Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Page 65

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Page 65
63 LÝSING MEINAFRÆÐINGS: Sjá litmynd bls. 57. Lifrarhlutinn vegur 665 g. Vefurinn er allur smáhnútóttur, bæði á yfirborði og í skurð- fleti, eru flestir hnútarnir 0.2—0.4 cm í þver- mál. Á skurðfleti kemur einnig í ljós, rétt inn- an við yfirborð, einn stærri hnútur annars eðlis og mælist hann 6.5 x 5.5 cm. Hnúturinn er vel afmarkaður, virðist capsuleraður. Sjá litmynd bld. 57. Við smásjárskoðun sást greinileg aukning á bandvefsportagöngum og ennfremur gengu bandvefsstrengir inn í lifrar-parenchym. Sums- staðar mátti sjá greinilega myndun á regenera- tionshnútum, sem voru umluktir bandvef. Á milli sáust svæði af eðlilegum lifrarvef. Auk þess var í portagöngum allþétt íferð, bólgu- fruma, aðallega lymfocytaplasmafruma, en einnig sáust stöku segmenteraðir leucocytar. Bólgufrumuíferð rauf sumsstaðar „limiting plate". Nokkuð áberandi íferð af hemosiderini í Kupfer’s frumum, og einnig í lifrar-paren- chymfrumum. P.A.D.: Adenocarcinoma hepatocellulare (hepatoma malignum), cirrhosis á byrjunar- stigi, hemosiderosis. Gangur eftir aðgerð var tíðindalaus. Blóð- rauði á 4. degi eftir aðgerð var 14.2 gr%. Brjóstholskeri var tekinn á 3. degi. Sjúklingur mataðist á 4. degi, kviðarholskerar voru tekn- ir á 6. degi og síðan útskrifaðist sjúklingur á 18. degi eftir aðgerð. UMRÆÐA. Aukinn áhugi og árangur skurðaðgerða á lifur á síðari árum hefur undirstrikað, að svæðisbundin (topographical) skipting lifrar í hægra og vinstra blað um liga- mentum falciforme, er ekki líffærafræði- lega eða starfslega rétt. Líffærafræðileg skipting lifrar í hægra blað (lobus) cg vinstra blað er um ás frá gallblöðru að vena cava inferior.5 Hægra blað skiptist síðan í fremri og aftari skika (segment), en því vinstra er skipt í medial cg lateral skika um ligamentum falciforme. Blóðstreymi og gallstreymi lifrar fylgir líffærafræðilegri skiptingu. Aðalfrástreym- jsæðar lifrar eru þrjár: hægri, vinstri og miðæð. Þegar heilt lifrarblað er fjarlægt má undirbinda hægri eða vinstri lifraræð, sem undirbúningsskref, þar sem þær veita aðeins blóði frá þeim hluta lifrar, sem fjar- lægja á. Miðæðin, hins vegar, veitir blóði frá fremri skika hægri lobus og medial skika vinstra blaðs og er því varðveitt, þegar hægra eða vinstra blað er tekið, nema ef ástæða er til svokallaðrar „ex- tended lobectomy“. Brottnám á lifrarblaði er tæknilega ein- föld aðgerð. Fyrsta skrefið er cholecystec- tomy og síðan greining og undirbinding á arteria hepatica, vena portae og ductus hepaticus til þess lifrarhelmings, sem taka á. Þetta gefur línu litaskipta á yfirborði lifrar, þar sem hluti lifrar hefur verið svipt- ur mestu af blóðstreymi sínu og hér er lifrin síðan tekin í sundur í mörgum smá- skrefum, með því að kremja lifrarvefinn milli fingra sér og verða þá æðar og gall- gangar auðveldlega greindir og undir- bundnir.3 0 Eftirlit og hjúkrunarþarfir (postopera- tive requirements) sjúklinga eftir hemi- hepatectomiu eru hinar sömu og eftir hvern annan stærri holskurð. Albumintap er mik- ið eftir þessar aðgerðir6 og því ráðlögð albumingjöf og fékk sjúklingur sá, er hér um ræðir, eina einingu (250 ml) af plasma daglega á 5.—8. degi eftir aðgerð. Serum albumin fyrir aðgerð var 4 gr%, féll niður í 2,7 gr% á 14 degi, en var síðan komið upp í 3,3 gr% við útskrift á 18. degi. Serumbilirubinhækkun virðist háð því, hve mikill hluti lifrar er fjarlægður.2 Hjá okkar sjúklingi fór bilirubin upp í 8.8 mg% á 2. degi eftir aðgerð, féll síðan niður í 5 mg% á sjötta degi og var 1.4 mg% við útskrift. Nokkur hluti bilirubinhækkun- ar kann að vera vegna aukinnar eyðilegg- ingar rauðra blóðkorna við blóðgjöf. Til þess bendir lækkun á haptoglobini úr 112 mg% fyrir aðgerð, í 20 mg% tveim dögum eftir aðgerð. Þessi lækkun á haptoglobini gæti orsakast bæði af bindingu þess við hæmoglobin og einnig vegna minni fram- leiðslu þess í lifrinni eftir aðgerð. Hækk- un á GPT er talin háð tímalengd aðgerð- ar2 og hjá okkar sjúklingi hækkaði GPT úr 30 ImU/ml fyrir aðgerð upp í 42 ImU/ml á 6. degi, en smálækkaði síðan. Rannsóknarniðurstöður fyrir aðgerð þóttu leiða sterkar líkur að því, að sjúk- lingurinn hefði hepatoma. Alfai-fetoprotein í blóði greindist ekki á átjánda degi eftir aðgerð, en var finnanlegt á ný fjórum mán- uðum síðar. Þrátt fyrir ýtarlegar rannsókn- ir hefur líffræðileg þýðing á endurkomu alfai-fetoproteins hjá sjúklingum með hepa- toma og ýmis önnur æxli, ekki verið fylli-

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.