Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Síða 89

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Síða 89
87 ar fullkomnari aðgerðarsmásjá fyrir ný og fjölbreyttari verkefni. HELSTU AÐGERÐIR. Smásjáraðgerðir við augnlækningar tryggja betri árangur og fækka fylgikvill- um aðgerða. Einn af frumkvöðlunum, prófessor H. Harms í Tiibingen, hefur haldið því fram, að í náinni framtíð verði allar augnaðgerð- ir gerðar við smásjá. Kostir smásjárinnar koma vel í ljós við eftirtaldar aðgerðir: 1. Slysasár, einkum slysagöt á glæru. 2. Glákuaðgerðir. 3. Dreraðgerðir. 4. Lituaðgerðir. 5. Glæruígræðslur. 6. Glerhlaupsaðgerðir. 7. Sjónskekkjuaðgerðir. Slysasár á glæru. Slysasár, sem ná í gegnum glæru, eru mjög mismunandi í eðli sínu og er því mikill kostur að skoða þau í mikilli stækk- un, til þess að geta gert sem best við þau, þannig að þau grói vel, skilji eftir sig sem minnst ör og sjónskekkja (astigmatismus) verði sem minnst. Ef sárið nær yfir miðja glæru verður að gæta þess vandlega að setja sauma þannig, að þeir valdi ekki öri framan við miðju ljósopsins. Við slæm tætt sár og stjörnulaga sár, þarf fyrst að byrja á því að setja staka sauma, sem lagfæra glæru þannig að sárið falli sem eðlilegast saman og er mjög mik- ilvægt að þessir saumar séu nákvæmlega rétt settir, síðan er lokið við að sauma sárið með stökum saumum eða með sam- felldum saum, ef það þykir henta betur (mynd 3). 3. MYND STJÖRNULAGA SÁR. ÞAR SEM BUID ER AD SETJA TVO STAKA SAUMA ÞANNIG AÐ SÁRIÐ FALU SEM BEZT SAMAN. Best þykir mér að nota 10/0 perlon þráð, þar sem hann veldur svo til engri ertingu, þekjuvefur vex fljótlega yfir hann, og þar sem hann er grannur, er hægt að draga hnútinn inn í stunguopið. Ef sár nær þvert yfir glæru og út á hvítu, finnst mér best að nota perlonþráð í glæru, en 8/0 silki- þráð í hvitu (mynd 4). 4. MYND. SÁR, SEM NÆR ÞVERT YFIR GLÆRU OG ÚT Á HVÍTU, OG GENGUR LITA ÚT í SÁRIÐ. Glákuaðgerðir. Með tilkomu smásjáraðgerða hafa nýjar glákuaðgerðir litið dagsins ljós og skipað sér fastan sess í glákumeðferð. Verður þeim gerð frekari skil í greinarlok. Dreraðgerðir. Við venjulegar dreraðgerðir er aðgerð- arsárið stórt og er því smásjáin mikilvæg til að loka því nákvæmlega og koma þar með í veg fyrir sjónskekkju og aðra fylgi- kvilla. Við dreraðgerðir hjá fullorðnum hefur um langt árabil verið algengast að fjar- lægja augasteininn í hýðinu (intracap- sular). Áður fyrr var augasteinninn hins vegar tekinn án hýðis (extracapsular) og þótt sú aðferð hafi að mestu lagst niður, hefur hún þó haldið sínu gildi í vissum til- vikum. Á síðustu árum hefur aftur aukist að fjarlægja augasteininn án hýðis með nýjum aðferðum, þar sem smásjá er nauð- synlegur þáttur, svo sem aðgerð með auga- steinsbrjóti, þar sem augasteinninn er hrist- ur í sundur með hátíðnibylgjum (ultra- sonic) og sogaður út. Við meðfætt drer á börnum er áhættu- minnst að beita rofi (discission) og sogi (aspiration), þar sem venjulegar drer- aðgerðir eru í þessum tilvikum of hættu- legar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.