Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Page 68

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Page 68
66 takan 56%'. Hafði þannig 4 klst. upptakan lækkað um 18%, en 24 klst. upptakan ekkert. Konan var nú sett á lyfjameðferð með Propylthiouracil og Inderal (í stuttan tíma) og fylgzt með kliniskum einkennum hennar. Lyfja- meðferð var hætt eftir 1 ár og við skoðun einum mánuði síðar í Læknastöðinni var hún talin vera euthyroid. 1 ágúst 1975 var konan skoðuð á ný, en þá taldi hún að fyrri einkenni væru að koma aft- ur. Skjaldkirtill var þá eins átöku og fyrr og einkenni svipuð. Eftirfarandi mælingar voru gerðar á Mayo Medical Laboratories: Total T4 9,6 microgr%, frítt T4 2,0 nanogr%, TBG 18,5 microgr%, T3 264 nanogr%. Ákveðið var að bíða átekta og voru mæling- ar endurteknar í október 1976, þótt ekki fynd- ust þá einkenni um skjaldkirtilssjúkdóm. Þá mældist total T| 9,6 microgr%, frítt T4 2,0 nanogr%, TBG 15.2 microgr% og T:i 207 nano- gr%, og voru mælingar þvi allar eðlilegar. 2. sjúklingur. 28 ára gömul kona leitaði iæknis í febrúar 1975 vegna örs hjartsláttar. er hún hafði haft í 4—5 mánuði. Við skoðun voru einkenni grunsamleg um thyrotoxicosu, en ekki örugg. Skjaldkirtill var aðeins stækkaður, báðir lappar jafnt. Húð var eðlilega heit og rök. Titringur var vafasamur. Blóðþrýstingur var 160/105, hiartsláttur 120/mín. Serum T4 mælt á Landakotsspítala, var 9,0 microgr%. Geislaioðpróf sýndi 29% upptöku eftir 4 klst. og 45% upptöku eftir 24 klst. Á skanni sást jöfn dreifing upptökunnar í stækkuðum kirtli. Gerð var sunpression með 100 microgr. af T:j á dag og upptaka mæld á ný á fimmta degi. Reyndist upptakan þá 31% eftir 4 klst. og 40% eftir 24 klst. Upptakan hafði þannig ekkert lækkað í 4 klst. mælingunni, en aðeins um 11% í 24 klst. mælingunni. Hafin var meðferð með Propylthiouracil og fylgzt með kliniskum einkennum og T4. Þess- ari meðferð var haldið áfram í rúmlega 1 ár. 1 júlí 1976, er konan var skoðuð, taldi hún sig vera að fá óþægindi á ný, svipuð og hún hafði áður haft. Húð hennar var þá heit og rök. léttur titringur á höndum, púls 120/mín. Skjaldkirtiil var svipaður að stærð og átöku og að ofan er lýst. Mælingar á Mayo Medical Laboratories: Total T| var aðeins hækkað 13,6 niicrogr%, en frítt T4 var eðlilegt 2 5 nanogr%, TBG mældist 19,5 microgr% og T;! hækkað 337 nanogr%. Meðferð var hafin á ný með Propylthiouracil, en siðar skipt yfir í Neo-mercazoi. Klinisk ein- kenni hurfu um leið og líðan konunnar batn- aði. Er hún var orðin euthyroid, var hún lögð inn á Landakotsspitala og gerð thyroidectomia subtotalis í desember 1976. UMRÆÐA. Mörgum sjúklingum með T.-i-toxicosu hef- ur nú verið lýst í læknaritum. Á árunum 1957 til 1964 birtust nokkrar greinar um sjúklinga, sem virtust hafa aukið magn af T:i í blóði, en þar eð þessar mælingar voru ekki öruggar, auk þess sem ekki höfðu samtímis verið gerðar mælingar á Ti og bindigetu, hafa þessar skýrslur að- allega sögulega þýðingu(:!). Árið 1968 lýstu Hollander og samverka- menn hans(-) sjúklingi með augljós ein- kenni um Graves-sjúkdóm, en eðlilegt PFI, Ti og TBG, hinsvegar hækkun á T:i og T:i-secretion rate. Wahner og Gorman(10) lýstu árið 1971 7 sjúklingum með thyrotoxicosu og normalt total Ti en hækkun á T:i. Ivy og samverkamenn hans(3) lýstu 8 sjúklingum með T:i toxicosis árið 1971 og Sterling og samverkamenn hans(8) lýstu 1972 2 sjúklingum með hnútótta skjald- kirtla (toxic nodular goiter) og einum með Graves-sjúkdóm og höfðu allir eðlilegt Ti, en hækkað T:i í blóði. Þá birtist enn grein eftir Hollander og samverkamenn hans(3) árið 1972 um 40 slika sjúklinga, en frá 5 þeirra hafði verið skýrt áður. Ljóst er að þessi tegund af thyrotoxicosu kemur ekki eingöngu fyrir sjá sjúklingum með einkenni um Graves-sjúkdóm, heldur líka hjá þeim, sem hafa stakan, og starf- andi hnút (toxic nodule) eða hnútóttan kirtil (multinodular goiter). Ivy(3) telur, að ekki sé hægt að greina sjúklinga með T:i-toxicosu frá venjulegum thyrotoxiskum sjúklingum á neinum klin- iskum einkennum og verði blóðmælingar að koma til. Þó er það sameiginlegt þeim 8 sjúklingum er hann lýsir, að einkenni þeirra voru væg og i sumum tilfellum erfið að meta. Svipað var um þá tvo sjúklinga, sem hér er lýst. Hvorug þeirra var með einkenni á háu stigi, en nóg til þess að báðar höfðu verið rannsakaðar nokkuð, áður en komizt var á rétt spor. Þá hefur verið stungið upp á því að T:i-toxicosis sé aðeins byrjunarstig og að slíkir sjúklingar muni á næstu mánuðum cinnig íá hækkun á Ti('), ennfremur að hækkun á Ta komi á undan hækkun á Ti hjá sjúklingum með recurrent thyrotoxi- cosis(7). Slíkt gæti verið reyndin með sjúkling no. 2 er mældist með hækkun á T:i, er hún taldi einkenni vera að byrja á ný. Deila J

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.