Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Side 71

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Side 71
69 3) Thoracal myndin hefur lægri tíðni eða u.þ.b. 15% allra actinomycosis-sjúk- linga. Byrjar oft með greinilegri, bilateral þéttingu, neðarlega í lungum í sambandi við langvinna lungnasýkingu, þar sem bronchial obstructio skapar loftfælið um- hverfi fyrir sýkla, aspireraða frá munn- holi. Brjóstholssýking getur einnig orðið gegnum vélinda eða þind. Síðar verður ab- scessmyndun og ósjaldan, eftir mislangan tíma, bein útbreiðsla yfir í mediastinum og pleura og þar næst til nálægra rifja og húðar. Haematogen útbreiðslu til fjarlæg- ari líffæra hefir einnig verið lýst. Hér er oft septiskur hiti og þyngdartap. Þessir meginflokkar mynda samanlagt um 95% allra actinomycosis sýkinga. Afgangurinn er þá frumsýkingar á ano- rectal svæði, i þvagfærum, í heilahimnum, hjarta og fl. EFNIVIÐUR Sjúkrasaga I. S.K., 8 ára stúlka úr Reykjavík, var inn- lögð á Barnadeild Landakotsspítala í mars 1969, vegna pericardial núningshljóðs. Hafði tveggja mánaða sögu um intermittent, sára, substernai verki með leiðslu upp í vinstri öxl, sem ósjald- an höfðu varnað henni svefns. Þessir verkir voru hvað verstir, ef hún lá á vinstri hlið, en rénuðu heldur við að setjast upp. Á þessu tíma- bili hafði telpan öðru hverju haft þurrt hósta- kjöltur, sem jók á precordial óþægindi. Einn- ig hafði hún stundum fundið fyrir særindum við að renna niður mat. Á þessu 2ja mánaða tímabili hafði stúlkan lengst af verið með hita- kommur, en tvivegis rokið upp í 39° hita í nokkra daga og hafði þá í bæði skiptin fengið nokkurra daga tetracyclin meðferð. Hún hafði verið slöpp, svitnað mikið og lést um 4 kg. Heilsufarssaga var neikvæð. Engar tanntök- ur eða tannviðgerðir höfðu farið fram und- anfarandi vikur. Við innlögn var stúlkan föl, slappleg og veikindaleg, en hitalaus. Tennur voru nokkuð skemmdar, en hálskirtlar eðlileg- ir. Lungnahlustun var aigerlega neikvæð, en við hjartahlustun heyrðist mjög hávært nún- ingshíjóð yfir öllu precordii. Actio var reglu- leg, en tachycardia, 96/min. Periferir púlsar voru fremur veikir. Blóðþrýstingur var 110/60 og nokkuð greinilegur pulsus paradoxus. Eng- in stækkun á lifur og milta, engar eitlastækk- anir. Engin húðútbrot, engin liða-einkenni. Röntgenmynd af hjarta við komu sýndi greinilega stækkaðan hjartaskugga, án lungna- stasis, með cardio-thoracal hlutfalli 0.6. Ekki greindust infiltröt í lungum á þessari fyrstu mynd (mynd 1). Hliðarmynd sýndi fyllingu á retrosternal bili, án thymus stækkunar. Á hjartariti komu fram Mynd I: — (Sj. I, — við innlögn: Kúlulaga, stækkaður hjartaskuggi, án stasa né in- filtrationa í lungum). Fig. I: — Case I, — on admission: Globe shaped, enlarged cardiac silhouette, with- out stasis or infiltrations in the lungs. alláberandi T-takka inversionir, þ.e.a.s. nei- kvæðir T-takkar í I. og II. leiðslu, jákvæðir T-takkar i hægri precordial leiðslum, en nei- kvæðir í V0. (Mynd 2). Mynd II: — (Sj. I, — við innlögn: Hjarta- rit sýnir inversionir á T tökkum, en enga spennulækkun á QRS komplexum, ná áber- andi breytingar á S—T bili). Fig. II: — Case I, — on admission: EKG, showing inversion of T waves, without low QRS voltage or changes in S—T seg- ment. (2 months* duration of clinical symp- toms). Blóðhagur við komu sýndi Hb. 10.6 gr%, hvít blóðkorn 10.600 með vinstri hneigð og sökk 86 mm/klst. Við immunolectrophoresis sást áberandi hækkun á IgA eða 420 mg% og nokk- ur hækkun á IgG eða 1700 mg%. Albumin var hins vegar lækkað. Á tímabili komu fram já- kvæð Rose Waaler og Latexpróf.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.