?). Ekki verður um það spáð, hvort síðar kunni að koma fram kyngingarörðugleikar, en timinn verður að leiða það í ljós. SUMMARY. A case of 13 month old boy is presented. He had a very unclear history, bouts of coughing, sometimes with stridor. An X-ray of the chest (in July 1977) revealed a round, thin metallic object in the proximal part of the oesophagus. This proved rather difficult to extract as it was embedded in the anterior wall of the oesophagus and it turned out to be a metalic dish with sharp edges 2,2 cm in diameter. Five months after this there were no complications and there were no symptoms and the boy was doing well.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.