Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Síða 71

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Síða 71
69 3) Thoracal myndin hefur lægri tíðni eða u.þ.b. 15% allra actinomycosis-sjúk- linga. Byrjar oft með greinilegri, bilateral þéttingu, neðarlega í lungum í sambandi við langvinna lungnasýkingu, þar sem bronchial obstructio skapar loftfælið um- hverfi fyrir sýkla, aspireraða frá munn- holi. Brjóstholssýking getur einnig orðið gegnum vélinda eða þind. Síðar verður ab- scessmyndun og ósjaldan, eftir mislangan tíma, bein útbreiðsla yfir í mediastinum og pleura og þar næst til nálægra rifja og húðar. Haematogen útbreiðslu til fjarlæg- ari líffæra hefir einnig verið lýst. Hér er oft septiskur hiti og þyngdartap. Þessir meginflokkar mynda samanlagt um 95% allra actinomycosis sýkinga. Afgangurinn er þá frumsýkingar á ano- rectal svæði, i þvagfærum, í heilahimnum, hjarta og fl. EFNIVIÐUR Sjúkrasaga I. S.K., 8 ára stúlka úr Reykjavík, var inn- lögð á Barnadeild Landakotsspítala í mars 1969, vegna pericardial núningshljóðs. Hafði tveggja mánaða sögu um intermittent, sára, substernai verki með leiðslu upp í vinstri öxl, sem ósjald- an höfðu varnað henni svefns. Þessir verkir voru hvað verstir, ef hún lá á vinstri hlið, en rénuðu heldur við að setjast upp. Á þessu tíma- bili hafði telpan öðru hverju haft þurrt hósta- kjöltur, sem jók á precordial óþægindi. Einn- ig hafði hún stundum fundið fyrir særindum við að renna niður mat. Á þessu 2ja mánaða tímabili hafði stúlkan lengst af verið með hita- kommur, en tvivegis rokið upp í 39° hita í nokkra daga og hafði þá í bæði skiptin fengið nokkurra daga tetracyclin meðferð. Hún hafði verið slöpp, svitnað mikið og lést um 4 kg. Heilsufarssaga var neikvæð. Engar tanntök- ur eða tannviðgerðir höfðu farið fram und- anfarandi vikur. Við innlögn var stúlkan föl, slappleg og veikindaleg, en hitalaus. Tennur voru nokkuð skemmdar, en hálskirtlar eðlileg- ir. Lungnahlustun var aigerlega neikvæð, en við hjartahlustun heyrðist mjög hávært nún- ingshíjóð yfir öllu precordii. Actio var reglu- leg, en tachycardia, 96/min. Periferir púlsar voru fremur veikir. Blóðþrýstingur var 110/60 og nokkuð greinilegur pulsus paradoxus. Eng- in stækkun á lifur og milta, engar eitlastækk- anir. Engin húðútbrot, engin liða-einkenni. Röntgenmynd af hjarta við komu sýndi greinilega stækkaðan hjartaskugga, án lungna- stasis, með cardio-thoracal hlutfalli 0.6. Ekki greindust infiltröt í lungum á þessari fyrstu mynd (mynd 1). Hliðarmynd sýndi fyllingu á retrosternal bili, án thymus stækkunar. Á hjartariti komu fram Mynd I: — (Sj. I, — við innlögn: Kúlulaga, stækkaður hjartaskuggi, án stasa né in- filtrationa í lungum). Fig. I: — Case I, — on admission: Globe shaped, enlarged cardiac silhouette, with- out stasis or infiltrations in the lungs. alláberandi T-takka inversionir, þ.e.a.s. nei- kvæðir T-takkar í I. og II. leiðslu, jákvæðir T-takkar i hægri precordial leiðslum, en nei- kvæðir í V0. (Mynd 2). Mynd II: — (Sj. I, — við innlögn: Hjarta- rit sýnir inversionir á T tökkum, en enga spennulækkun á QRS komplexum, ná áber- andi breytingar á S—T bili). Fig. II: — Case I, — on admission: EKG, showing inversion of T waves, without low QRS voltage or changes in S—T seg- ment. (2 months* duration of clinical symp- toms). Blóðhagur við komu sýndi Hb. 10.6 gr%, hvít blóðkorn 10.600 með vinstri hneigð og sökk 86 mm/klst. Við immunolectrophoresis sást áberandi hækkun á IgA eða 420 mg% og nokk- ur hækkun á IgG eða 1700 mg%. Albumin var hins vegar lækkað. Á tímabili komu fram já- kvæð Rose Waaler og Latexpróf.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.