Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Side 57
55
um yfir í blóðið. Það súrefni, sem í stað-
inn flæðir í blöðrurnar nýtist við eðlileg
efnahvörf. Höfundarnir mæla með því að
gefa 70% súrefni og halda PaOi> um 250—
300 mm Hg. Þessi meðferð hefur borið
góðan árangur(a e 10).
Vitað er að mikið súrefni í langan tíma
hefur eiturverkanir. Auk augnskemmda
(retrolental fibroplasia) hjá börnum, er
þekkt erting í hálsi og lungnabjúgur. Súr-
efni gefið í háþrýstiklefa getur valdið al-
varlegum krömpum. í geimferðum er gef-
ið 100% súrefni með hálfrar loftþyngdar
þrýstingi (PaO^ 247 mm Hg) og þolist vel
í langan tíma. Það virðist því vera þrýst-
ingurinn sem skiptir meira máli en þéttnin.
Við eðlilegan þrýsting (1 loftþyngd) hafa
ekki komið fram eiturverkanir við súrefni
undir 50%, jafnvel í langan tíma, og ekki
við 100% súrefni gefið í 24 klukkustundir
eða minna. Fyrstu einkenni um eituráhrif
eru særindi fyrir brjósti og minnkað vital
capacitet.
SJÚKRATILFELLI.
„64 ára karlmaður innlagður til rannsóknar
vegna slímniðurgangs. Hægðir sjúklings hafa
í rúmt ár fyrir innlögn verið óreglulegar, á
nokkurra daga fresti og spörðóttar en þarf oft
á dag að losa sig við slím og froðukenndan
vökva, með eða án flatus. Ekki hefur borið
á blæðingu frá endaþarmi og engin svæsin
verkjaköst en vægir kveisukenndir verkir í
kvið. Sjúklingur hefur ekki einkenni frá efri
meltingarvegum, þolir allan mat, hefur ekki
megrast.
Önnur kvörtun sjúklings er bakverkur og
öðru hvoru sviði við þvaglát.
Árið 1975 lá sjúklingur á Landakoti vegna
óþæginda og biæðinga frá endaþarmi. Röntgen-
skoðun á ristli sýndi þá loftblöðrur í nánd við
flexura lienalis. Jafnframt var grunur um
polyp i sigma og var þá gerð ristilspeglun (110
cm) og sást þá gyllinæð. en ekki annað at-
hugavert. Eftir aðgerð við gyllinæð löguðust
einkenni sjúklings.
Helstu önnur atriði heilsufarssögu eru:
Heyrnadeyfð á vinstra eyra eftir eyrnabólgu,
höfuðkúpubrot í umferðarslysi 1976, fyrri saga
um áfengismisnotkun og endurtekin þunglynd-
isköst ásamt svefnleysi og taugaspennu. Sjúk-
lingur tekur geðlyf eftir fyrirmælum geðlækn-
is. Hann reykir 1—2 pakka af vindlingum á
dag, hefur nokkurn hósta, en enga sögu um
greinda lungnasjúkdóma.
Við skoðun fannst ekkert athugavert nema
offita, lungnahlustun var eðlileg.
Blóðstatus, urea, sykur, electrolytar, calcium,
fosfor, þvagsýra og helstu lifrarpróf reyndust
öll eðlileg. 1 þvagi fannst eggjahvíta ++, fá-
ein hvít blóðkorn og 100—150 rauð blóðkorn.
Við röntgenrannsókn sást á yfirlitsmynd steinn
i hægra nýra, en jafnframt sáust loftblöðrur
svarandi til ristils, einkum sigmasvæðisins. Við
bariumskoðun á ristli er útlit dæmigert fyrir
loftblöðrur í ristli og ber mest á sjúkdómnum
i sigmasvæðinu, en einnig upp i flexura lienalis
(mynd 2). Röntgenmynd af maga og smágirni
var eðlileg og sáust engin merki um loftblöðr-
ur þar. Röntgenmynd af lungum var eðlileg.
Gerð var ristilspeglun (Olympus fiberscope)
og sást þá 20 cm frá anus fjölmörg kúlulaga
æxli, sem skaga inn í lumen garnarinnar og
þrengja nokkuð á stöku stað. Skoðun tekst þó
vel upp í flexura lienalis og eru á nánast öllu
þessu svæði innbunganir svipaðar að útliti en
Figure 2. — a. Barium enema shows gas
cysts at the splenic flexure. b. Close-up
view.
misstórar (mynd 3). Á nokkrum stöðum er grá-
bláleitur blær á slimhúðarlþekjunni, en annars
staðar líkjast þessi æxli veggstæðum sepum
(polypum). Teknar eru biopsiur 15, 30, 40 og 50
cm frá anus og sýnir vefjarannsókn eðlilega
ristilslímhúð nema stöku eosinophil frumur i
stoðvef.
Sjá litmynd bls. 56.
Að rannsókn lokinni er gerð pyelo-lithotomia
dx. Aðgerð heppnaðist vel og sjúklingur fór