Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Page 69

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Page 69
67 má um, hvort sá sjúklingur teljist með hreint form af Ta-toxicosu, sökum hækkun- ar á total Ti. Ég hef þó lagt meira upp úr því, að frítt thyroxin mældist eðlilegt og þar eð bindigeta reyndist eðlileg er helzt nærtæk skýring á þessum mismun á total Ti og fríu Ti sú, að truflun hafi getað verið á bindigetu Thyroxin-Binding-Prealbumin (TBPA), sem ekki var mælt. Konan var ekki að taka nein þau lyf, sem vitað er að geti truflað bindingu thyroxins. Fróðlegt hefði verið að mæla frítt Tr og T:i í byrjun hjá þeim sjúklingi, en Tj mælingin þá samræmdist klinisku ástandi, auk þess sem röng skjaldkirtilsstarfsemi var enn frekar staðfest með T.i-supressions prófi. Báðir þessir sjúklingar voru með jafna skjaldkirtilsstækkun á báðum löppum og teljast vera með Graves-sjúkdóm án augn- einkenna. Við greininguna er nauðsynlegt að sýna fram á, að thyroxin (Ti) sé eðlilegt og að tala sú, sem fæst sé ekki trufluð af trufl- aðri bindingu. Því er nauðsynlegt að mæla annaðhvort frítt Ti eða TBG því til stað- festingar. T.i-suppressionsprófið er gert til að sýna fram á truflað samband milli skjaldkirtils cg heiladinguls. Sé eðlilegt samband, ætti geislajoðupptakan að minnka um a.m.k. 50% við að tekin eru 100 microgr. af tri- jodothyronin á dag í 5 daga. T.-i-suppres- sionsprófið er nauðsynlegt að gera þótt byrjunartölur séu eðlilegar. Hækkuð geislajoðupptaka eins og var hjá sjúklingi no 1, bendir að vísu til thyro- toxicosu, en getur verið af öðrum orsök- um. T:i er nú mælt með Radio-Immuno- Assey eða Competetive-Protein-Binding. Athuga þarf að rugla þessari rannsókn ekki saman við svokallaða T:i-upptöku, sem er ekki mæling á trijodothyronine heldur óbein mæling á bindigetu TBG. Vafalaust á eftir að finna mörg tilfelli af T:i-toxicosu hér í framtíðinni, þar sem nú er almennt byrjað að gera mælingar á T:i hér á landi og ber að hafa þann mögu- leika i huga, ef sjúklingur hefur einkenni grunsamleg um thyrotoxicosu, en eðlilega geislajoðupptöku og Ti. SUMMARY The syndrome of T3-to.xic0.sis is presented the criteria being elevated T3, normal T4, normal TBG and negative Ta-suppression. Two patients who fullfill the criteria are presented. HEIMILDIR: 1. Editorial: T3-Thyrotoxicosis. Br. Med. J. 6 maí 1972. Bls. 306-307. 2. Hollander, C.S.: On the nature of the circulating thyroid hormone: clinical studies of triiodothyro- nine and thyroxine in serum using gas chromatographic methods. Trans. Assoc. Am. Physicans. 81, 1968 bls. 76-91. 3. Hollander C.S., Mitsuma, T., Nihei, N., Shenkman, L. Burday, S.Z. Blum, M.: Clinical and Laboratory observations in cases of Triiodothyronine toxicosis con- firmed by Radio-immunoassey. The Lancet, 18. marz 1972, bls. 609-611. 4. Hollander C.S., Shenkman, L., Mitsuma, T., Blum M., Kastin A.J., Anderson, D.G.: Hypertriiodothyroninæmia as a premoni- tory manifestation of thyrotoxicosis. The Lancet 1971, 2. okt. bls. 731-733. 5. Ivy, H.K., Wahner, H.W., Gorman, C.A.. „Triiodothyronine (Tg) Toxicosis". Arch. Int. Med. 1971, okt. bindi 128:4 bls. 529-534. 6. Rapoport, B., Ingbar. S.H.: Production of Triiodothyronine in normal Human subjects and in Patients with Hyperthyroidism. Am. J. Med. 1974, bindi. 56. maí, bls. 586-591. 7. Shenkman, L., Mitsuma, T., Blum, M., Hol- lander, C.S.: Recurrent Hyperthyroidism Presenting as Triiodothyronine Toxicosis. Ann. Int. Med. 1972: 77. bls. 410-413. 8. Sterling, K., Refetoff, S. Selenkow, H.A.: T.i thyrotoxicosis: Thyrotoxicosis due to elevated serum triiodothyronine levels. JAMA, 1970: 213, bls. 571-575. 9. Utiger, RJD.: Serum Triiodothyronine in man. Ann. Rev. Med. 1974, bindi 25, bls. 289-302. 10. Wahner, HW., Gorman C.A.: Interpretation of Serum Triiodothyronine levels measured by the Sterling technic. New Engl. J. Med. 1971, bindi 284 : 5 bls. 225-230. L

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.