Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Page 90

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Page 90
88 Lituaðgerðir. Við gláku með þröngu forhólfshorni er lituhögg (iridectomi) sú skurðaðgerð, sem best á við. Stundum þarf að lagfæra eða búa til nýtt ljósop, stundum þarf að fjarlægja æxli úr litu eða brárlíki (corpus ciliare)- Á síðustu árum er farið að sauma rifur í litu af völdum. slysa í vissum tilvikum. Einnig eru á síðustu árum stundum sett- ar plastlinsur inn í augað við dreraðgerð- ir. Er linsan þá saumuð við litu, og kemur í stað gleraugna. Að auki hefur frá fornu fari tíðkast að gera lituhögg, sem fyrir- byggjandi þátt í innri aðgerðum á auga. Glæruígræðslur. Glæruígræðslur eru ýmist gerðar í gegn- um alla glæruna (penetrating) eða aðeins í gegnum hluta hennar (lamellar) eftir því hve djúpt vaglið nær. Þess má geta hér, að Kristján Sveinsson, læknir, var fyrstur til að gera glæru- ígræðslur hér á landi. Hann gerði nokkrar slíkar aðgerðir á árunum kringum 1960, en hætti þeim aðgerðum aftur, þar eð honum fannst árangur ekki nógu góður. Síðustu árin hefur vaknað áhugi á að hefja aftur slíkar aðgerðir hér á landi og er undirbúningur að því hafinn. Ég tel engan vafa á því, að rétt sé að vanda vel til alls undirbúnings, þótt það taki nokk- urn tíma, því það mun áreiðanlega skila sér fljótlega aftur með betri árangri. Glerhlaupsaðgerðir. Glerhlaupsaðgerðir er athyglisverð nýj- ung í smásjárskurðlækningum. Þar ber helst að nefna glerhlaupsnám (vitrectomy), sem gerð er með sérstaklega hönnuðu tæki. Hægt er að skera á örvefsstrengi, sem með togi í sjónu gætu valdið sjónulosi og fjar- lægja má þétt grugg (cpacity) og himnur (membranes) úr glerhlaupi. Oft eru þess- ir strengir og himnur af völdum bólgu eða blæðinga inni í auganu eða vegna annarra sjúkdóma, svo sem sykursýki. Á þennan hátt hefur á síðustu árum verið hægt með glerhlaupsnámi að gefa sumu blindu fólki aftur sjón, þar sem áður var ekki hægt að hjálpa. Sjónskekkjuaðgerðir. Aðgerðir við sjónskekkju (astigmatis- mus) hafa komið fram í sviðsljósið með tilkomu smásjáraðgerða. Nýjar leiðir hafa þróast í aðgerðartækni til að minnka sjón- skekkju eftir aðgerðir, og gerir það kröfur til nákvæmra vinnubragða. Það þarf góða stækkun til að sauma aðgerðarsár og slysa- sár nákvæmlega rétt saman og er þannig hægt að forðast margan fylgikvillann og bæta sjónhæfni augans. Einnig hafa komið fram ný tæki, svo sem skurðmælisjá, sem enn hafa bætt árangur við sjónlagsbætandi skurðlækningar. NÝ GLÁKUAÐGERÐ: TRABECULEC- TOMIA. Árið 1966 lýsti Harms nýrri glákuaðgerð, sem nefndist trabeculotomia. Með aðgerðar- smásjá var hægt að takmarka aðgerðina við „Schlemm’s canal“, þrætt var inn í hann sérstöku áhaldi og síuvefurinn (tra- beculum) rofinn. 5. MYND. AÐGERÐARSNIÐ VIÐ TRABECULECTOMIU, PAR SEM GERÐUR ER FLIPI í YTRI HELMING HVÍTU. 6. MYND. TEKIÐ VEFJASTYKKI MEÐ SCHLEMM'S CANAL OG SÍUVEF ÚR INNRI HLUTA HVÍTU.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.