Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Síða 72

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Síða 72
70 Telpan var sett á stranga rúmlegu, án lyfja, og í fyrstu sáust greinileg batamerki. Hiti lækkaði, hjartaskuggi minnkaði og núnings- hljóð hvarf. Brátt fór þó ástand aftur versn- andi, með hitatoppum upp i 39°, leucocytosis í kringum 13.000, sökki um 120, og Hb. lækkun úr 10.6 gr% niður i 8.8 gr%. Samfara minnk- andi pericardial effusio fór nú að bera á vax- andi pleuro-pericardial adhaesionum og pleurai effusio. (Mynd 3). Mynd III: — (Sj. I, — 3 mán. eftir innlögn: Pleuropericardial fibrosis og skyggður sinus phrenicocostalis sin). Fig. III: — Case I, — 3 months after ad- mission: Pleuropericardial fibrosis with left pleural effusion. Leit að orsakavaldi hafði ekki borið árang- ur og hafði þá athyglin einkum beinst að collagen sjúkdómum og hvers konar sýkingum. Gerð var pleural ástunga og fengust 2 ml. af strágulum vökva, sem sýndi töluvert af seg- menteruðum leucocytum og fáeina digra, staf- laga, Gram-positiva þræði. Þar sem bakteríu- og svepparæktanir reyndust hins vegar nei- lcvæðar, var helst hallast að því, að hér væri um litarútfellingu að ræða. Veiruræktanir frá pleural vökva voru einnig neikvæðar, svo og frá blóði og hálsi. Eftir síendurteknar, nei- kvæðar ræktanir var ákveðið að hefja stera- meðferð, þar sem sjúkdómsástand fór heldur versnandi. Voru þá 3 mánuðir liðnir frá fyrstu komu sjúklings á deildina og aldrei borið á einkennum frá öðrum líffærum en pericardium og pleura. Á þessari meðferð fór ástand mjög batnandi, þótt ennþá kæmu fárra daga hita- toppar með 1—2ja vikna millibili. Tveim vikum eftir upphaf sterameðferðar fór hins vegar að bera á torkennilegum húð- laesionum. Byrjaði þetta með rauðbláum blett- um á stórutám beggja fóta og jarka vinstri fótar. Stækkuðu þessir blettir á næstu dögum og varð yfirborð þeirra smáhnökrótt, en Þykk- ildi í húðinni umhverfis. (Mynd 4). Sjá litmynd á bls. 72. Skömmu seinna kom svipuð laesio á nates. Gerð var ástunga á þessum laesionum í fimm skipti og gulhvítur vessi sendur í smásjár- skoðun og ræktanir. Við smásjárskoðun sást fjöldi af hvítum blóðkornum og tvisvar svip- aðir þræðir og fundust í pleuraexudati, en að vísu mun fíngerðari. Ræktanir voru hins veg- ar alltaf neikvæðar fyrir sveppum og bakteri- um og höfðu þó sýklalyf aldrei verið gefin frá komu sjúklings á spítalann. Bólguhersli á nates var nú skorið i burtu i heilu lagi. 1 sömu svæfingu var skorið dýpra inn á laesio á jarka og komu þá i fyrsta sinn fram dæmigerðar sulfur granulur, er sýndu Gram-jákvæða mycelia-Þræði við Gram-litun. Ræktanir frá báðum stöðum voru neikvæðar sem fyrr. Vefjarannsókn á natesfleyg sýndi aft- ur á móti miklar bólgubreytingar i Jeðurhúð, er náðu niður í fitu. Víða voru abscessar og í miðjum sumra þeirra mátti sjá sveppacoloniur, sem að byggingu voru geislalaga, svöruðu að útliti til actinomyces israeli og höfðu jákvæð- ar sérlitanir (Mynd 5 og 5a. og 6). Sjá litmyndir á bls. 72 og 73. Var nú rúmt 1/2 ár liðið frá fyrstu peri- carditis einkennum stúlkunnar og mál til kom- ið að hefja raunhæfar aðgerðir. Um leið og sterar voru minnkaðir, var byrjað á cryst. penicillini 6 millj. ein. á dag í æð i 10 daga og síðan gefið 1.2 millj. proc. penicillin á dag í vöðva í 20 daga. Þá fékk stúlkan ofnæmis- svörun, svo breytt var yfir í tetracyclin per os og gefið 1 gr á dag í 25 daga til viðbótar, þannig að meðferð vrar alls gefin í 81 vikur. Pleural effusio hvarf skjótt og húðmeinvörp þornuðu upp á 3 vikum og almenn líðan breytt- ist mjög til batnaðar. Sjúkrasaga II. Þ.T. 8 ára drengur úr Reykjavík, var inn- lagður á Landakotsspítala i janúar 1970 vegna bóigu vinstra megin á hálsi, sem fyrst hafði sést 8 dögum fyrir innlögn og stækkað frem- ur ört, án hitahækkunar né annarra einkenna. Fyrra heilsufar gott. Hafði farið til tannlækn- is 3—4 vikum áður en bera tók á umræddri bólgu og var þá dreginn úr honum skemmdur jaxl. Við skoðun sást og fannst ávöl fyrirferðar- aukning neðarlega, vinstra megin á hálsi yfir musculus sternocleidomastoideus, 2x4 cm á stærð, með sléttu yfirborði, fremur þétt átöku, en hreyfanleg og eymslalaus að kalla. Á næstu 5 dögum stækkaði þessi fyrirferðaraukning, varð hnökróttari og lóðaðist bæði við húð og undirlag. Á yfiriiggjandi húð fór einnig að bera á örlitlum rauðum bletti, sem stækkaði upp i 1 cm í þvermál á einum sólarhring. Tennur voru nýviðgerðar og hálskirtlar eðlilegir. Hvergi var eitlastækkanir að finna og dreng- urinn hélst hitalaus. Blóðhagur var eðlilegur, að sökki undan- teknu, sem var 40 mm/klst. Exstirpatio á þessum tumor gekk dálítið erf- iðlega, vegna mikilla samvaxta við umhverfi, og varð jafnframt að taka smá hluta af musc- ulus sternocleidomastoideus. Gulleitt graftar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.