Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Side 67

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Side 67
65 Guðjón Lárusson Ta — TOXICOSIS Um 25 ár eru síðan menn komust að raun um, að skjaldkirtillinn framleiðir og lætur trijodothyronine ( T:í ) út í blóðrás- ina, auk thyroxins(T4). Síðan hefur áhugi manna aukizt á T:i-rannsóknum. Hlutverka- skipting milli þess og Ti í skjaldkirtilbú- skap líkamans hefur verið óljós, en ágæt yfirlit yfir núverandi þekkingarástand hafa nýlega verið birt(” u). Byrjað var fljótlega að mæla T.i í blóði sjúklinga, en þær mælingar eru fyrst tald- ar verða áreiðanlegar eftir að farið var að beita aðferðum, sem nefndar eru „Compete- tive-Protein-Binding“ og þó einkum „Radio- Immuno Assey“(3). Síðan hefur komið í ljós, að sjúklingar með thyrotoxicosu og aukið magn af Ti í blóði, hafa alltaf aukið magn af T.i(91), en undanfarin ár hefur verið lýst mörgum sjúklingum, sem hafa einkenni thyrotoxi- cosu, hækkun á T.i í blóði, en eðlilegt Ti. Fyrirbrigði þetta hefur verið nefnt T.i-toxi- cosis. Til greiningar á því þarf að sýna fram á hækkað T:i, eðlilegt Ti, eðlilega bindi- eggjahvítu, Thyroxin-binding-Globulin (TBG) og negativa Ta-suppression. í þessari grein er lýst tveimur sjúkling- um, sem uppfylla þessi skilyrði. MÆLINGAR. Sumar af þeim mælingum, sem gera þurfti, voru annað hvort ekki gerðar hér á landi eða ekki aðgengilegar íslenzkum læknum og því varð stundum að senda blóð til útlanda til rannsókna. Mælingar þær, sem gerðar voru hjá þess- um sjúklingum, voru því framkvæmdar á ýmsum stöðum. Þess vegna eru mismun- andi tölur gefnar upp fyrir samskonar mælingu. Geislajoðpróf var gert á Landspítalan- um. Normalgildi eru 2—21% eftir 4 klst. og 6—36% eftir 24 klst. TBG var mælt hjá sjúklingi no. 1 á Landakotsspitala með immunokemiskri að- ferð og voru normalgildi 70—140 einingar. TBG hjá sjúklingi no 2 var mælt á Mayo Medical Laboratories, en normalgildi þar eru 16—24 microgr%. Með Ti er átt við „total thyroxin“ það er bæði fritt og bundið eggjahvítu. Tr var mælt á Landspítala í eitt skipti hjá sjúklingi no 1. Notuð var aðferð, sem nefnd er colum chromatography og normalgildi voru 2,9—6,6, Ti mælingar á Mayo Medical Laboratories eru gerðar með Competetive Protein Binding og eru normalgildi 4—11 microgr%. Frítt thyroxin var mælt á Mayo Medical Laboratories með dialysu og eru normal- gildi 0,6—2,6 nanogr%- T:i var mælt á Mayo Medical Labora- tories með Radio-Immuno-Assey, normal- gildi 120—312 nanogr%. SJÚKLINGAR. 1. sjúklingur. Þessi 26 ára gamla kona leitaði heimilislæknis 1972 vegna titrings á höndum, svita og hjartsláttaróþæginda. Hún taldi sig hafa létzt um 10 kg. undanfarin 4—5 ár. Hún var send til rannsóknar á Landspítalann og revndist geislajoðupptaka vera 45 % eftir 4 klst. og 53% eftir 24 klst. Serum T.| mældist 3.6 microgr%. Niðurstaða var að „þrátt fyrir normait T4 verður að teljast mjög grunsam- legt að konan sé með hyperthyroidismus". Við skoðun í Læknastöðinni hafði konan mörg einkenni um thyrotoxicosu. Húðin var heit og rök. áberandi titringur var á höndum, púls 100/mín. Skjaldkirtill var þreifanlegur, báðir lappar nokkuð jafnt stækkaðir en ekki mikið. enga hnúta var hægt að finna. Það heyrðist „bruit“ yfir kirtlinum. Augu voru eðli- leg. Hún var á engum iyfjuni. Mæling á T4 var nú endurtekin tvisvar á Landakotsspítala og revndist vera 4,3 og 4,0 microgr%. Bindi- geta var mæld með því að mæla TBG, sem var 91 eining. Jafnframt var blóð sent í mæl- ingu á T:i til Mayo Medical Laboratories og revndist vera 383 nanogr%. Nú var gert suppressionspróf og gefið 100 microgr. af T:i á dag í töfluformi í 5 daga og geislajoðunntaka gerð á fimmta degi. Reyndist þá 4 klst. upptakan vera 37%, en 24 klst. upp-

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.