Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Blaðsíða 91
89
Árið 1968 lýstu Cairns og Linnér, hvor
í sínu lagi, annarri og endurbættri aðgerð,
sem nefndist trabeculectomia, og hefur sú
aðgerð náð mikilli útbreiðslu við aðgerðir
á gláku. Við þá aðgerð er gerður lítili
flipi í ytri helming hvítu (mynd 5), þá er
tekið úr innri hluta hvítu örlitið vefja-
stykki með ,,Schlemm’s canal“ og siuvef
(mynd 6) og síðan er hvítuflipinn saum-
aður á sinn stað (mynd 7). Augnþrýstings-
lækkun er góð eftir aðgerðina.
Álitið er að aukið frárennsli á augn-
vökvanum stafi af opnun inn í „Schlemm’s
canal“, cyclodialysisverkun eða flæði í
gegnum hvítuflipann. Upp á siðkastið hafa
margir hallast að síðastnefndu skýringunni.
Fyrstu árin var þessi aðgerð á tilrauna-
stigi, en árið 1974 kom svo skriður á út-
breiðslu hennar á Norðurlöndum. í nóv-
ember 1974 var haldin ráðstefna (sympo-
sium) um þetta efni á þingi Sænska augn-
læknafélagsins í Stokkhólmi. Ég hafði um
7. MYND. GERT HEFUR VERIÐ UTUHÖGG OG
HVÍTUFLIPINN SAUMAÐUR Á SINN STAÐ.
nokkurra ára skeið haft áhuga á þessari
aðgerð, sótti því þing þetta og kynnti mér
í leiðinni þessar aðgerðir hjá prófessor
E. Linnér á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í
Gautaborg og prófessor E. Gregersen á Rík-
isspítalanum í Kaupmannahöfn. Árangur
af aðgerðum þessum þótti eindregið lofa
gcðu og áleit ég því rétt að hefja þessar
aðgerðir hér heima. í janúar 1975 gerði ég
fyrstu trabeculectomiuaðgerðirnar á Landa-
kotsspítala og hef síðan notað nær ein-
göngu þessa tækni við aðgerðir á gláku.
í apríl 1976 tók ég saman fyrstu 20 trabe-
culectomiuaðgerðir mínar og kynnti á
fræðslufundi á Landakotsspítala. Of lang-
ur tími er nú um liðinn til að rétt sé að
birta það bráðabirgðauppgjör í heild, enda
æskilegt að gera nýtt uppgjör úr efniviði
þessum, sem vaxið hefur síðan. Af helstu
niðurstöðum þessa bráðabirgðauppgjörs
má þó nefna, að aðgerðir þessar voru allar
án fylgikvilla og augnþrýstingslækkandi á-
hrif voru góð. Til samanburðar hafði ég
uppgjör frá Galin og fleirum í New York
á efniviði, sem var 40 trabeculectomiur.
Var árangur af þessum fyrstu 20 trabecul-
ectomiuaðgerðum mínum fyllilega sam-
bærilegur við það uppgjör.
Klinisk reynsla sýnir að hefðbundnar
eldri glákuaðgerðir hafa verulega fylgi-
kvilla í för með sér. Trabeculectomia hefur
ýmsa kosti umfram fyrri aðgerðir og eru
þessir helstir:
Forhólf sjaldan grunnt, minni tilhneig-
ing til samvaxta (synechiae) og sjaldan
æðulos (choroidal detachment), en þessir
fylgikvillar voru ekki fátíðir við fyrri
aðgerðir.
Veitukúfur (filtration bleb) er yfirleitt
lágur og þykkveggjaður. Hinsvegar eru
þunnir, háir veitukúfar mjög algengir eftir
fyrri aðgerðir og fylgir því aukin hætta á
að gat komi á þá við hnjask og að sýking
berist inn í augað.
Trabeculectomiu er hægt að gera hvar
sem er umhverfis glæru ef þörf krefur,
þar sem veitukúfur er venjulega lágur og
þykkveggjaður.
Að endingu má geta þess, að það er al-
mennt álit að eftir þessa nýju glákuaðgerð
sé miklu minni hætta á drermyndun, en
það er oft síðkominn fylgikvilli og verður
því endanlegt mat á því að bíða síðari
tíma.
SUMMARY
Microsurgery in ophthalmic surgery
The use of microscope in ophthalmic surgery
is described a brief historical review of its
technical development and clinical use is given
and modern trends in microsurgery of the eye
are discussed. It is concluded that the use of
the microscope has improved the results both
in the treatment of traumatic lesions and in
selective surgery.
A new method in ophthalmic surgery, trabe-
culectomy, is described, and an earlier report
of the authors first consecutive twenty trabe-
culectomies are reviewed. The results from
those are in accordance with results reported by
Galin et al. It is concluded that trabeculectomy
has successfully decreased I.O. pressure with
less risk of postoperative complications than the
conventional glaucoma operations.