Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Qupperneq 73

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Qupperneq 73
71 gums undan hinu rauða húðsvæði, ásamt vefja- bita, v'ar sent í bakteríu- og svepparæktanir, sem reyndust neikvæðar. Við vefjaskoðun fannst hins vegar greinilegt geislasveppahreiður á einum stað í abscess- svæðinu. Sjúklingur fékk i.v. cryst. penicillin, 6 millj. ein. á dag í 10 daga, siðan i.m. proc. penicillin, 1.2 millj. ein. á dag í 7 daga og að lokum proc. penicillin, 800 þús. ein. á dag í 4 vikur. Sjúkrasaga III. E.Þ., 9 ára drengur úr Reykjavík, var inn- lagður í ágúst 1972 með tveggja vikna sögu um bólgu yfir vinstri kjálka. Hafði verið sett- ur á ampicillin og virtist sem bólgan hjaðnaði um smátíma, en síðan jókst hún aftur að mun. Fór þá á slysavarðstofuna þar sem skorið var í bólguna innan frá munnholi en ekkert fékkst út. Eftir þessa incisio, þrátt fyrir áframhald- andi ampicillin meðferð, jókst bólgan mjög og náði við innlögn yfir mestan hluta v. vanga (Mynd 7 og 7a) Drengurinn hafði síðustu dagana haft hitavellu í kringum 38°. Sjá litmynd bls. 73. Engar tannviðgerðir höfðu farið fram und- anfarið ár, nema hvað sjúklingur leitaði til tannlæknis daginn fyrir komu, sem fann, auk nokkurra tannskemmda, smáholu aftarlega í vinstri góm, sem var grunsamleg um fistilop. Skorið var inn í neðsta hluta bólguherslis- ins, alveg inn að vöðvum, en ekki fékkst neitt graftrarsýni til rannsóknar. Vegna ákveðins gruns um actinomycosiS, þótti ekki rétt að bíða lengur með meðferð, og var drengurinn settur á i.v. cryst, penicillin, 10 millj. ein. á sólarhring næstu viku. Þá var í svæfingu farið dýpra i gegnum fyrri skurð yfir kjálka og nokkrir vefjabitar teknir í ræktun og vefja- skoðun. Enginn gröftur fékkst þá heldur fram. I sömu svæfingu var leitað að fistilopi, sem sást nú vel innanvert við aftasta jaxl í neðri góm vinstra megin og var hægt að sondera alveg út undir húð retromandibulert við angu- lus og einnig meðfram og allt aftur fyrir tonsillu. tJr þessum sýnum reyndust allar ræktanir neikvæðar, sem ekki þótti óeðlilegt eftir fyrri meðferð. Ekki tókst heldur að sýna fram á mycelia né sveppahreiður við vefjaskoðun, að- eins langvinnar bólgubreytingar með ígerðum, bæði í cutis og subcutis. Með tilliti til fistilmyndunar inn í munnhol, þótti þó vart önnur sjúkdómsgreining koma ti! greina en actinomycosis. Fékk sjúklingur hví penicillinmeðferð í 6 vikur, fyrstu vikuna i.v. 10 millj. ein./dag af cryst. pen., næstu viku 1.2 milli. ein./dag af proc. pen. i.m. og síðast pen. töflur, 1.2 millj. ein. á dag í 4 vikur. Sjúkrasaga IV. K.K., 9 ára gamall drengur frá Reyðarfirði, var innlagður á Landakotsspitala í maí 1976 með 5 vikna sögu um bólgu yfir hægri kjálka. Hafði fengið vikuskammt af ampicillini án áhrifa og síðan vikuskammt af penicillini. Við það hjaðnaði bólgan, og varð aðeins eftir smá- arða við þreifingu. Nokkru seinna fór bólgan aftui' að ná sér á strik og var nú orðin jafn slæm og i upphafi. Hiti hafði ekki verið mæld- ur. Engin saga um nýlegar tannviðgerðir né tannúrdrátt. Drengurinn var ofnæmissjúkling- ur, með endurtekin asthmaköst. Skoðun sýndi harðan bólguhnút á hægri kjálka, 3x3 cm á stærð, framskagandi, með roða í toppinn, smávegis fluctuerandi, en eymslalausan. Hálskirtlar voru eðlilegir, hins vegar reyndust jaxlar bæði í efri og neðri gómi afar skemmdir. Á hálsi fannst stækkaður eitill undir angulus mandibularis dx., einnig micro- adenitar á hægri hálshelmingi og í fossa supra- clavicularis dx. Drengurinn var hitalaus og blóðhagur eðlilegur. Röntgenmynd af mandi- bula sýndi rótarabscessa við öftustu jaxla. Skorið var inn á kjálkaígerð og gekk fram gulleit vilsa næstu daga. Voru ails teknar 12 ræktanir þaðan og sérstaklega óskað eftir anaerobe-ræktun fyrir actinomycosis. Af öll- um þessum ræktunum var aðeins sú næstsíð- asta jákvæð fyrir actinomyces, og var hún þó fengin eftir 10 daga i.v. penicillingjöf! Húðbiti var sendur í vefjaskoðun og sást að- eins abscessus cutis, engin geislasveppahreiður. Þótt illa gengi með sönnun sjúkdómsgrein- ingar til að byrja með, þóttu einkenni minna svo á actinomycosis, að meðferð var hafin strax á 2. degi. Fékk sjúklingur i.v. cryst. pencillin, 12 millj. ein. á dag í 18 daga. Þá var, vegna mikilla útbrota og ofnæmissvörun- ar, breytt yfir í tetracyclin í 3 daga. en síðan farið yfir í clindamysin, einnig vegna gruns um tetracyclinofnæmi. Fenginn var tími hjá tannlækni, sem fann bullandi abscessa undir öftustu jöxlum við jaxldrátt. Drengurinn var útskrifaður á clindamycin 150 mg x 3 daglega til eins mánaðar. UMRÆÐUR Talið hefur verið að 3—9% allra actinomycosis sjúklinga væru börn innan 15 ára. í Bretlandi eru yfirleitt skráð 20—40 til- felli á ári og árin 1971 og 1972 náði tala þeirra 67, þar af voru 6 börn og ræktaðist sýkillinn úr blóði eins þeirra(-). Hjá fullorðnum mun sjúkdómstiðnin helmingi hærri hjá körlum en konum, en hjá börnum er kynskipting talin jöfn. Af þeim fjórum, svo til jafnaldra börn- um, sem lýst er hér að framan, voru 3 drengir með cervicofacial actinomycosis. Þeir höfðu haft sársaukalausa fyrirferðar- aukningu yfir kjálkabarði eða á hálsi í 1—4 vikur fyrir innlögn á Landakotsspítala. Tveir þeirra höfðu fengið oral penicillin-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.