Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Síða 79

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Síða 79
77 Guðjón Lárusson læknir Björgvún Guðmundsson, lífefnafræðingur RANNSÓKNIR Á SKJALDKIRTILSSTARFSEMP Ekki er ýkja langt síðan efnaskiptapróf var eina rannsóknaraðferðin, sem læknar höfðu tii að greina skjaldkirtilssjúkdóma. Þegar nýjar rannsóknaraðferðir urðu til- tækar, svo sem mælingar á proteinbundnu joði (PBI), jókst nákvæmni á greiningu á of- eða vanstarfsemi skjaldkirtils hröðum skrefum. Þessi mæling var mikið notuð er- lendis og um skeið einnig hér á landi, en hefur nú vikið fyrir öðrum nákvæmari. Með tilkomu nýrrar rannsóknartækni, aðallega Radio-Immuno-Assay (RIA) og Competitive-Protein-Binding (CPB), hefur fjöldi skjaldkirtilsrannsókna aukizt gífur- lega svo og nákvæmni þeirra. Jafnframt hafa sumar hinna eldri mælinga orðið úr- eltar. Fjöldi þessara nýrri rannsókna, mismun- ur á mælingaraðferðum frá einni rann- sóknarstofu til annarrar og ósamræmi í nafngiftum, hefur valdið talsverðum glund- roða. Læknar hafa átt erfitt með að átta sig á, hvenær á að gera þessa mælinguna og hvenær hina. Oft hefur sú aðferð verið notuð, sem tiltækust er, en þess ekki gætt, hvort hún hefur átt bezt við það ástand sjúklingsins, sem verið var að rannsaka. Þannig var um árabil, að geislajoðupptaka var sú eina af hinum nýrri mælingum, sem auðvelt var að fá gerða hérlendis og leysti þá um tíma af hólmi gömlu efna- skiptamælinguna og var notuð jöfnum höndum, hvort sem verið var að greina of- eða vanstarfsemi. Ytri áhrif geta truflað mælingar, án þess að hafa bein áhrif á skjaldkirtilsstarfsem- ina. T.d. var gagnslaust að mæla PBI hjá sjúklingum, sem áður höfðu verið í gall- eða nýrnamyndum eða tekið inn lyf, sem innihéidu joð. Truflanir af lyfjum hafa orðið áberandi eftir að farið var að mæla * Frá Lyflæknisdeild og Rannsóknadeild Landakotsspítala. tyroxin hér á landi. Getnaðarvarnapill- ur valda aukningu á proteinum þeim, sem tyroxinið er bundið og því verður útkoma mælingarinnar hærri en annars. Viti lækn- irinn ekki um þá truflun, er líklegt að hann leggi rangt mat á útkomuna. Þetta er bagalegt, vegna þess að talsverður hluti sjúklinga með thyrotoxicosu er einmitt ungar konur. Rannsóknafjöldinn og nöfn þeirra er orð- inn svo mikill, að fyrir nokkrum árum skipaði American Thyroid Association sér- staka nefnd, er skyldi freista þess að sam- ræma aðferðir, orð og hugtök, notuð um þessar rannsóknir. Niðurstöður cg tillögur nefndarinnar voru birtar árið 1972 (13). Þrátt fyrir þetta hefur þessi nefnd nú orðið að skila nýrri skýrslu 1976 (14), til þess enn að reyna að einfalda þessi mál og greiða úr misskilningi, sem er mikill og of algengt að læknar fái gerðar allt aðrar rannsóknir en þeir hefðu óskað eftir eða láti ekki gera þá mælingu, sem bezt hentar hverju sinni. Það er því tímabært að gera nokkurt yfirlit fyrir íslenzka lækna um þær rann- sóknir, sem þeir geta fengið gerðar hér- lendis og erlendis og hverjar bezt er að velja hverju sinni. Þessi grein mun því ekki taka til margra rannsókna, sem annað hvort eru ekki að- gengilegar, eru úreltar eða eingöngu eru á tilraunastigi. Sumar þeirra rannsókna er þó minnzt á til upprifjunar eða skilnings- auka. Á mynd 1 sést hvernig eðlilegt samband milli skjaldkirtils og heiladinguls er talið vera (TRH verður gert skil síðar í grein- inni). í heiladingli er framleiddur Thyroid Stimulating Hormon (TSH, Thyrotropin), sem stjórnar því að skjaldkirtillinn tekur til sín joð, framleiðir thyroxin (T-i) og trijo- dothyronin (T.i) og skilur þá út í blóðið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.