Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Page 70
68
Þröstur Laxdal
ACTINOMYCOSIS
4 tilfelli af Barnadeild Landakotsspitala
Actinomycosis, eða svonefnd ígulmygla,
er talin fágæt hér á landi og jafnvel svo,
að ekki þykir lengur ástæða til árlegrar
skráningar hennar í íslenskar heilbrigðis-
skýrslur. ('•')
Hér er greint frá 4 börnum, er lágu á
barnadeild Landakotsspítala á árunum
1969—1976 með þennan sjúkdóm.
Fyrst skulu þó rifjuð upp nokkur atriði
í sambandi við sjúkdómsvald og helstu
sjúkdómsmyndir.
SÝKILL
Sýkill sá, er langoftast veldur ígulmyglu
í mönnum, er kenndur við Israel, þýskan
skurðlækni, sem fyrstum tókst að sýna
fram á actinomyces í mannslikamanum fyr-
ir réttri öld síðan(7).
Orðið actinomyces þýðir geislasveppur
eða ígulsveppur og er dregið af hinum
geislóttu hreiðrum (colonium) með kylfu-
laga þráðendum, sem finnast í svokölluð-
um brennisteinskornum (sulfur granulum).
Þessi nafngift er þó nánast vandræðaleg,
eftir að ljóst er orðið, að hinn Gram-já-
kvæði, greinótti, þráðlaga sýkill, er mun
skyldari bakterium en sveppum og er inn
limaður í flokkinn actinomycetales ásamt
mycobacteria, Nocardia og Streptomy-
ces(5).
Actinomyces israeli vex aðeins við anae-
robe- eða microaerophil-skilyrði og getur
verið erfiður ræktunar, einkum vegna
mengunar frá öðrum bakterium. Sýkillinn
er endogen hjá mönnum og finnst aðal-
lega í munnholi, en einnig í tractus intesti-
nalis og hefur ekki fundist lifandi utan
mannslíkamans. Ekki er vitað með vissu,
hvers vegna hann verður af og til sjúk-
dómsvaldur (pathogen), en oft er saga um
einhvers konar trauma á slímhúð, sem gef-
ur sýklinum kost á loftfælnu umhverfi,
svo sem í sambandi við tannlæknisaðgerð,
hálskirtlatöku, aðskotahluti, botnlangatöku
eða perforatio á görn.
Actinomyces israeli veldur hægfara,
langvinnri sýkingu, og myndar djúpar í-
gerðir, sem seinna hafa tilhneigingu til
fistla- og örvefsmyndana. Hinar velþekktu,
gulleitu sulfur granulur, sem sjást oft i
vel útgrafinni ígerð, eru ekkert annað en
samantvinnuð, greinótt, mycelia hreiður.
Þessi korn eru einkennandi fyrir sjúkdóm-
inn, en ekki afgerandi, því þau geta fund-
ist við aðrar bakteriu- og sveppasýking-
ar(,!).
Actinomyces sýking virðir engin vefja-
mörk og étur sig gjarnan inn í nálæg líf-
færi, en fjarlæg meinvörp þekkjast einnig.
SJÚKDÓMSFLOKKAR
Actinomycosis hefur verið skipt í 3 meg-
inflokka, eftir uppruna sjúkdómsins, þ.e.a.s.
cervicofacial, abdominal og thoracal acti-
nomycosis.
1) Cervicofacial actinomycosis nær yfir
rúmlega helming allra tilfella. Hörð, sárs-
aukalaus bólga myndast yfir kjálka eða á
hálsi, stækkar smám saman, stríkkar á
húð og gerir hana gljáandi, rauða eða blá-
leita, áður en ígerðin brestur fram og skil-
ur eftir sig ganga, sem haldist geta opnir
og vessandi svo vikum skiptir. Einnig
getur ígerðin þrengt sér inn á við, með
fistlum inn í munnhol, eða valdið osteo-
myelitis á mandibula. Alla jafnan eru þess-
ir sjúklingar hitalausir.
2) Abdominal actinomycosis er næstal-
gengust, u.þ.b. 25% allra sjúklinga. Oft-
ast myndast þá kviðarígerðir, mánuðum
eftir botnlangatöku eða rof á meltingar-
vegi. Hafa þær tilhneigingu til að stað-
setjast sem actinomycoma, en geta átt til
að breiðast til lifrar eða í gegnum dia-
phragma upp í thorax. Ósjaldan er hita-
hækkun, nætursviti og þyngdartap.