Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Síða 68

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Síða 68
66 takan 56%'. Hafði þannig 4 klst. upptakan lækkað um 18%, en 24 klst. upptakan ekkert. Konan var nú sett á lyfjameðferð með Propylthiouracil og Inderal (í stuttan tíma) og fylgzt með kliniskum einkennum hennar. Lyfja- meðferð var hætt eftir 1 ár og við skoðun einum mánuði síðar í Læknastöðinni var hún talin vera euthyroid. 1 ágúst 1975 var konan skoðuð á ný, en þá taldi hún að fyrri einkenni væru að koma aft- ur. Skjaldkirtill var þá eins átöku og fyrr og einkenni svipuð. Eftirfarandi mælingar voru gerðar á Mayo Medical Laboratories: Total T4 9,6 microgr%, frítt T4 2,0 nanogr%, TBG 18,5 microgr%, T3 264 nanogr%. Ákveðið var að bíða átekta og voru mæling- ar endurteknar í október 1976, þótt ekki fynd- ust þá einkenni um skjaldkirtilssjúkdóm. Þá mældist total T| 9,6 microgr%, frítt T4 2,0 nanogr%, TBG 15.2 microgr% og T:i 207 nano- gr%, og voru mælingar þvi allar eðlilegar. 2. sjúklingur. 28 ára gömul kona leitaði iæknis í febrúar 1975 vegna örs hjartsláttar. er hún hafði haft í 4—5 mánuði. Við skoðun voru einkenni grunsamleg um thyrotoxicosu, en ekki örugg. Skjaldkirtill var aðeins stækkaður, báðir lappar jafnt. Húð var eðlilega heit og rök. Titringur var vafasamur. Blóðþrýstingur var 160/105, hiartsláttur 120/mín. Serum T4 mælt á Landakotsspítala, var 9,0 microgr%. Geislaioðpróf sýndi 29% upptöku eftir 4 klst. og 45% upptöku eftir 24 klst. Á skanni sást jöfn dreifing upptökunnar í stækkuðum kirtli. Gerð var sunpression með 100 microgr. af T:j á dag og upptaka mæld á ný á fimmta degi. Reyndist upptakan þá 31% eftir 4 klst. og 40% eftir 24 klst. Upptakan hafði þannig ekkert lækkað í 4 klst. mælingunni, en aðeins um 11% í 24 klst. mælingunni. Hafin var meðferð með Propylthiouracil og fylgzt með kliniskum einkennum og T4. Þess- ari meðferð var haldið áfram í rúmlega 1 ár. 1 júlí 1976, er konan var skoðuð, taldi hún sig vera að fá óþægindi á ný, svipuð og hún hafði áður haft. Húð hennar var þá heit og rök. léttur titringur á höndum, púls 120/mín. Skjaldkirtiil var svipaður að stærð og átöku og að ofan er lýst. Mælingar á Mayo Medical Laboratories: Total T| var aðeins hækkað 13,6 niicrogr%, en frítt T4 var eðlilegt 2 5 nanogr%, TBG mældist 19,5 microgr% og T;! hækkað 337 nanogr%. Meðferð var hafin á ný með Propylthiouracil, en siðar skipt yfir í Neo-mercazoi. Klinisk ein- kenni hurfu um leið og líðan konunnar batn- aði. Er hún var orðin euthyroid, var hún lögð inn á Landakotsspitala og gerð thyroidectomia subtotalis í desember 1976. UMRÆÐA. Mörgum sjúklingum með T.-i-toxicosu hef- ur nú verið lýst í læknaritum. Á árunum 1957 til 1964 birtust nokkrar greinar um sjúklinga, sem virtust hafa aukið magn af T:i í blóði, en þar eð þessar mælingar voru ekki öruggar, auk þess sem ekki höfðu samtímis verið gerðar mælingar á Ti og bindigetu, hafa þessar skýrslur að- allega sögulega þýðingu(:!). Árið 1968 lýstu Hollander og samverka- menn hans(-) sjúklingi með augljós ein- kenni um Graves-sjúkdóm, en eðlilegt PFI, Ti og TBG, hinsvegar hækkun á T:i og T:i-secretion rate. Wahner og Gorman(10) lýstu árið 1971 7 sjúklingum með thyrotoxicosu og normalt total Ti en hækkun á T:i. Ivy og samverkamenn hans(3) lýstu 8 sjúklingum með T:i toxicosis árið 1971 og Sterling og samverkamenn hans(8) lýstu 1972 2 sjúklingum með hnútótta skjald- kirtla (toxic nodular goiter) og einum með Graves-sjúkdóm og höfðu allir eðlilegt Ti, en hækkað T:i í blóði. Þá birtist enn grein eftir Hollander og samverkamenn hans(3) árið 1972 um 40 slika sjúklinga, en frá 5 þeirra hafði verið skýrt áður. Ljóst er að þessi tegund af thyrotoxicosu kemur ekki eingöngu fyrir sjá sjúklingum með einkenni um Graves-sjúkdóm, heldur líka hjá þeim, sem hafa stakan, og starf- andi hnút (toxic nodule) eða hnútóttan kirtil (multinodular goiter). Ivy(3) telur, að ekki sé hægt að greina sjúklinga með T:i-toxicosu frá venjulegum thyrotoxiskum sjúklingum á neinum klin- iskum einkennum og verði blóðmælingar að koma til. Þó er það sameiginlegt þeim 8 sjúklingum er hann lýsir, að einkenni þeirra voru væg og i sumum tilfellum erfið að meta. Svipað var um þá tvo sjúklinga, sem hér er lýst. Hvorug þeirra var með einkenni á háu stigi, en nóg til þess að báðar höfðu verið rannsakaðar nokkuð, áður en komizt var á rétt spor. Þá hefur verið stungið upp á því að T:i-toxicosis sé aðeins byrjunarstig og að slíkir sjúklingar muni á næstu mánuðum cinnig íá hækkun á Ti('), ennfremur að hækkun á Ta komi á undan hækkun á Ti hjá sjúklingum með recurrent thyrotoxi- cosis(7). Slíkt gæti verið reyndin með sjúkling no. 2 er mældist með hækkun á T:i, er hún taldi einkenni vera að byrja á ný. Deila J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.