Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Síða 63

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Síða 63
61 íjeitlblæðing hélt áfram næsta sólarhring, en þar sem magaspeglun hafði ekki þótt gefa fullnægjandi upplýsingar var tekin röntgen- mynd af maga, sem sýndi útvíkkaðan maga- stúf og fylltu útvíkkaðar garnalykkjur mestan hluta hans. Virtist hér vera um fráfærandi garnalykkjur að ræða, þar sem aðfærandi garnalykkja fylltist að hluta með skuggaefni og virtist hún eðlileg útlits. (Mynd 3). Blóðrannsókn við komu sýndi Hgb. 13.6 gr% án teljandi breytinga í hvítkorna og steinefna- forða. Konan var tekin til aðgerðar 32 klst. eftir að einkenni hófust. Kviðarhol var opnað um langskurð og reyndist magi upppakkaður af seigum massa. Áður en magi var opnaður voru omentum og mesocolon transversum skoðuð neðan frá og sást þá hvar talsverður hluti smá- girnis hafði smokrast upp á við og inn í maga um maga-smágirnistengingu, er gerð hafði ver- ið 37 árum áður, aftan við risfil. Ekki var ann- að athugavert í kviðarholi og vírtist görnin í algerri sjálfheldu og varð ekki dregin út neð- anfrá. Magaveggur var opnaður og komu þá í ljós útvíkkaðar smágirnislykkjur, blóðhlaupn- ar á yfirborði og virtist drep hafa hlaupið í mikinn hluta af ytra byrði þeirrar garnasmokr- unar, er hér hafði átt sér stað. (Sjá litmynd bls. 57). Ytra byrði var nú skorið um þvert eina 15 cm frá maga-garnartengingu. Innra byrði kom í ljós og virtist það heillegur garnaveggur allt að brún, þar sem innra byrði gekk yfir í hið ytra. Hér var innra byrði rofið og þar með um 40 cm bútur af blóðhlaupnum garnabút (áður ytra byrði) miðhlutaður. Innra byrði, um 50 cm að lengd var þannig losað og dregið niður. Þeim 15 cm garnabút, er næst lá tengingu og virtist heillegur, var nú rétthverft og hann tek- inn niður á sama stað og fyrr, aftan við rist- il og var hann samgataður að neðri garnastúf (fyrrum innra byrði smokrunar). Hluta þess var tyllt að lífhimnu framan á meginslagæð til að hamla gegn endurtekinni smokrun. Aðfær- andi garnastúfur var eðlilegur og Billroth II tengingin, sem var ef til vill heldur í viðara lagi, var látin ósnert og maga og kviðvegg lokað á venjulegan hátt. Eftirmeðferð var stormasöm, öndunarkreppa með lost-ástandi á fyrsta sólarhring eftir að- gerð, með lélegum og allt að engum þvagút- skilnaði. Var sett í öndunarvél og batnaði á- stand hennar á digoxin, Isuprel og vökvagjöf. Komst þvagútskilnaður i gang á þriðja sólar- hring. Öndunarvandamál með Þéttingu i neðri hluta hægra lunga hélst þó lítið breytt, þrátt fyrir virka öndunaraðstoð. Miðlínuskurður opn- aðist að hluta á 9. degi og var saumaður upp án teljandi eftirkasta. Almennt ástand gott upp frá þvi og hægra lunga hreinsaðist og útskrif- aðist hún þremur vikum eftir komu, sjálf- bjarga hvað hreyfingu og næringu snertir. Sjö mánuðum eftir aðgerð var hún innlögð vegna lungnabólgu hægra megin, er svaraði vel lyfja- gjöf. Þá voru engar kvartanir frá meltingar- færum. SAMANTEKT. Tilfelli af smágirnis-magasmokrun er rætt. Búast má við að tiðni á þessum fá- séða fylgikvilla við magaskurði minnki, þar sem Biilroth II tenging hefur að mestu verið leyst af hólmi með einfaldari aðgerð- um við skeifugarnarsárum. Hann skal þó hafa í huga hjá sjúklingum, sem maga- garnatenging hefur verið gerð hjá, og eru með blóðug uppköst og verki. SUMMARY. A case of retrograde jejunogastric intussus- ception in a 77 years old female, 37 years after gastric resection and Billroth II anastomosis for ulcer disease. HEIMILDIR: 1. Aleman S.: Jejunogastric intussusception, a rare complication of operated stomach. Acta Radiol. 29:383-395, 1948. 2. Bradford B., Goggs J.E. and Charleston W.Va.: Jejunogastric intussusception — an unusal complication of gastric surgery. Arch. Surg. 77:201-203, Ag. 1958. 3. Ginzburg L. and Friedman I.H.: Delayed Intussusception. Folloaving removal of long intestinal tube, with observation on its use. N.Y. State J. of Med. 74:2009-2013, Oct. 1974. 4. O’Kieffe D.A., Burdick G.E. and Boyce H.W.: Gastroscopie demonstration of a jeju- nogastric intussusception. Gastrointestinal Endoscopy 18:177-179, 1972. 5. Reyelt W.P. and Anderson A.A.: Retro- grade jejunogastric intussusception. Surg.Gyn.Ob. 119:1305-1311. Dee. 1964.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.