Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Qupperneq 67

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Qupperneq 67
65 Guðjón Lárusson Ta — TOXICOSIS Um 25 ár eru síðan menn komust að raun um, að skjaldkirtillinn framleiðir og lætur trijodothyronine ( T:í ) út í blóðrás- ina, auk thyroxins(T4). Síðan hefur áhugi manna aukizt á T:i-rannsóknum. Hlutverka- skipting milli þess og Ti í skjaldkirtilbú- skap líkamans hefur verið óljós, en ágæt yfirlit yfir núverandi þekkingarástand hafa nýlega verið birt(” u). Byrjað var fljótlega að mæla T.i í blóði sjúklinga, en þær mælingar eru fyrst tald- ar verða áreiðanlegar eftir að farið var að beita aðferðum, sem nefndar eru „Compete- tive-Protein-Binding“ og þó einkum „Radio- Immuno Assey“(3). Síðan hefur komið í ljós, að sjúklingar með thyrotoxicosu og aukið magn af Ti í blóði, hafa alltaf aukið magn af T.i(91), en undanfarin ár hefur verið lýst mörgum sjúklingum, sem hafa einkenni thyrotoxi- cosu, hækkun á T.i í blóði, en eðlilegt Ti. Fyrirbrigði þetta hefur verið nefnt T.i-toxi- cosis. Til greiningar á því þarf að sýna fram á hækkað T:i, eðlilegt Ti, eðlilega bindi- eggjahvítu, Thyroxin-binding-Globulin (TBG) og negativa Ta-suppression. í þessari grein er lýst tveimur sjúkling- um, sem uppfylla þessi skilyrði. MÆLINGAR. Sumar af þeim mælingum, sem gera þurfti, voru annað hvort ekki gerðar hér á landi eða ekki aðgengilegar íslenzkum læknum og því varð stundum að senda blóð til útlanda til rannsókna. Mælingar þær, sem gerðar voru hjá þess- um sjúklingum, voru því framkvæmdar á ýmsum stöðum. Þess vegna eru mismun- andi tölur gefnar upp fyrir samskonar mælingu. Geislajoðpróf var gert á Landspítalan- um. Normalgildi eru 2—21% eftir 4 klst. og 6—36% eftir 24 klst. TBG var mælt hjá sjúklingi no. 1 á Landakotsspitala með immunokemiskri að- ferð og voru normalgildi 70—140 einingar. TBG hjá sjúklingi no 2 var mælt á Mayo Medical Laboratories, en normalgildi þar eru 16—24 microgr%. Með Ti er átt við „total thyroxin“ það er bæði fritt og bundið eggjahvítu. Tr var mælt á Landspítala í eitt skipti hjá sjúklingi no 1. Notuð var aðferð, sem nefnd er colum chromatography og normalgildi voru 2,9—6,6, Ti mælingar á Mayo Medical Laboratories eru gerðar með Competetive Protein Binding og eru normalgildi 4—11 microgr%. Frítt thyroxin var mælt á Mayo Medical Laboratories með dialysu og eru normal- gildi 0,6—2,6 nanogr%- T:i var mælt á Mayo Medical Labora- tories með Radio-Immuno-Assey, normal- gildi 120—312 nanogr%. SJÚKLINGAR. 1. sjúklingur. Þessi 26 ára gamla kona leitaði heimilislæknis 1972 vegna titrings á höndum, svita og hjartsláttaróþæginda. Hún taldi sig hafa létzt um 10 kg. undanfarin 4—5 ár. Hún var send til rannsóknar á Landspítalann og revndist geislajoðupptaka vera 45 % eftir 4 klst. og 53% eftir 24 klst. Serum T.| mældist 3.6 microgr%. Niðurstaða var að „þrátt fyrir normait T4 verður að teljast mjög grunsam- legt að konan sé með hyperthyroidismus". Við skoðun í Læknastöðinni hafði konan mörg einkenni um thyrotoxicosu. Húðin var heit og rök. áberandi titringur var á höndum, púls 100/mín. Skjaldkirtill var þreifanlegur, báðir lappar nokkuð jafnt stækkaðir en ekki mikið. enga hnúta var hægt að finna. Það heyrðist „bruit“ yfir kirtlinum. Augu voru eðli- leg. Hún var á engum iyfjuni. Mæling á T4 var nú endurtekin tvisvar á Landakotsspítala og revndist vera 4,3 og 4,0 microgr%. Bindi- geta var mæld með því að mæla TBG, sem var 91 eining. Jafnframt var blóð sent í mæl- ingu á T:i til Mayo Medical Laboratories og revndist vera 383 nanogr%. Nú var gert suppressionspróf og gefið 100 microgr. af T:i á dag í töfluformi í 5 daga og geislajoðunntaka gerð á fimmta degi. Reyndist þá 4 klst. upptakan vera 37%, en 24 klst. upp-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.