Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Síða 73
71
gums undan hinu rauða húðsvæði, ásamt vefja-
bita, v'ar sent í bakteríu- og svepparæktanir,
sem reyndust neikvæðar.
Við vefjaskoðun fannst hins vegar greinilegt
geislasveppahreiður á einum stað í abscess-
svæðinu.
Sjúklingur fékk i.v. cryst. penicillin, 6 millj.
ein. á dag í 10 daga, siðan i.m. proc. penicillin,
1.2 millj. ein. á dag í 7 daga og að lokum
proc. penicillin, 800 þús. ein. á dag í 4 vikur.
Sjúkrasaga III.
E.Þ., 9 ára drengur úr Reykjavík, var inn-
lagður í ágúst 1972 með tveggja vikna sögu
um bólgu yfir vinstri kjálka. Hafði verið sett-
ur á ampicillin og virtist sem bólgan hjaðnaði
um smátíma, en síðan jókst hún aftur að mun.
Fór þá á slysavarðstofuna þar sem skorið var
í bólguna innan frá munnholi en ekkert fékkst
út. Eftir þessa incisio, þrátt fyrir áframhald-
andi ampicillin meðferð, jókst bólgan mjög og
náði við innlögn yfir mestan hluta v. vanga
(Mynd 7 og 7a) Drengurinn hafði síðustu
dagana haft hitavellu í kringum 38°.
Sjá litmynd bls. 73.
Engar tannviðgerðir höfðu farið fram und-
anfarið ár, nema hvað sjúklingur leitaði til
tannlæknis daginn fyrir komu, sem fann, auk
nokkurra tannskemmda, smáholu aftarlega í
vinstri góm, sem var grunsamleg um fistilop.
Skorið var inn í neðsta hluta bólguherslis-
ins, alveg inn að vöðvum, en ekki fékkst neitt
graftrarsýni til rannsóknar. Vegna ákveðins
gruns um actinomycosiS, þótti ekki rétt að
bíða lengur með meðferð, og var drengurinn
settur á i.v. cryst, penicillin, 10 millj. ein. á
sólarhring næstu viku. Þá var í svæfingu farið
dýpra i gegnum fyrri skurð yfir kjálka og
nokkrir vefjabitar teknir í ræktun og vefja-
skoðun. Enginn gröftur fékkst þá heldur fram.
I sömu svæfingu var leitað að fistilopi, sem
sást nú vel innanvert við aftasta jaxl í neðri
góm vinstra megin og var hægt að sondera
alveg út undir húð retromandibulert við angu-
lus og einnig meðfram og allt aftur fyrir
tonsillu.
tJr þessum sýnum reyndust allar ræktanir
neikvæðar, sem ekki þótti óeðlilegt eftir fyrri
meðferð. Ekki tókst heldur að sýna fram á
mycelia né sveppahreiður við vefjaskoðun, að-
eins langvinnar bólgubreytingar með ígerðum,
bæði í cutis og subcutis.
Með tilliti til fistilmyndunar inn í munnhol,
þótti þó vart önnur sjúkdómsgreining koma
ti! greina en actinomycosis. Fékk sjúklingur
hví penicillinmeðferð í 6 vikur, fyrstu vikuna
i.v. 10 millj. ein./dag af cryst. pen., næstu
viku 1.2 milli. ein./dag af proc. pen. i.m. og
síðast pen. töflur, 1.2 millj. ein. á dag í 4
vikur.
Sjúkrasaga IV.
K.K., 9 ára gamall drengur frá Reyðarfirði,
var innlagður á Landakotsspitala í maí 1976
með 5 vikna sögu um bólgu yfir hægri kjálka.
Hafði fengið vikuskammt af ampicillini án
áhrifa og síðan vikuskammt af penicillini. Við
það hjaðnaði bólgan, og varð aðeins eftir smá-
arða við þreifingu. Nokkru seinna fór bólgan
aftui' að ná sér á strik og var nú orðin jafn
slæm og i upphafi. Hiti hafði ekki verið mæld-
ur. Engin saga um nýlegar tannviðgerðir né
tannúrdrátt. Drengurinn var ofnæmissjúkling-
ur, með endurtekin asthmaköst.
Skoðun sýndi harðan bólguhnút á hægri
kjálka, 3x3 cm á stærð, framskagandi, með
roða í toppinn, smávegis fluctuerandi, en
eymslalausan. Hálskirtlar voru eðlilegir, hins
vegar reyndust jaxlar bæði í efri og neðri gómi
afar skemmdir. Á hálsi fannst stækkaður eitill
undir angulus mandibularis dx., einnig micro-
adenitar á hægri hálshelmingi og í fossa supra-
clavicularis dx. Drengurinn var hitalaus og
blóðhagur eðlilegur. Röntgenmynd af mandi-
bula sýndi rótarabscessa við öftustu jaxla.
Skorið var inn á kjálkaígerð og gekk fram
gulleit vilsa næstu daga. Voru ails teknar 12
ræktanir þaðan og sérstaklega óskað eftir
anaerobe-ræktun fyrir actinomycosis. Af öll-
um þessum ræktunum var aðeins sú næstsíð-
asta jákvæð fyrir actinomyces, og var hún þó
fengin eftir 10 daga i.v. penicillingjöf!
Húðbiti var sendur í vefjaskoðun og sást að-
eins abscessus cutis, engin geislasveppahreiður.
Þótt illa gengi með sönnun sjúkdómsgrein-
ingar til að byrja með, þóttu einkenni minna
svo á actinomycosis, að meðferð var hafin
strax á 2. degi. Fékk sjúklingur i.v. cryst.
pencillin, 12 millj. ein. á dag í 18 daga. Þá
var, vegna mikilla útbrota og ofnæmissvörun-
ar, breytt yfir í tetracyclin í 3 daga. en síðan
farið yfir í clindamysin, einnig vegna gruns
um tetracyclinofnæmi. Fenginn var tími hjá
tannlækni, sem fann bullandi abscessa undir
öftustu jöxlum við jaxldrátt. Drengurinn var
útskrifaður á clindamycin 150 mg x 3 daglega
til eins mánaðar.
UMRÆÐUR
Talið hefur verið að 3—9% allra
actinomycosis sjúklinga væru börn innan
15 ára.
í Bretlandi eru yfirleitt skráð 20—40 til-
felli á ári og árin 1971 og 1972 náði tala
þeirra 67, þar af voru 6 börn og ræktaðist
sýkillinn úr blóði eins þeirra(-).
Hjá fullorðnum mun sjúkdómstiðnin
helmingi hærri hjá körlum en konum, en
hjá börnum er kynskipting talin jöfn.
Af þeim fjórum, svo til jafnaldra börn-
um, sem lýst er hér að framan, voru 3
drengir með cervicofacial actinomycosis.
Þeir höfðu haft sársaukalausa fyrirferðar-
aukningu yfir kjálkabarði eða á hálsi í 1—4
vikur fyrir innlögn á Landakotsspítala.
Tveir þeirra höfðu fengið oral penicillin-