Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Síða 62

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Síða 62
60 magavegg, víðri maga-smágirnistengingu, mjógirnisslöngum og auknum þrýstingi i kviðarholi.(2 3 5) Samnefnari fyrir að of- angreind smokrun eigi sér stað, er þó maga- garnatenging, eins og að framan er lýst. Aldur sjúklinga hefur verið allt frá 19 upp í 79 ár. Tíðni er nokkuð hærri hjá konum en körlum og tvær þeirra urðu þessa kvilla varar meðan á meðgöngutíma stóð. Tímabil frá magaskurði hefur verið frá þriðja degi eftir aðgerð og allt að 37 árum. Lengd hins smokraða garnabúts hef- ur verið frá 5 cm. upp í 2 metra og vídd maga-garnatengingar frá 2 upp í 5 cm. Þessa kvilla hefur orðið vart við allar gerðir magagarnatengingarinnar, nemá Billroth I. Ekki virðist neinu breyta hvort tenging er lögð framan eða aftan við ristil, né heldur hvort um forstreymis eða and- streymis tengingu í maga er að ræða. ÁSTAND OG EINKENNI. Ástand og einkenni eru með ýmsu móti, byrja þó oft með skyndilegum verk fyrir bringspölum og mikil uppköst fylgja. Verkurinn gengur venjulega á með hvið- um, en er í fyrstu samdráttarverkur, sem síðar verður stöðugur stingverkur. Uppköst byrja yfirleitt með tærum magavökva, sem síðar verður rauðbrúnn með vaxandi drepi í smágirnisslímhúð. Áþreifanlegur massi í hjartagróf hefur fundist hjá 10—15% tilfella, en er samt ekki auðfundinn, þar sem fyrirferðaraukn- ing er yfirleitt falin upp undir brjóstkassa, enda er oftast um að ræða fyllingu á magastúf eftir mismunandi ágenga mið- hlutun á maga. Örfáum tilfellum hefur verið lýst með endurteknum köstum um langan tíma og eru einkenni að sjálfsögðu mun vægari en við það bráðaform, sem ástandinu fylgir að öllum jafnaði. GREINING. Ofangreindan sjúkdóm ber að hafa í huga við sjúklinga, sem koma inn með blóðuppköst, lengri eða skemmri tíma eftir magaskurð; kviðverkur og áþreifan- legur massi í ofanverðum kvið eru engan- veginn stöðug einkenni, en styðja grein- ingu séu þau til staðar. Skilyrði öruggrar greiningar eru rönt- genmynd af maga og/eða magaspeglun meðan á einkennum stendur. Á röntgen- mynd sést mismunandi stór ílangur dröng- ull, sem gengur upp í magapokann frá garnatengingunni. Utan á þessum dröngli sjást gormalaga fellingar, þar sem barium safnast í slímhúðarfellingar smágirnis, sem nú er úthverft innan í magapokanum. Þessar fellingar hverfa með vaxandi bjúg í garnaveggnum. Við magaspeglun þarf einnig að greina smágirnisslímhúð, en hún getur verið tor- kennileg, einkum ef um bjúgsollinn, grotn- aðan garnavegg er að ræða vegna blóð- rásartruflana. Blóðrannsóknir eru ekki hjálplegar hvað greiningu snertir, en mót- ast af einkennum og ástandi sjúklings. SJÚKRATILFELLI. 77 ára gömul kona, innlögð vegna blóðugra uppkasta, er hófust 10 klst. fyrir komu á spit- alann. Væg óþægindi fylgdu ofarlega í kvið. 1 fyrri sögu er það helst markvert, að helm- ingur maga var fjarlægður fyrir 37 árum vegna magasárs. Við skoðun var konan í sæmilega góðu á- standi, blóðþrýstingur 115/80, púls 82, og ekki fundust ákveðin eymsli eða fyrirferðaraukn- ing í kvið. Við magaskoðun kom upp dálítið af fersku blóði, en ekki virtist um óða- blæðingu að ræða. Magaspeglun var gerð komudag og sást blóðhlaupinn massi fylla út í mestan hluta magastúfs. Var hann að veru- legu teyti þakinn antacida, sem sjúklingur hafði verið sett á fvrir komu og því var erfitt að greina skilsmíði á honum, en þótti helst likjast blóðstorku. (Sjá litmynd bls. 57). Blæðingar- staður fannst ekki og blæðing virtist ekki vera i gangi við skoðun. (Mynd 2). Fig. 3 — Shows dilated gastric remnant filled with dilated Ioops of small bowel invaginated through the anastomosis. Note the partial filling of undilated afferent loop.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.